Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 11:44 Brynhildur Bolladóttir er móðir grunnskólabarns í Reykjavíkurborg. Samsett Móðir grunnskólabarns, sem fær að mæta á frístundaheimili einu sinni í viku, segir manneklu í frístundastarfi geta valdið félagslegri einangrun barna. Rúmlega fimm hundruð börn eru á biðlista eftir að fá pláss í frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð. Í aðsendri grein á Vísi lýsir Brynhildur Bolladóttir raunum sínum er hún reyndi að fá pláss fyrir dóttur sína á frístundaheimili grunnskóla hennar. Vegna mikillar manneklu í frístundastarfinu fær dóttir Brynhildar einungis pláss einu sinni í viku á frístundaheimilinu. „Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða skólavika skólaársins, að hún fengi einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri félagsmiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun,“ segir Brynhildur. Hún segir börn missa af því að leika sér og starfa í skemmtilegu umhverfi frístundarinnar og hafi það neikvæð áhrif, sér í lagi á börn sem standi verr sem eiga í hættu á að félagslega einangrast. „Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund.“ Tæplega tvö hundruð börn fá að mæta einn eða tvo daga í viku Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu segir að samkvæmt reglum um þjónustu frístundaheimila Reykjavíkurborgar sé gert ráð fyrir að öll börn sem sótt hefur verið um pláss fyrir fái dvöl á frístundaheimili í upphafi skólaárs. Þó séu nú 515 börn á biðlista eftir að komast í frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar. Séu tafir, til að mynda vegna manneklu líkt og Brynhildur lýsir, fái fötluð börn, börn í erfiðum félagslegum aðstæðum, börn sem hafa búið skemur en tvö ár á Íslandi og börn starfsfólks frístundaheimilanna forgang. Þar á eftir eru umsóknir afgreiddar í tímaröð eftir því hvenær þær bárust, en þó þannig að börn í fyrsta bekk fái forgang, svo öðrum bekk og koll af kolli. „Ef um skort á starfsfólki er að ræða leitast frístundamiðstöðvar við að manna frístundaheimili fyrir yngri börn fyrst.“ 3704 börn hafa fengið samþykkt pláss í frístundaheimili af 4219 umsóknum sem bárust. Umsóknirnar voru um fjögur hundruð fleiri heldur en árið áður. Af þessum rúmlega 3700 börnum hafa 155 börn fengið samþykkt pláss fyrir einungis einn eða tvo daga í viku. Skóla- og menntamál Félagsmál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi lýsir Brynhildur Bolladóttir raunum sínum er hún reyndi að fá pláss fyrir dóttur sína á frístundaheimili grunnskóla hennar. Vegna mikillar manneklu í frístundastarfinu fær dóttir Brynhildar einungis pláss einu sinni í viku á frístundaheimilinu. „Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða skólavika skólaársins, að hún fengi einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri félagsmiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun,“ segir Brynhildur. Hún segir börn missa af því að leika sér og starfa í skemmtilegu umhverfi frístundarinnar og hafi það neikvæð áhrif, sér í lagi á börn sem standi verr sem eiga í hættu á að félagslega einangrast. „Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund.“ Tæplega tvö hundruð börn fá að mæta einn eða tvo daga í viku Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu segir að samkvæmt reglum um þjónustu frístundaheimila Reykjavíkurborgar sé gert ráð fyrir að öll börn sem sótt hefur verið um pláss fyrir fái dvöl á frístundaheimili í upphafi skólaárs. Þó séu nú 515 börn á biðlista eftir að komast í frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar. Séu tafir, til að mynda vegna manneklu líkt og Brynhildur lýsir, fái fötluð börn, börn í erfiðum félagslegum aðstæðum, börn sem hafa búið skemur en tvö ár á Íslandi og börn starfsfólks frístundaheimilanna forgang. Þar á eftir eru umsóknir afgreiddar í tímaröð eftir því hvenær þær bárust, en þó þannig að börn í fyrsta bekk fái forgang, svo öðrum bekk og koll af kolli. „Ef um skort á starfsfólki er að ræða leitast frístundamiðstöðvar við að manna frístundaheimili fyrir yngri börn fyrst.“ 3704 börn hafa fengið samþykkt pláss í frístundaheimili af 4219 umsóknum sem bárust. Umsóknirnar voru um fjögur hundruð fleiri heldur en árið áður. Af þessum rúmlega 3700 börnum hafa 155 börn fengið samþykkt pláss fyrir einungis einn eða tvo daga í viku.
Skóla- og menntamál Félagsmál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira