Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 25. september 2025 12:47 Gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls hafa mikið verið í umræðunni og þær leiðu tafir sem framkvæmdir hafa leitt af sér. Ég hef mikinn skilning á því að þessar tafir séu búnar að vera pirrandi. Það sem hefur vantað í umræðuna er í raun tvennt. Að þarna er verið að snjallvæða umferðarljósastýringarnar með skynjarabúnaði til að auka skilvirkni gatnamótanna í kjölfarið og svo það að svæðið er enn í framkvæmdafasa og framkvæmdum er ekki enn að fullu lokið – af því hafa þessar tafir stafað. Umferðarljósin voru komin til ára sinna, svo það er full þörf á endurnýjun og í raun voru ekki lengur til varahlutir í gamla búnaðinn. Það er búið að tala mikið um þetta í fleiri ár að það þurfi fleiri snjallari umferðarstýringu og við erum að svara kallinu. Þvert á það sem flest halda þá eru það ekki breytingarnar heldur framkvæmdafasinn sem hefur valdið þessum töfum en framkvæmdum er ekki alveg lokið. Þó að sýnilegum framkvæmdum sé lokið er enn verið að stilla snjallljósin. Það hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir en um leið og því er lokið eiga aðstæður strax að batna og gatnamótin eiga að verða skilvirkari en áður í kjölfarið. Skynjararnir voru loksins teknir í gagnið í gær og aðstæður urðu betri, en enn er verið að fínstilla ljósin. Á sama tíma er verið að bæta öryggi fyrir gangandi og hjólandi, ekki síst börn sem fara þarna um. Þarna er að byggjast upp heilt hverfi, Ártúnshöfðinn, svo umferð gangandi er að stóraukast þarna og við þurfum að bregðast við því. Þarna hafa verið fjarlægð þarna tvö beygjuframhjáhlauð af þremur. Beygjuframhjáhlaup eru almennt ekki notuð í nútímalegri hönnun á samgöngumannvirkjum og því eru þau oft fjarlægð við uppfærslu. Framhjáhlaup eru einhverjir hættulegustu staðirnir í samgöngunetinu og við viljum helst hafa slíka staði sem allra fæsta. Þau eru bæði lífshættulegt fyrir gangandi og hjólandi því bílstjórar eru að horfa í aðra átt og fylgjast með öðrum bílum en ekki fylgjast með óvörðum vegfarendum, og svo er framhjáhlaup hættuleg fyrir bílstjórana því aftanákeyrslur eru þar algengar og það getur haft umfangsmikil heilsufarsleg áhrif til langrar framtíðar. Þessi gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls hafa verið mikið í umræðunni en einnig er verið að undirbúa að snjallvæða umferðarljósabúnað á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar, gatnamótum Höfðabakka og Dvergshöfða, gatnamótum Höfðabakka og Stórhöfða sem og Höfðabakka og Bíldshöfða. Og sem betur fer því við erum strax farin að sjá bilanir í eldri búnaði sem ekki er hægt að bregðast við nema með endurnýjun. Í kjölfarið er markmiðið að gatnamótin verði skilvirkari en um leið verði aðstæður öruggari fyrir óvarða vegfarendur, viðkvæmustu vegfarendurna í okkar samgöngukerfi. Það mun skipta miklu máli með fjölgun gangandi barna um svæðið nú þegar Ártúnshöfðinn er að rísa. Þetta eru því þarfar, mikilvægar og gagnlegar breytingar í þágu öryggis og velferðar borgarbúa. Framkvæmdir eru almennt pirrandi hvort sem við erum sammála markmiðunum eða ósammála. En framkvæmdir eru óumflýjanlegar ef við viljum nútímavæða innviði borgarinnar og skapa betra umhverfi og betri borg til framtíðar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Vegagerð Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls hafa mikið verið í umræðunni og þær leiðu tafir sem framkvæmdir hafa leitt af sér. Ég hef mikinn skilning á því að þessar tafir séu búnar að vera pirrandi. Það sem hefur vantað í umræðuna er í raun tvennt. Að þarna er verið að snjallvæða umferðarljósastýringarnar með skynjarabúnaði til að auka skilvirkni gatnamótanna í kjölfarið og svo það að svæðið er enn í framkvæmdafasa og framkvæmdum er ekki enn að fullu lokið – af því hafa þessar tafir stafað. Umferðarljósin voru komin til ára sinna, svo það er full þörf á endurnýjun og í raun voru ekki lengur til varahlutir í gamla búnaðinn. Það er búið að tala mikið um þetta í fleiri ár að það þurfi fleiri snjallari umferðarstýringu og við erum að svara kallinu. Þvert á það sem flest halda þá eru það ekki breytingarnar heldur framkvæmdafasinn sem hefur valdið þessum töfum en framkvæmdum er ekki alveg lokið. Þó að sýnilegum framkvæmdum sé lokið er enn verið að stilla snjallljósin. Það hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir en um leið og því er lokið eiga aðstæður strax að batna og gatnamótin eiga að verða skilvirkari en áður í kjölfarið. Skynjararnir voru loksins teknir í gagnið í gær og aðstæður urðu betri, en enn er verið að fínstilla ljósin. Á sama tíma er verið að bæta öryggi fyrir gangandi og hjólandi, ekki síst börn sem fara þarna um. Þarna er að byggjast upp heilt hverfi, Ártúnshöfðinn, svo umferð gangandi er að stóraukast þarna og við þurfum að bregðast við því. Þarna hafa verið fjarlægð þarna tvö beygjuframhjáhlauð af þremur. Beygjuframhjáhlaup eru almennt ekki notuð í nútímalegri hönnun á samgöngumannvirkjum og því eru þau oft fjarlægð við uppfærslu. Framhjáhlaup eru einhverjir hættulegustu staðirnir í samgöngunetinu og við viljum helst hafa slíka staði sem allra fæsta. Þau eru bæði lífshættulegt fyrir gangandi og hjólandi því bílstjórar eru að horfa í aðra átt og fylgjast með öðrum bílum en ekki fylgjast með óvörðum vegfarendum, og svo er framhjáhlaup hættuleg fyrir bílstjórana því aftanákeyrslur eru þar algengar og það getur haft umfangsmikil heilsufarsleg áhrif til langrar framtíðar. Þessi gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls hafa verið mikið í umræðunni en einnig er verið að undirbúa að snjallvæða umferðarljósabúnað á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar, gatnamótum Höfðabakka og Dvergshöfða, gatnamótum Höfðabakka og Stórhöfða sem og Höfðabakka og Bíldshöfða. Og sem betur fer því við erum strax farin að sjá bilanir í eldri búnaði sem ekki er hægt að bregðast við nema með endurnýjun. Í kjölfarið er markmiðið að gatnamótin verði skilvirkari en um leið verði aðstæður öruggari fyrir óvarða vegfarendur, viðkvæmustu vegfarendurna í okkar samgöngukerfi. Það mun skipta miklu máli með fjölgun gangandi barna um svæðið nú þegar Ártúnshöfðinn er að rísa. Þetta eru því þarfar, mikilvægar og gagnlegar breytingar í þágu öryggis og velferðar borgarbúa. Framkvæmdir eru almennt pirrandi hvort sem við erum sammála markmiðunum eða ósammála. En framkvæmdir eru óumflýjanlegar ef við viljum nútímavæða innviði borgarinnar og skapa betra umhverfi og betri borg til framtíðar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun