Chunk er loksins „feitasti“ björninn Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2025 11:04 Chunk bar sigur úr býtum í hinni vinsælu feitubjarnaviku í Alaska. AP/C Loberg Chunk, um 550 kílóa brúnbjörn með brotinn kjálka, hefur loks unnið hina gífurlega vinsælu feitubjarnaviku Alaska eftir að hafa verið í öðru sæti þrjú ár í röð. Keppnin er haldin árlega af Katmai þjóðgarðinum í Alaska og stendur hún yfir í heila viku og hefur hún lengi notið mikilla vinsælda. Þetta árið voru greidd rúmlega 1,5 milljón atkvæða í keppninni. Þátttakendur horfa á brúnbirni gegnum gúffa í sig laxi á vefmyndavélum sem starfsmenn þjóðgarðsins hafa komið fyrir og síðan fara tólf birnir í útsláttarkeppni þar sem áhorfendur velja sína uppáhalds birni, eftir því hve miklu þeir virðast hafa bætt á sig og sögu þeirra. Þyngd bjarnanna er áætluð þar sem það þykir bæði erfitt og hættulegt að reyna að vigta þá. Á þessum tíma eru birnirnir að safna fitu til að undirbúa sig fyrir veturdvala. Starfsmenn þjóðgarðsins segjast ekki muna eftir öðru eins magni af laxi þar og höfðu birnirnir nóg að éta í vikunni. Það leiddi til minni átaka um bestu veiðistaðina en á undanförnum árum en þegar minna er af fiski geta birnirnir barist af mikilli hörku. AP fréttaveitan segir að þetta árið hafi menn einnig komist upp með að veiða með björnunum, sem höfðu fullt í fangi með að éta laxinn. Chunk hefur lent í öðru sæti undanfarin ár. Í fyrra fangaðist á mynd atvik þar sem bjarnarhúnn, sonur birnunnar Grazer, féll fram af fossi og flaut inn á veiðisvæði Chunks. Hann réðst á húninn og drap hann, þó Grazer hafi reynt að koma honum til bjargar. Það féll ekki í kramið hjá áhorfendum, sem veittu Grazer sigurinn það árið. Hér má sjá hvernig keppnin fór þetta árið. Bandaríkin Dýr Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Keppnin er haldin árlega af Katmai þjóðgarðinum í Alaska og stendur hún yfir í heila viku og hefur hún lengi notið mikilla vinsælda. Þetta árið voru greidd rúmlega 1,5 milljón atkvæða í keppninni. Þátttakendur horfa á brúnbirni gegnum gúffa í sig laxi á vefmyndavélum sem starfsmenn þjóðgarðsins hafa komið fyrir og síðan fara tólf birnir í útsláttarkeppni þar sem áhorfendur velja sína uppáhalds birni, eftir því hve miklu þeir virðast hafa bætt á sig og sögu þeirra. Þyngd bjarnanna er áætluð þar sem það þykir bæði erfitt og hættulegt að reyna að vigta þá. Á þessum tíma eru birnirnir að safna fitu til að undirbúa sig fyrir veturdvala. Starfsmenn þjóðgarðsins segjast ekki muna eftir öðru eins magni af laxi þar og höfðu birnirnir nóg að éta í vikunni. Það leiddi til minni átaka um bestu veiðistaðina en á undanförnum árum en þegar minna er af fiski geta birnirnir barist af mikilli hörku. AP fréttaveitan segir að þetta árið hafi menn einnig komist upp með að veiða með björnunum, sem höfðu fullt í fangi með að éta laxinn. Chunk hefur lent í öðru sæti undanfarin ár. Í fyrra fangaðist á mynd atvik þar sem bjarnarhúnn, sonur birnunnar Grazer, féll fram af fossi og flaut inn á veiðisvæði Chunks. Hann réðst á húninn og drap hann, þó Grazer hafi reynt að koma honum til bjargar. Það féll ekki í kramið hjá áhorfendum, sem veittu Grazer sigurinn það árið. Hér má sjá hvernig keppnin fór þetta árið.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira