Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 15:59 Gríðarstórt grjót féll á veginn á milli Ísafjarðarbæjar og Súðavíkur. Samsett Íbúi í Súðavík keyrði fram á stærðarinnar grjót sem runnið hafði úr Kirkjubólshlíð. Um er að ræða veg sem íbúar á svæðinu aka nær daglega. Dagbjört Hjaltadóttir, íbúi í Súðavík, keyrði fram á stærðarinnar grjóthnullung sem oltið hafði úr Kirkjubólshlíð niður á veg sem liggur á milli Súðavíkur og Ísafjarðarbæjar. Hún hafði samband við Vegagerðina og segir þau hafa verið eldsnögg að fjarlægja grjótið. „Þetta náði langleiðina upp á toppinn á bílnum hjá mér,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Það hafi verið einskær heppni að enginn hafi orðið fyrir grjótinu enda sé um að ræða fjölfarinn veg. Dagbjört segist keyra þarna um á hverjum degi, líkt og margir íbúar á svæðinu aki um veginn daglega, til að mynda til að stunda nám eða vinnu. Oft sé hún sjálf að keyra í mun verri veðurskilyrðum en í sólinni í dag. „Hefði ég verið að keyra þarna að nóttu til í myrkri hefði þessi steinn komið eins og skrattinn úr sauðaleggnum.“ Dagbjört segir flesta nágranna hennar hafa orðið fyrir einhverju tjóni eða skaða bæði í Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð. Til að mynda hafði sonur hennar lent í því að affelga bílinn þegar hann keyrði leiðina á milli bæjanna tveggja. „Þetta er veruleiki sem við Vestfirðingar búum við.“ Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir því að búa ætti til göng á milli Súðavíkur og Ísafjarðar vegna fjölda grjóthruna og slysa sem orðið hafa á Súðavíkurhlíð. Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. 18. apríl 2025 15:21 Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. 26. desember 2024 12:26 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Dagbjört Hjaltadóttir, íbúi í Súðavík, keyrði fram á stærðarinnar grjóthnullung sem oltið hafði úr Kirkjubólshlíð niður á veg sem liggur á milli Súðavíkur og Ísafjarðarbæjar. Hún hafði samband við Vegagerðina og segir þau hafa verið eldsnögg að fjarlægja grjótið. „Þetta náði langleiðina upp á toppinn á bílnum hjá mér,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Það hafi verið einskær heppni að enginn hafi orðið fyrir grjótinu enda sé um að ræða fjölfarinn veg. Dagbjört segist keyra þarna um á hverjum degi, líkt og margir íbúar á svæðinu aki um veginn daglega, til að mynda til að stunda nám eða vinnu. Oft sé hún sjálf að keyra í mun verri veðurskilyrðum en í sólinni í dag. „Hefði ég verið að keyra þarna að nóttu til í myrkri hefði þessi steinn komið eins og skrattinn úr sauðaleggnum.“ Dagbjört segir flesta nágranna hennar hafa orðið fyrir einhverju tjóni eða skaða bæði í Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð. Til að mynda hafði sonur hennar lent í því að affelga bílinn þegar hann keyrði leiðina á milli bæjanna tveggja. „Þetta er veruleiki sem við Vestfirðingar búum við.“ Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir því að búa ætti til göng á milli Súðavíkur og Ísafjarðar vegna fjölda grjóthruna og slysa sem orðið hafa á Súðavíkurhlíð.
Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. 18. apríl 2025 15:21 Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. 26. desember 2024 12:26 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
„Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. 18. apríl 2025 15:21
Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54
Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. 26. desember 2024 12:26