Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2025 16:12 Lai Ching-te, forseti Taívan. Einn hinna dæmdu var aðstoðarmaður hans. Getty/Annabelle Chih Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta Taívan og þrír aðrir sem störfuðu fyrir stjórnarflokk landsins hafa verið dæmdir fyrir njósnir. Mennirnir eru sagðir hafa njósnað fyrir Kína og voru þeir dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsi. Einn mannanna starfaði í utanríkisráðuneyti Taívan, undir stjórn Joseph Wu, sem stýrir nú vörnum eyríkisins. Huang Chu-jung, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarfulltrúa Taipei, var einnig dæmdur fyrir njósnir en hann fékk tíu ára fangelsisdóm. Saksóknarar höfðu farið fram á átján ára dóm gegn honum, þar sem hann er sagður hafa leitt hópinn. Samkvæmt frétt BBC eru mennirnir sakaðir um að hafa njósnað fyrir Kínverja um langt skeið og að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum með kínverskum njósnurum. Huang sendi mennina út til að öðlast leynilegar upplýsingar sem hann sendi svo til Kína í dulkóðuðu formi með sérstökum hugbúnaði. Í staðinn fengu mennirnir greitt töluvert af peningum. Á undanförnum árum hafa margir háttsettir embættismenn í Taívan verið sakaðir um og dæmdir fyrir njósnir. Heita því að ná tökum á Taívan Ráðamenn í Kína gera tilkall til Taívan og hafa heitið því að sameina eyríkið við meginlandið og að gera það með valdi ef svo þarf. Xi hefur sjálfur sagt þetta og segja embættismenn í Bandaríkjunum að hann hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Undanfarin ár hefur herafli Kína gengist umfangsmikla nútímavæðingu og endurbætur og hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Valdajafnvægi herafla ríkjanna hefur breyst töluvert í gegnum árin. Fá tækni og þjálfun frá Rússum Sérfræðingar bresku hernaðarhugveitunnar Royal united services institute, sögðu frá því í skýrslu sem birt var í dag að ráðamenn í Rússlandi hafi selt Kínverjum tækni og sent þjálfara til Kína sem ætlað er að auðvelda þeim að ná tökum á Taívan. Rusi er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Í skýrslu RUSI, sem byggir á gögnum frá bæði Rússlandi og Kína sem tölvuþrjótar komu höndum yfir, segir að tækni þessi og þjálfunin snúi að því að auðvelda Kínverjum að varpa bæði mönnum og bryndrekum úr lofti í fallhlífum. Þó hernaðargeta Kínverja hafi aukist til muna á undanförnum árum og þeir standi Rússum framar á flestum sviðum, hafa Rússar mun meiri reynslu af fallhlífarhernaði og tækni sem Kínverja skortir, samkvæmt skýrslu RUSI. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kínverjar gætu náð tökum á flugvöllum í Taívan með fallhlífarhermönnum og þannig gætu þeir flutt mikinn fjölda hermanna og hergögn bakvið varnarlínur Taívana. Taívan Kína Tengdar fréttir Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. 19. september 2025 14:20 Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. 12. júní 2025 10:32 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Einn mannanna starfaði í utanríkisráðuneyti Taívan, undir stjórn Joseph Wu, sem stýrir nú vörnum eyríkisins. Huang Chu-jung, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarfulltrúa Taipei, var einnig dæmdur fyrir njósnir en hann fékk tíu ára fangelsisdóm. Saksóknarar höfðu farið fram á átján ára dóm gegn honum, þar sem hann er sagður hafa leitt hópinn. Samkvæmt frétt BBC eru mennirnir sakaðir um að hafa njósnað fyrir Kínverja um langt skeið og að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum með kínverskum njósnurum. Huang sendi mennina út til að öðlast leynilegar upplýsingar sem hann sendi svo til Kína í dulkóðuðu formi með sérstökum hugbúnaði. Í staðinn fengu mennirnir greitt töluvert af peningum. Á undanförnum árum hafa margir háttsettir embættismenn í Taívan verið sakaðir um og dæmdir fyrir njósnir. Heita því að ná tökum á Taívan Ráðamenn í Kína gera tilkall til Taívan og hafa heitið því að sameina eyríkið við meginlandið og að gera það með valdi ef svo þarf. Xi hefur sjálfur sagt þetta og segja embættismenn í Bandaríkjunum að hann hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Undanfarin ár hefur herafli Kína gengist umfangsmikla nútímavæðingu og endurbætur og hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Valdajafnvægi herafla ríkjanna hefur breyst töluvert í gegnum árin. Fá tækni og þjálfun frá Rússum Sérfræðingar bresku hernaðarhugveitunnar Royal united services institute, sögðu frá því í skýrslu sem birt var í dag að ráðamenn í Rússlandi hafi selt Kínverjum tækni og sent þjálfara til Kína sem ætlað er að auðvelda þeim að ná tökum á Taívan. Rusi er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Í skýrslu RUSI, sem byggir á gögnum frá bæði Rússlandi og Kína sem tölvuþrjótar komu höndum yfir, segir að tækni þessi og þjálfunin snúi að því að auðvelda Kínverjum að varpa bæði mönnum og bryndrekum úr lofti í fallhlífum. Þó hernaðargeta Kínverja hafi aukist til muna á undanförnum árum og þeir standi Rússum framar á flestum sviðum, hafa Rússar mun meiri reynslu af fallhlífarhernaði og tækni sem Kínverja skortir, samkvæmt skýrslu RUSI. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kínverjar gætu náð tökum á flugvöllum í Taívan með fallhlífarhermönnum og þannig gætu þeir flutt mikinn fjölda hermanna og hergögn bakvið varnarlínur Taívana.
Taívan Kína Tengdar fréttir Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. 19. september 2025 14:20 Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. 12. júní 2025 10:32 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. 19. september 2025 14:20
Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. 12. júní 2025 10:32