Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. september 2025 11:30 Birgitta fyrir miðju ásamt Ármanni Múla og Ragnari en um er að ræða starfsmannaferð HE Helgason ehf. Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. „Þetta er afskaplega sérkennilegt. Við tékkuðum okkur inn í morgun í flugið og allt eins og það á að vera. Svo bara koma þessar fréttir,“ segir Birgitta Rán Friðfinnsdóttir í samtali við Vísi. Hún tekur þó fram að hópurinn sé salírólegur yfir stöðunni, ferðin hafi verið bókuð í gegnum Aventura ferðaskrifstofu sem sé nú að leysa málið fyrir hópinn. „Þau voru að fá fréttirnar á sama tíma og við. Þannig þau báðu okkur um að gefa sér tíma og við erum guðslifandi fegin að hafa keypt ferð í gegnum ferðaskrifstofu en ekki á okkar eigin vegum,“ segir Birgitta. Hópurinn sé úr Grindavík og því öllu vön, með þykkan skráp og láti þetta ekki of mikið á sig fá. Hópurinn sé enn uppi á hóteli en til stóð að sækja þau í morgun til að keyra upp á flugvöll. Tíðindin bárust að sögn Birgittu sem betur fer í tæka tíð. Hópurinn sé að tékka sig út. „Mér heyrist á flestum í hópnum að það séu allir nokkuð slakir. Ef einhverjir þurfa að komast heim strax í dag þá finnum við út úr því, komum þeim heim með millilendingu eða eitthvað svoleiðis,“ segir Birgitta. Eins og fram hefur komið í fréttum fór flugfélagið í nokkrar ferðir í morgun frá Keflavík. Flogið var til Parísar, Kaupmannahafnar, London, Amsterdam og Dublin. Fyrsta vél fór 06:03, sú síðasta 07:55. Tilkynning um gjaldþrot var svo send út um 09:30. „Mér finnst þetta bara hryllilega siðlaust. Mér finnst svo siðlaust að fljúga fimm, sex vélum út í morgun. Og svo situr fólk bara eftir. Við erum sem betur fer ekki alveg í þeirri stöðu, ætli þetta myndi ekki blasa öðruvísi við mér ef maður væri komin með hópinn að gate-inu.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
„Þetta er afskaplega sérkennilegt. Við tékkuðum okkur inn í morgun í flugið og allt eins og það á að vera. Svo bara koma þessar fréttir,“ segir Birgitta Rán Friðfinnsdóttir í samtali við Vísi. Hún tekur þó fram að hópurinn sé salírólegur yfir stöðunni, ferðin hafi verið bókuð í gegnum Aventura ferðaskrifstofu sem sé nú að leysa málið fyrir hópinn. „Þau voru að fá fréttirnar á sama tíma og við. Þannig þau báðu okkur um að gefa sér tíma og við erum guðslifandi fegin að hafa keypt ferð í gegnum ferðaskrifstofu en ekki á okkar eigin vegum,“ segir Birgitta. Hópurinn sé úr Grindavík og því öllu vön, með þykkan skráp og láti þetta ekki of mikið á sig fá. Hópurinn sé enn uppi á hóteli en til stóð að sækja þau í morgun til að keyra upp á flugvöll. Tíðindin bárust að sögn Birgittu sem betur fer í tæka tíð. Hópurinn sé að tékka sig út. „Mér heyrist á flestum í hópnum að það séu allir nokkuð slakir. Ef einhverjir þurfa að komast heim strax í dag þá finnum við út úr því, komum þeim heim með millilendingu eða eitthvað svoleiðis,“ segir Birgitta. Eins og fram hefur komið í fréttum fór flugfélagið í nokkrar ferðir í morgun frá Keflavík. Flogið var til Parísar, Kaupmannahafnar, London, Amsterdam og Dublin. Fyrsta vél fór 06:03, sú síðasta 07:55. Tilkynning um gjaldþrot var svo send út um 09:30. „Mér finnst þetta bara hryllilega siðlaust. Mér finnst svo siðlaust að fljúga fimm, sex vélum út í morgun. Og svo situr fólk bara eftir. Við erum sem betur fer ekki alveg í þeirri stöðu, ætli þetta myndi ekki blasa öðruvísi við mér ef maður væri komin með hópinn að gate-inu.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira