Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2025 21:32 Sölvi Geir er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Víkinga. Vísir/Diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings sem situr á toppi Bestu deildar karla í fótbolta, talaði í fyrirsögnum eftir að Valdimar Þór Ingimundarson tryggði 3-2 sigur í Garðabæ. Sigur sem fór langleiðina með að tryggja það að Íslandsmeistaratitilinn fari í Víkina þegar mótinu lýkur. Það virtist sem Örvar Eggertsson væri að tryggja Stjörnunni jafntefli með marki undir lok venjulegs leiktíma en Valdimar Þór nýtti sér mistök í vörn heimamanna og tryggði gestunum hádramatískan 3-2 útisigur. Stigin þrjú sem Víkingar taka með sér heim þýða að þeir hafa nú sjö stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. „Þetta var bara geggjað. Geggjaður endir á þessum leik. Ég sagði þetta fyrir leik, leikirnir okkar oftast mikil skemmtun og þetta var mjög dramatískur sigur hjá okkur. Maður er enn að koma sér niður eftir þetta,“ sagði Sölvi Geir við Gulla Jóns eftir leik og hélt áfram. „Geggjaður andi í strákunum. Við vorum einhvern veginn, þetta er Víkingsliðið – við gefumst ekkert upp. Við fengum á okkur skell hérna rétt fyrir lokin, héldum áfram og náðum inn markinu. Sást bara pressuna hjá Valda í lokin, hann ætlaði að hrifsa boltann af honum.“ „Stúkan, djöfull eru þetta geðveikir áhorfendur - voru komnir langt fyrir leikinn. Allt Víkingssamfélagið búið að stíga upp eftir að við áttum þetta tap á móti Bröndby, erum taplausir síðan þá. Eins og ég segi, allir búnir að stíga upp og geggjað að sjá þessa áhorfendur hérna.“ Sölvi Geir var spurður hversu margir fingur væru komnir á titilinn. „Það er enginn titill kominn þannig það er enginn fingur kominn á hann. Vissulega er þetta góð staða en þetta er alls ekki búið. Þrír leikir eftir, níu stig í pottinum og við með sjö stiga forskot. Þannig þetta er langt frá því að vera búið. Job is not done og við verðum að halda áfram.“ „Glaðir með þennan sigur sem setur okkur í góða stöðu en síðan fókus, niður á jörðina og það er leikur á móti FH í Víkinni.“ Hafði Sölvi Geir trú á því að Víkingar næðu inn sigurmarkinu eftir að Stjarnan jafnaði seint í leiknum? „Það er alltaf trú, það er alltaf trú. Erum búnir að sjá það í gegnum tímana með Víking, Höfum fengið svona mörk, Ingvar (Jónsson) varði vítið gegn KR. Höfum líka lent í því að fá á okkur tvö mörk á lokamínútunum. Svo lengi sem leikurinn er enn í gangi er alltaf trú og það verður alltaf að vera trú. Strákarnir sýndu það að þeir trúðu allan leikinn,“ sagði Sölvi Geir að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Það virtist sem Örvar Eggertsson væri að tryggja Stjörnunni jafntefli með marki undir lok venjulegs leiktíma en Valdimar Þór nýtti sér mistök í vörn heimamanna og tryggði gestunum hádramatískan 3-2 útisigur. Stigin þrjú sem Víkingar taka með sér heim þýða að þeir hafa nú sjö stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. „Þetta var bara geggjað. Geggjaður endir á þessum leik. Ég sagði þetta fyrir leik, leikirnir okkar oftast mikil skemmtun og þetta var mjög dramatískur sigur hjá okkur. Maður er enn að koma sér niður eftir þetta,“ sagði Sölvi Geir við Gulla Jóns eftir leik og hélt áfram. „Geggjaður andi í strákunum. Við vorum einhvern veginn, þetta er Víkingsliðið – við gefumst ekkert upp. Við fengum á okkur skell hérna rétt fyrir lokin, héldum áfram og náðum inn markinu. Sást bara pressuna hjá Valda í lokin, hann ætlaði að hrifsa boltann af honum.“ „Stúkan, djöfull eru þetta geðveikir áhorfendur - voru komnir langt fyrir leikinn. Allt Víkingssamfélagið búið að stíga upp eftir að við áttum þetta tap á móti Bröndby, erum taplausir síðan þá. Eins og ég segi, allir búnir að stíga upp og geggjað að sjá þessa áhorfendur hérna.“ Sölvi Geir var spurður hversu margir fingur væru komnir á titilinn. „Það er enginn titill kominn þannig það er enginn fingur kominn á hann. Vissulega er þetta góð staða en þetta er alls ekki búið. Þrír leikir eftir, níu stig í pottinum og við með sjö stiga forskot. Þannig þetta er langt frá því að vera búið. Job is not done og við verðum að halda áfram.“ „Glaðir með þennan sigur sem setur okkur í góða stöðu en síðan fókus, niður á jörðina og það er leikur á móti FH í Víkinni.“ Hafði Sölvi Geir trú á því að Víkingar næðu inn sigurmarkinu eftir að Stjarnan jafnaði seint í leiknum? „Það er alltaf trú, það er alltaf trú. Erum búnir að sjá það í gegnum tímana með Víking, Höfum fengið svona mörk, Ingvar (Jónsson) varði vítið gegn KR. Höfum líka lent í því að fá á okkur tvö mörk á lokamínútunum. Svo lengi sem leikurinn er enn í gangi er alltaf trú og það verður alltaf að vera trú. Strákarnir sýndu það að þeir trúðu allan leikinn,“ sagði Sölvi Geir að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn