Erlent

Leik­skóli heimtar tugi þúsunda fyrir „lista­verk“ barnanna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Listaverk barna eru foreldrum ómetanleg en það er ekki þar með sagt að þeir séu tilbúnir til að greiða tugi þúsunda fyrir að fá þau afhent.
Listaverk barna eru foreldrum ómetanleg en það er ekki þar með sagt að þeir séu tilbúnir til að greiða tugi þúsunda fyrir að fá þau afhent. Getty

Foreldrar leikskólabarna í Brisbane í Ástralíu efndu til mótmæla á dögunum, þegar leikskólastjórnendur kröfðust 163 þúsund króna fyrir „listaverk“ barnanna.

Craigslea Community Kindergarten and Preschool í Brisbane var lokað í síðasta mánuði, þegar fjárframlög til skólans voru stöðvuð vegna athugasemda við stjórnun hans. Meirihluti stjórnar skólans hafði þá sagt af sér og gjaldkerinn Thomas D'Souza tekið við stjórnartaumunum.

Þessu mótmæltu foreldrar og fjárframlögin voru stöðvuð í kjölfarið.

D'Souza virðist í kjölfarið hafa tekið þá ákvörðun að selja foreldrum möppur með listaverkum barna þeirra og myndum af börnunum við listsköpunina, til að greiða upp skuldir.

Verðið? Jú, 163 þúsund á möppu.

Foreldrar brugðust ókvæða við en þegar móðir hugðist taka listaverkin án greiðslu, var hún tilkynnt til lögreglu. Greint hefur verið frá innbroti á leikskólanum en ekki fengist staðfest hvort móðirinn var þar á ferðinni.

Ríkisstjóri Queensland er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið. „Leyfum krökkunum að taka heim fingramálverkin sín og höldum áfram með lífið,“ sagði hann. Þá staðfestu yfirvöld að foreldrar ættu sannarlega rétt á verkum barna sinna.

Málið virðist hafa endað vel fyrir fjölskyldurnar en greint var frá því í gær að yfirvöld hefðu sótt möppurnar á leikskólann og að foreldrar gætu sótt þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×