Viðskipti innlent

Kaup­fé­lagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood

Árni Sæberg skrifar
Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.
Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. aðsend

Kaupfélag Skagfirðinga keypti í dag rúmlega 90 milljónir hluta í Iceland Seafood International í dag fyrir tæplega hálfan milljarð króna. Gengi bréfa í félaginu hækkaði í kjölfar viðskiptana og endaði daginn fjórum prósentum hærra en við opnun markaða í morgun.

Í tilkynningu Icelandic seafood til kauphallar segir að FISK-Seafood ehf. hafi þann 1. október 2025 keypt samtals 91.934.399 hluti í ISI hf. á genginu 5,00 krónur á hlut. Það gerir viðskipti upp á alls 459,7 milljónir króna. 

Eftir viðskiptin nemi eignarhlutur FISK-Seafood ehf. alls 454.841.302 hlutum, sem samsvari 14,842 prósent af heildarhlutafé og atkvæðisrétti félagsins.

FISK-Seafood ehf. er alfarið í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×