Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2025 10:38 Dmitrí Peskóv og Vladimír Pútín. EPA/SERGEI ILNITSKY Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. Þetta er meðal þess sem Dmitrí Pesókv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í útvarpsviðtali í morgun. Þar var hann spurður út í ummæli Trumps eftir fund hans með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu í gær. Þá kallaði Trump Rússa „pappírs tígur“ og sagði innrás þeirra í Úkraínu ekki hafa skilað þeim neinu og þess í stað afhjúpað hernaðarlegan veikleika þeirra. Sjá einnig: Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Í viðtalinu sagði Peskóv að Rússland væri ekki tígur, heldur björn. Það væri ekkert til sem héti pappírs björn. „Rússland er raunverulegur björn,“ sagði Peskóv. „Við erum engir pappírspésar.“ Peskóv sagði einnig að Rússar myndu vinna stríðið. Annað væri ekki í boði. „Við erum nú í mikilvægasta fasa stríðsins og hann skiptir miklu máli. Við verðum að sigra fyrir börnin okkar, barnabörnin og framtíð þeirra,“ sagði Peskóv. Hann sagði ráðamenn í Rússlandi staðráðna í að vinna gegn „grunnástæðum“ stríðsins í Úkraínu. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um „grunnástæður“ stríðsins eru þeir að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Trump hefur um nokkuð skeið reynt að fá Pútín til að samþykkja fund með Selenskí, annars staðar en í Moskvu. Það hefur Pútín ekki viljað samþykkja og hafa Rússar vísað til þess að undirbúa þurfi slíkan fund vel, með skipulagsfundum og viðræðum. Það ítrekaði Peskóv í viðtalinu og sagði hann að óundirbúinn fundur myndi engum árangri skila. Þrátt fyrir þau ummæli og að hann hafði áður sagt að Rússar myndu sigra Úkraínu og að þeir myndu ekki hætta innrásinni fyrr en markmiðum þeirra hefði verið náð, gagnrýndi Peskóv Selenskí fyrir að koma ekki til Moskvu og ræða við Pútín, eins og honum hefur verið boðið. „Af hverju kemur hann ekki? Ef hann er tilbúinn til viðræðna, af hverju kemur hann þá ekki?“ spurði Peskóv. Rússar hafa nokkrum sinnum reynt að ráða Selenskí af dögum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Það gæti spilað inn í. Almenningur standi með Pútín Talsmaðurinn sagði einnig á kristaltæru að hinn yfirgnæfandi meirihluti Rússa sem stæði við bakið á Pútín væri tilbúinn til að taka á sig frekari efnahagslegar byrðar. Þjóðin væri sameinuðu að baki Pútíns. Hann bætti við að aðstæður í Rússlandi væru þrátt fyrir allt mun „jafnari, fyrirsjáanlegri og stöðugari“ í Rússlandi en öðrum ríkjum. Kúvending Trumps kom á óvart Selenskí var í viðtali hjá Fox í gærkvöldi þar sem hann sagði viðsnúning Trumps hafa komið sér á óvart. Hann og Trump væru þó byrjaðir að tala oftar saman og samband þeirra hefði skánað til muna að undanförnum. Hann sagði líka að það að Pútín hefði ítrekað logið að Trump spilaði inn í bætt samband þeirra. Þegar kemur að ummælum Trumps um að Úkraínumenn gætu rekið Rússa á brott frá Úkraínu sagðist Selenskí þeirrar skoðunar að Trump skildi að þetta stríð snerist ekki um landsvæði og að ekki væri í raun hægt að koma á friði með því að skiptast á landi. Þá ítrekaði Selenskí í viðtalinu að hann vildi binda enda á stríðið eins fljótt og hægt væri. Pútín væri hins vegar ekki tilbúinn til viðræðna í góðri trú og þar að auki þyrftu Úkraínumenn að vera í sterkri stöðu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum. 22. september 2025 16:23 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. 9. september 2025 23:04 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Dmitrí Pesókv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í útvarpsviðtali í morgun. Þar var hann spurður út í ummæli Trumps eftir fund hans með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu í gær. Þá kallaði Trump Rússa „pappírs tígur“ og sagði innrás þeirra í Úkraínu ekki hafa skilað þeim neinu og þess í stað afhjúpað hernaðarlegan veikleika þeirra. Sjá einnig: Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Í viðtalinu sagði Peskóv að Rússland væri ekki tígur, heldur björn. Það væri ekkert til sem héti pappírs björn. „Rússland er raunverulegur björn,“ sagði Peskóv. „Við erum engir pappírspésar.“ Peskóv sagði einnig að Rússar myndu vinna stríðið. Annað væri ekki í boði. „Við erum nú í mikilvægasta fasa stríðsins og hann skiptir miklu máli. Við verðum að sigra fyrir börnin okkar, barnabörnin og framtíð þeirra,“ sagði Peskóv. Hann sagði ráðamenn í Rússlandi staðráðna í að vinna gegn „grunnástæðum“ stríðsins í Úkraínu. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um „grunnástæður“ stríðsins eru þeir að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Trump hefur um nokkuð skeið reynt að fá Pútín til að samþykkja fund með Selenskí, annars staðar en í Moskvu. Það hefur Pútín ekki viljað samþykkja og hafa Rússar vísað til þess að undirbúa þurfi slíkan fund vel, með skipulagsfundum og viðræðum. Það ítrekaði Peskóv í viðtalinu og sagði hann að óundirbúinn fundur myndi engum árangri skila. Þrátt fyrir þau ummæli og að hann hafði áður sagt að Rússar myndu sigra Úkraínu og að þeir myndu ekki hætta innrásinni fyrr en markmiðum þeirra hefði verið náð, gagnrýndi Peskóv Selenskí fyrir að koma ekki til Moskvu og ræða við Pútín, eins og honum hefur verið boðið. „Af hverju kemur hann ekki? Ef hann er tilbúinn til viðræðna, af hverju kemur hann þá ekki?“ spurði Peskóv. Rússar hafa nokkrum sinnum reynt að ráða Selenskí af dögum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Það gæti spilað inn í. Almenningur standi með Pútín Talsmaðurinn sagði einnig á kristaltæru að hinn yfirgnæfandi meirihluti Rússa sem stæði við bakið á Pútín væri tilbúinn til að taka á sig frekari efnahagslegar byrðar. Þjóðin væri sameinuðu að baki Pútíns. Hann bætti við að aðstæður í Rússlandi væru þrátt fyrir allt mun „jafnari, fyrirsjáanlegri og stöðugari“ í Rússlandi en öðrum ríkjum. Kúvending Trumps kom á óvart Selenskí var í viðtali hjá Fox í gærkvöldi þar sem hann sagði viðsnúning Trumps hafa komið sér á óvart. Hann og Trump væru þó byrjaðir að tala oftar saman og samband þeirra hefði skánað til muna að undanförnum. Hann sagði líka að það að Pútín hefði ítrekað logið að Trump spilaði inn í bætt samband þeirra. Þegar kemur að ummælum Trumps um að Úkraínumenn gætu rekið Rússa á brott frá Úkraínu sagðist Selenskí þeirrar skoðunar að Trump skildi að þetta stríð snerist ekki um landsvæði og að ekki væri í raun hægt að koma á friði með því að skiptast á landi. Þá ítrekaði Selenskí í viðtalinu að hann vildi binda enda á stríðið eins fljótt og hægt væri. Pútín væri hins vegar ekki tilbúinn til viðræðna í góðri trú og þar að auki þyrftu Úkraínumenn að vera í sterkri stöðu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum. 22. september 2025 16:23 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. 9. september 2025 23:04 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum. 22. september 2025 16:23
Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56
NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46
Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. 9. september 2025 23:04