Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar 30. september 2025 07:00 Bleika slaufan er fyrir löngu búin að festa sig í sessi hjá þjóðinni sem einn af föstu liðum haustsins. Í október nælir stór hluti þjóðarinnar Bleika slaufu í barminn, sem sýnilegan stuðning við öll þau sem lifa með krabbameini og aðstandendur þeirra. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og samfélagsins alls um krabbamein hjá konum og ein af undirstöðunum í rekstri félagsins sem alfarið er rekið fyrir söfnunarfé. Bleika slaufan gerir okkur hjá Krabbameinsfélaginu kleift að sinna hlutverki okkar sem öflugur bakhjarl í baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Á hverju ári fá um 1000 konur á Íslandi að vita að þær eru með krabbamein og á hverju ári missum við um 340 konur úr krabbameinum. Þökk sé framþróun í meðhöndlun og greiningu krabbameina hafa lífshorfur þeirra sem greinast þó aldrei verið betri en í dag. Í lok ársins 2024 voru 10.420 konur á lífi sem höfðu fengið krabbamein og samkvæmt spá um þróun krabbameina á Íslandi til ársins 2045 er búist við 96% aukningu í hópi lifenda. Margar þessara kvenna eru læknaðar en einhver hluti þeirra lifir með sínu krabbameini. Það þýðir að meinið er til staðar, er ólæknandi, en því er haldið í skefjum með lyfjagjöf og öðrum meðferðum. Þótt það sé alltaf áfall að heyra að ekki sé hægt að lækna krabbameinið og það virðist í fyrstu óviðráðanlegt er raunin að ýmislegt er hægt að gera til að halda einkennum niðri. Margar njóta góðra lífsgæða í mörg ár, jafnvel áratugi eftir greiningu, þó að það sé því miður ekki alltaf raunin. Í Bleiku slaufunni í ár gefur við þeim orðið sem reynsluna hafa. Hlustum á þær sem þekkja best þá list að lifa með ólæknandi krabbameini. Saga Thelmu Bjarkar, hönnuðar slaufunnar í ár er ein saga af fjölmörgum, holl áminning um að lífið er alls konar og við veljum hvernig við tökumst á við það. Allt starf okkar hjá Krabbameinsfélaginu miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með sínu fólki, með og eftir krabbamein. Fólk sem lifir með krabbameini þarf oft á þjónustu að halda ævina á enda og við stöndum þétt við bakið á þeim. Þátttaka í Bleiku slaufunni hefur um árabil sýnt og sannað að þjóðin er með okkur í liði. Við vinnum markvisst að fræðslu og forvörnum, stundum krabbameinsrannsóknir og styðjum vísindastarf, ásamt því að veita ráðgjöf og stuðning þeim sem fá krabbamein og aðstandendum þeirra. Þegar þú kaupir Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í þessu góða starfi. Með Bleiku slaufu Thelmu Bjarkar heiðrum við allar þær konur sem fengið hafa krabbamein. Það er list að lifa með krabbameini. Höfundur er formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Bleika slaufan er fyrir löngu búin að festa sig í sessi hjá þjóðinni sem einn af föstu liðum haustsins. Í október nælir stór hluti þjóðarinnar Bleika slaufu í barminn, sem sýnilegan stuðning við öll þau sem lifa með krabbameini og aðstandendur þeirra. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og samfélagsins alls um krabbamein hjá konum og ein af undirstöðunum í rekstri félagsins sem alfarið er rekið fyrir söfnunarfé. Bleika slaufan gerir okkur hjá Krabbameinsfélaginu kleift að sinna hlutverki okkar sem öflugur bakhjarl í baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Á hverju ári fá um 1000 konur á Íslandi að vita að þær eru með krabbamein og á hverju ári missum við um 340 konur úr krabbameinum. Þökk sé framþróun í meðhöndlun og greiningu krabbameina hafa lífshorfur þeirra sem greinast þó aldrei verið betri en í dag. Í lok ársins 2024 voru 10.420 konur á lífi sem höfðu fengið krabbamein og samkvæmt spá um þróun krabbameina á Íslandi til ársins 2045 er búist við 96% aukningu í hópi lifenda. Margar þessara kvenna eru læknaðar en einhver hluti þeirra lifir með sínu krabbameini. Það þýðir að meinið er til staðar, er ólæknandi, en því er haldið í skefjum með lyfjagjöf og öðrum meðferðum. Þótt það sé alltaf áfall að heyra að ekki sé hægt að lækna krabbameinið og það virðist í fyrstu óviðráðanlegt er raunin að ýmislegt er hægt að gera til að halda einkennum niðri. Margar njóta góðra lífsgæða í mörg ár, jafnvel áratugi eftir greiningu, þó að það sé því miður ekki alltaf raunin. Í Bleiku slaufunni í ár gefur við þeim orðið sem reynsluna hafa. Hlustum á þær sem þekkja best þá list að lifa með ólæknandi krabbameini. Saga Thelmu Bjarkar, hönnuðar slaufunnar í ár er ein saga af fjölmörgum, holl áminning um að lífið er alls konar og við veljum hvernig við tökumst á við það. Allt starf okkar hjá Krabbameinsfélaginu miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með sínu fólki, með og eftir krabbamein. Fólk sem lifir með krabbameini þarf oft á þjónustu að halda ævina á enda og við stöndum þétt við bakið á þeim. Þátttaka í Bleiku slaufunni hefur um árabil sýnt og sannað að þjóðin er með okkur í liði. Við vinnum markvisst að fræðslu og forvörnum, stundum krabbameinsrannsóknir og styðjum vísindastarf, ásamt því að veita ráðgjöf og stuðning þeim sem fá krabbamein og aðstandendum þeirra. Þegar þú kaupir Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í þessu góða starfi. Með Bleiku slaufu Thelmu Bjarkar heiðrum við allar þær konur sem fengið hafa krabbamein. Það er list að lifa með krabbameini. Höfundur er formaður Krabbameinsfélagsins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun