Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2025 11:13 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Kostnaður ríkisins við þriðja útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka nam rétt rúmum tveimur milljörðum króna. Það nemur 2,22 prósent af heildarsöluandvirðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Kostnaður ríkisins vegna söluferlisins skiptist í þrennt: umsjónarþóknun, söluþóknun og annan kostnað. Um útboðið segir að það hafi farið fram í maí síðastliðnum þar sem eftirstandandi 45,2 prósenta eignarhlutur ríkisins hafi verið seldur. Útboðið hafi verið haldið í samræmi við lög þar um með það að markmiði að tryggja gagnsæi, hagkvæmni, hlutlægni og jafnræði í útboðsferlinu. „Umsjónarþóknun var 0,75% af heildarvirði útboðs, 679,3 m.kr., og var fest í samning við ráðningu umsjónaraðila í ágúst 2024. Þóknunin skiptist jafnt á milli Barclays, Citigroup Global Markets Europe AG og Kviku. Söluþóknun var einnig 0,75% af heildarvirði útboðs, 679,3 m.kr., og rann til allra tíu söluráðgjafa sem ráðnir voru.Upphæð söluþóknunar var ákveðin í 4. gr. laga nr. 80/2024 um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf.“ Í tilkynningunni segir að í anda jafnræðis og hlutlægni hafi verið ákveðið að byggja söluþóknun á innsendum tilboðum frekar en seldum hlutabréfum, að teknu tilliti til markaðsþreifinga. Skiptingin var eftirfarandi: ABN Amro 6.517 þ.kr. Arctic Securities 32.868 þ.kr. Arctica Finance 63.621 þ.kr. Arion banki 102.981 þ.kr. Barclays 87.370 þ.kr. Citi 97.555 þ.kr. JP Morgan 15.992 þ.kr. Kvika banki 182.079 þ.kr. Landsbankinn 82.540 þ.kr. UBS Europe SE 7.797 þ.kr. Undir annan kostnað fellur svo lögfræðikostnaður, kostnaður við endurskoðendur, fjármálaráðgjöf, ráðgjöf vegna kynningar á útboði, almennur kostnaður við útboðið og útlagður kostnaður söluaðila. Í ráðningarsamningi við söluaðila var kveðið á um að söluaðilar gætu fengið útlagaðan kostnað greiddann af seljanda. Stærsti liðurinn í útlögðum kostnaði söluaðila snýr að sérhæfðum hugbúnaði fyrir útboð. Kvika lagði út fyrir ýmsum kostnaði sem viðkemur skráningu í kauphöll. ABN Amro útl. kostn. 1.854 þ.kr. Arctic Securities útl. kostn. 1.508 þ.kr. Citi útl. kostn. 2.215 þ.kr. JP Morgan útl.kostn 2.812 þ.kr. Kvika útl. kostn. 25.851 þ.kr. BBA Fjeldco og Milbank þjónustuðu seljanda. Logos og White&Case þjónustuðu umsjónaraðila. Lögfræðikostnaður var eftirfarandi: LOGOS slf. 31.416 þ.kr. Milbank 124.584 þ.kr. White&Case 101.959 þ.kr. BBA Fjeldco ehf. 74.379 þ.kr. Aton veitti seljanda þjónustu vegna kynningarmála. Ratsjá var milliliður á milli auglýsenda og seljanda. Aton ehf. 30.713 þ.kr. Ratsjá ehf. 13.174 þ.kr. Landsbankinn var fjármálaráðgjafi seljanda. Landsbankinn hf. ráðgj. 120.280 þ.kr. Fjármálaeftirlit Seðlabankans las yfir útboðsskjöl og Íslandsbanki og seljandi skiptu með sér endurskoðunar-, og lögfræðikostnað sem féll til vegna útboðslýsingar. Seðlabanki Íslands 3.863 þ.kr. Íslandsbanki hf. 120.815 þ.kr. Hófst haustið 2024 Um útboðið segir að hafa verði í huga að söluferlið hafi hafist haustið 2024 en var svo aflýst með stuttum fyrirvara. Um það bil helmingur þess sem fellur undir annan kostnað sé tilkomið vegna undirbúnings og aflýsingar það ár. „Hér fylgir samantekt yfir allar þrjár sölurnar sem ríkið hefur staðið fyrir á hlut sínum í Íslandsbanka. Fyrri tvær sölurnar voru framkvæmdar af Bankasýslu ríkisins (BR) en síðasta salan af fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ef kostnaður sem greiddur var vegna hins aflýsta útboðs árið 2024 er dreginn frá lækkar hlutfall kostnaðar við útboðið 2025 í 1,9%.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Fjármálafyrirtæki Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Kostnaður ríkisins vegna söluferlisins skiptist í þrennt: umsjónarþóknun, söluþóknun og annan kostnað. Um útboðið segir að það hafi farið fram í maí síðastliðnum þar sem eftirstandandi 45,2 prósenta eignarhlutur ríkisins hafi verið seldur. Útboðið hafi verið haldið í samræmi við lög þar um með það að markmiði að tryggja gagnsæi, hagkvæmni, hlutlægni og jafnræði í útboðsferlinu. „Umsjónarþóknun var 0,75% af heildarvirði útboðs, 679,3 m.kr., og var fest í samning við ráðningu umsjónaraðila í ágúst 2024. Þóknunin skiptist jafnt á milli Barclays, Citigroup Global Markets Europe AG og Kviku. Söluþóknun var einnig 0,75% af heildarvirði útboðs, 679,3 m.kr., og rann til allra tíu söluráðgjafa sem ráðnir voru.Upphæð söluþóknunar var ákveðin í 4. gr. laga nr. 80/2024 um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf.“ Í tilkynningunni segir að í anda jafnræðis og hlutlægni hafi verið ákveðið að byggja söluþóknun á innsendum tilboðum frekar en seldum hlutabréfum, að teknu tilliti til markaðsþreifinga. Skiptingin var eftirfarandi: ABN Amro 6.517 þ.kr. Arctic Securities 32.868 þ.kr. Arctica Finance 63.621 þ.kr. Arion banki 102.981 þ.kr. Barclays 87.370 þ.kr. Citi 97.555 þ.kr. JP Morgan 15.992 þ.kr. Kvika banki 182.079 þ.kr. Landsbankinn 82.540 þ.kr. UBS Europe SE 7.797 þ.kr. Undir annan kostnað fellur svo lögfræðikostnaður, kostnaður við endurskoðendur, fjármálaráðgjöf, ráðgjöf vegna kynningar á útboði, almennur kostnaður við útboðið og útlagður kostnaður söluaðila. Í ráðningarsamningi við söluaðila var kveðið á um að söluaðilar gætu fengið útlagaðan kostnað greiddann af seljanda. Stærsti liðurinn í útlögðum kostnaði söluaðila snýr að sérhæfðum hugbúnaði fyrir útboð. Kvika lagði út fyrir ýmsum kostnaði sem viðkemur skráningu í kauphöll. ABN Amro útl. kostn. 1.854 þ.kr. Arctic Securities útl. kostn. 1.508 þ.kr. Citi útl. kostn. 2.215 þ.kr. JP Morgan útl.kostn 2.812 þ.kr. Kvika útl. kostn. 25.851 þ.kr. BBA Fjeldco og Milbank þjónustuðu seljanda. Logos og White&Case þjónustuðu umsjónaraðila. Lögfræðikostnaður var eftirfarandi: LOGOS slf. 31.416 þ.kr. Milbank 124.584 þ.kr. White&Case 101.959 þ.kr. BBA Fjeldco ehf. 74.379 þ.kr. Aton veitti seljanda þjónustu vegna kynningarmála. Ratsjá var milliliður á milli auglýsenda og seljanda. Aton ehf. 30.713 þ.kr. Ratsjá ehf. 13.174 þ.kr. Landsbankinn var fjármálaráðgjafi seljanda. Landsbankinn hf. ráðgj. 120.280 þ.kr. Fjármálaeftirlit Seðlabankans las yfir útboðsskjöl og Íslandsbanki og seljandi skiptu með sér endurskoðunar-, og lögfræðikostnað sem féll til vegna útboðslýsingar. Seðlabanki Íslands 3.863 þ.kr. Íslandsbanki hf. 120.815 þ.kr. Hófst haustið 2024 Um útboðið segir að hafa verði í huga að söluferlið hafi hafist haustið 2024 en var svo aflýst með stuttum fyrirvara. Um það bil helmingur þess sem fellur undir annan kostnað sé tilkomið vegna undirbúnings og aflýsingar það ár. „Hér fylgir samantekt yfir allar þrjár sölurnar sem ríkið hefur staðið fyrir á hlut sínum í Íslandsbanka. Fyrri tvær sölurnar voru framkvæmdar af Bankasýslu ríkisins (BR) en síðasta salan af fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ef kostnaður sem greiddur var vegna hins aflýsta útboðs árið 2024 er dreginn frá lækkar hlutfall kostnaðar við útboðið 2025 í 1,9%.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Fjármálafyrirtæki Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur