Innlent

Flúði próf­laus undan lög­reglu með einum of marga far­þega þegar bíllinn valt

Agnar Már Másson skrifar
Mislæg gatnamót við Ártúnsbrekku.
Mislæg gatnamót við Ártúnsbrekku. Vísir/Vilhelm

Þrír unglingar voru fluttir á spítala eftir bílveltu í Ártúnsbrekku á tólfta tímanum í dag. Sex börn voru í bílnum, en aðeins fimm sæti, og ökumaðurinn reyndist án ökuréttinda þegar lögregla hafði hendur í hári hans eftir eftirför.

Greint er stuttlega frá málinu í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram kemur að ökumaðurinn hafi reynt að flýja lögreglu og síðan reynst próflaus og með einn yfirfarþega þegar lögregla náði honum. 

„Þau voru öll undir 18 ára,“ segir í dagbókarfærslunni en Vísir greindi frá því fyrr í dag að bíllinn hefði hafnaði á hvolfi utan í ljósastaur eftir að ökumaðurinn hann reyndi að stinga lögreglu af. 

Þrír voru fluttir til aðhlynningar. Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll slökkviliðsins voru ræstir út. Blaðamanni hefur ekki tekist að ná í fulltrúa lögreglunnar vegna málsins en mbl.is hafði eftir lögreglufulltrúa að þeir sem fluttir voru upp á sjúkrahús hafi ekki verið alvarlega slasaðir og séu nú lausir af sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×