Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2025 21:00 Ólafur Helgi hefur verið fastagestur í Blóðbankanum í rúma fimm áratugi. Vísir/Lýður Blóðbankinn í Reykjavík hefur verið fluttur á einn fjölfarnarsta stað borgarinnar. Blóðgjafi til fimmtíu ára segir nýtt húsnæði mikla bragarbót og hvetur unga sem aldna til að sinna þessari samfélagsskyldu sinni. Flestir blóðgjafar kannast við að mæta á Snorrabraut og bíða eftir næsta lausa bílastæði - eða þá að leggja í næstu götu og koma arkandi. Nú er þetta hætt að vera vandamál - Blóðbankinn er fluttur í Kringluna. „Ég hugsa að það sé auðveldara að fá bílastæði hér. Ég fékk strax bílastæði í morgun þegar ég kom. Það var orðið mjög erfitt að komast að Blóðbankanum af því að öll bílastæðin þarna í kring voru lokuð öðrum en einhverjum gestum,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson blóðgjafi. Blóðbankinn opnaði dyr sínar í Kringlunni á mánudag en formleg opnunarathöfn var þar fyrir hádegi í dag. Framkvæmdastjóri hjá Landspítalanum, sem hefur umsjón með bankanum, segir mikla búbót að flytja starfsemina yfir á einn fjölfarnasta stað landsins. „Það er stórt skref fram á við og mikiilvægt í þessum lið okkar að bæta þjónustuna og sérstaklega fyrir þennan gríðarlega mikilvæga hóp sem blóðgjafarnir okkar eru,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri hjá Landspítalanum. Blóðgjöfin lífsstíll Ólafur tekur undir að þetta sé mikil bragarbót. Sjálfur hefur hann gefið blóð í fimmtíu og þrjú ár og segir blóðgjöfina nánast orðna að lífsstíl. „Þegar ég bjó vestur á Ísafirði þá stílaði ég allar mínar bæjarferðir upp á það að geta farið í Blóðbankann. Ég segi oft: Ef ég get það þá geta þeir sem nær búa og hafa minna umleikis skotist í Blóðbankann af og til. Það er bara svo mikilvægt og ég hvet allt fólk, bæði ungt og eldra að til að sinna þessari samfélagsskyldu sinni.“ Blóðgjöf Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Kringlan Tengdar fréttir Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Blóðbankinn í Reykjavík hefur flutt starfsemi sína af Snorrabraut í Kringluna. Framkvæmdastjóri starfseminnar vonar að með þessu leggi fleiri leið sína í bankann og markmið um tvö þúsund nýja blóðgjafa á ári náist. 25. september 2025 12:38 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Flestir blóðgjafar kannast við að mæta á Snorrabraut og bíða eftir næsta lausa bílastæði - eða þá að leggja í næstu götu og koma arkandi. Nú er þetta hætt að vera vandamál - Blóðbankinn er fluttur í Kringluna. „Ég hugsa að það sé auðveldara að fá bílastæði hér. Ég fékk strax bílastæði í morgun þegar ég kom. Það var orðið mjög erfitt að komast að Blóðbankanum af því að öll bílastæðin þarna í kring voru lokuð öðrum en einhverjum gestum,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson blóðgjafi. Blóðbankinn opnaði dyr sínar í Kringlunni á mánudag en formleg opnunarathöfn var þar fyrir hádegi í dag. Framkvæmdastjóri hjá Landspítalanum, sem hefur umsjón með bankanum, segir mikla búbót að flytja starfsemina yfir á einn fjölfarnasta stað landsins. „Það er stórt skref fram á við og mikiilvægt í þessum lið okkar að bæta þjónustuna og sérstaklega fyrir þennan gríðarlega mikilvæga hóp sem blóðgjafarnir okkar eru,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri hjá Landspítalanum. Blóðgjöfin lífsstíll Ólafur tekur undir að þetta sé mikil bragarbót. Sjálfur hefur hann gefið blóð í fimmtíu og þrjú ár og segir blóðgjöfina nánast orðna að lífsstíl. „Þegar ég bjó vestur á Ísafirði þá stílaði ég allar mínar bæjarferðir upp á það að geta farið í Blóðbankann. Ég segi oft: Ef ég get það þá geta þeir sem nær búa og hafa minna umleikis skotist í Blóðbankann af og til. Það er bara svo mikilvægt og ég hvet allt fólk, bæði ungt og eldra að til að sinna þessari samfélagsskyldu sinni.“
Blóðgjöf Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Kringlan Tengdar fréttir Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Blóðbankinn í Reykjavík hefur flutt starfsemi sína af Snorrabraut í Kringluna. Framkvæmdastjóri starfseminnar vonar að með þessu leggi fleiri leið sína í bankann og markmið um tvö þúsund nýja blóðgjafa á ári náist. 25. september 2025 12:38 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Blóðbankinn í Reykjavík hefur flutt starfsemi sína af Snorrabraut í Kringluna. Framkvæmdastjóri starfseminnar vonar að með þessu leggi fleiri leið sína í bankann og markmið um tvö þúsund nýja blóðgjafa á ári náist. 25. september 2025 12:38