Enski boltinn

Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í upp­bótartíma

Sindri Sverrisson skrifar
Gabriel birtist eins og engill af himni ofan og tryggði Arsenal sigur í uppbótartíma í gær.
Gabriel birtist eins og engill af himni ofan og tryggði Arsenal sigur í uppbótartíma í gær. Getty/Stuart MacFarlane

Það vantaði ekki dramatíkina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Fleiri en einn leikmaður reif sig úr að ofan til að fagna sigurmarki í blálokin og alls voru níu mörk skoruð í uppbótartíma í leikjunum. Öll mörkin má sjá á Vísi.

Uppbótartímamörkin má sjá á myndbandinu hér að neðan.

Klippa: Níu mörk í uppbótartíma í enska boltanum

Óhætt er að segja að þessi mörk í lokin hafi haft gífurleg áhrif á titilbaráttuna því fyrst tapaði topplið Liverpool gegn Crystal Palace með marki Eddie Nketiah, á sjöundu mínútu uppbótartíma, og svo tryggði Gabriel Arsenal 2-1 útisigur gegn Newcastle á sjöttu mínútu uppbótartíma. Þar með munar aðeins tveimur stigum á Liverpool og Arsenal á toppnum.

Brighton vann tíu leikmenn Chelsea með tveimur mörkum í uppbótartíma, Joao Palhinha skoraði afar laglegt jöfnunarmark fyrir Tottenham gegn Wolves, og Bournemouth náði einnig að jafna gegn Leeds.

Þá innsiglaði Mathias Jensen 3-1 sigur Brentford gegn Manchester United í uppbótartíma, og Erling Haaland kætti eflaust marga fantasy-spilara með tveimur mörkum í uppbótartíma í 5-1 sigrinum gegn Burnley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×