Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2025 13:15 Blaine Milam var tekinn af lífi með banvænni sprautu. AP og Getty Bandarískur maður var í gær tekinn af lífi í Texas fyrir að myrða þrettán mánaða dóttur kærustu sinnar. Hann var tekinn af lífi með banvænni sprautu í fangelsi í Huntsville um sautján árum eftir að hann framdi ódæðið. Blaine Milam var á sínum tíma dæmdur fyrir að myrða stúlkubarnið í desember 2008, þegar hann ætlaði sér að særa úr henni illa anda. Við það misþyrmdi hann og móðir barnsins henni svo mikið að hún dó. Milam kenndi þáverandi kærustu sinni, Jessecu Carson, um morðið og sagði að hún hefði haldið því fram að barnið væri andsetið. Carson var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hjálpa Milam en bæði voru þau átján ára gömul þegar þau myrtu barnið. AP fréttaveitan segir að Milam hafi barið stúlkuna, bitið hana, kyrkt og misþyrmt með öðrum hæffi yfir þrjátíu klukkustunda tímabil. Skoðun sýndi að barnið var með nokkur höfuðkúpubrot, brotnar hendur og brotna fætur, auk margra bitfara. Meinafræðingur sem framkvæmdi skoðunina sagðist ekki geta sagt til um dánarorsök stúlkunnar, því hún hefði hlotið svo margvísleg mögulega banvæn meiðsl. Í fyrstu komu rannsakendur fram við þau Milam og Carson sem syrgjandi foreldra en hún sagði við yfirheyrslur að Milam hefði sagt barnið andsetið af því að Guð væri þreyttur á lygum barnsins. Saksóknarinn sem sótti málið á sínum tíma, og varð vitni af aftökunni í gær, sagði blaðamanni AP að hann hefði aldrei verið sannfærður um hina meintu særingu. Hann hefði ávallt talið að þau hefði notað það sem átyllu til að reyna að afsaka glæp sinn. Áfrýjun hafnað nokkrum klukkustundum áður Í yfirlýsingu áður en hann var tekinn af lífi þakkaði Milam stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn og prestum í fangelsisins fyrir þeirra stuðning. „Ef einhver ykkar vill hitta mig á nýjan leik, bið ég ykkur um að samþykkja Jesú Krist sem lávarð ykkar og bjargvætt og þá munum við hittast aftur,“ sagði Milam áður en hann var sprautaður. „Ég elska ykkur öll, færðu mig heim Jesú.“ Milam reyndi að fá dauðadóm sinn felldan niður en fyrr í gær hafnaði hæstiréttur Bandaríkjanna síðustu áfrýjun hans. Annar fangi var tekinn af lífi í Texas í gær en í heildina hafa aftökurnar verið 33 í Bandaríkjunum á þessu ári. Fimm hafa verið teknir af lífi í Texas en flestir, eða tólf, hafa verið teknir af lífi í Flórída. Werner Herzog kynnti sér mál Milam og Carson á árum áður og tók meðal annars viðtal við Milam, þegar hann var tvítugur og hafði verið dæmdur til dauða. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Blaine Milam var á sínum tíma dæmdur fyrir að myrða stúlkubarnið í desember 2008, þegar hann ætlaði sér að særa úr henni illa anda. Við það misþyrmdi hann og móðir barnsins henni svo mikið að hún dó. Milam kenndi þáverandi kærustu sinni, Jessecu Carson, um morðið og sagði að hún hefði haldið því fram að barnið væri andsetið. Carson var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hjálpa Milam en bæði voru þau átján ára gömul þegar þau myrtu barnið. AP fréttaveitan segir að Milam hafi barið stúlkuna, bitið hana, kyrkt og misþyrmt með öðrum hæffi yfir þrjátíu klukkustunda tímabil. Skoðun sýndi að barnið var með nokkur höfuðkúpubrot, brotnar hendur og brotna fætur, auk margra bitfara. Meinafræðingur sem framkvæmdi skoðunina sagðist ekki geta sagt til um dánarorsök stúlkunnar, því hún hefði hlotið svo margvísleg mögulega banvæn meiðsl. Í fyrstu komu rannsakendur fram við þau Milam og Carson sem syrgjandi foreldra en hún sagði við yfirheyrslur að Milam hefði sagt barnið andsetið af því að Guð væri þreyttur á lygum barnsins. Saksóknarinn sem sótti málið á sínum tíma, og varð vitni af aftökunni í gær, sagði blaðamanni AP að hann hefði aldrei verið sannfærður um hina meintu særingu. Hann hefði ávallt talið að þau hefði notað það sem átyllu til að reyna að afsaka glæp sinn. Áfrýjun hafnað nokkrum klukkustundum áður Í yfirlýsingu áður en hann var tekinn af lífi þakkaði Milam stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn og prestum í fangelsisins fyrir þeirra stuðning. „Ef einhver ykkar vill hitta mig á nýjan leik, bið ég ykkur um að samþykkja Jesú Krist sem lávarð ykkar og bjargvætt og þá munum við hittast aftur,“ sagði Milam áður en hann var sprautaður. „Ég elska ykkur öll, færðu mig heim Jesú.“ Milam reyndi að fá dauðadóm sinn felldan niður en fyrr í gær hafnaði hæstiréttur Bandaríkjanna síðustu áfrýjun hans. Annar fangi var tekinn af lífi í Texas í gær en í heildina hafa aftökurnar verið 33 í Bandaríkjunum á þessu ári. Fimm hafa verið teknir af lífi í Texas en flestir, eða tólf, hafa verið teknir af lífi í Flórída. Werner Herzog kynnti sér mál Milam og Carson á árum áður og tók meðal annars viðtal við Milam, þegar hann var tvítugur og hafði verið dæmdur til dauða.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira