Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. október 2025 20:49 Færu þeir báðir fram væri um tímamót að ræða innan flokksins. Vísir/Samsett Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð. Mögulegir frambjóðendur hafa enn nokkra daga til að hugsa sinn gang en þó færðist nokkur hiti í leikinn líkt og svo oft í aðdraganda landsfundar. Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skoraði um helgina á Snorra Másson að gefa kost á sér. Þá bárust þær fréttir í gær að Bergþór Ólason hyggist segja sig frá þingflokksformennskunni. Tekur næstu daga í þetta Bergþór segir sjálfur að afsögn sín sem þingflokksformanni hangi ekki saman við mögulegt framboð til varaformanns en segir fólk hafa komið að máli við sig og mátað hann við embættið. „Ég er bara svona að velta þessu fyrir mér núna. Það hangir ekki saman við það að segja sig frá þingflokksformennskunni en ég tek næstu daga í að hugsa þetta,“ sagði hann þegar fréttastofa bar mögulegt framboð undir hann. Sjá einnig: Hættir sem þingflokksformaður Líkt og fram hefur komið ályktaði stjórn flokksins í Hafnarfirði um að skora á Snorra Másson að gefa kost á sér til embættisins. „Þingflokkurinn er fullur af fólki sem yrði fyrirmyndarvaraformaður. Embættið verður vel mannað hver sem sest í það,“ sagði Bergþór þegar það var borið undir hann. Hvatningin eindregin og úr ýmsum áttum Snorri Másson segir hvatninguna sem hann hefur fengið slíka að hann geti ekki annað en hugsað málið alvarlega. „Það er það sem ég er að gera núna, bæði í samtölum við fólkið mitt og svo flokksmenn vítt og breitt um landið,“ segir hann í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir landsþingið fram undan mikilvægan tímapunkt fyrir Miðflokksmenn. Senda þurfi skýr skilaboð og halda áfram að sækja fast fram. „Ég skynja ógnarsterka undiröldu með okkur í samfélaginu og flokkurinn ætlar að vera meira en tilbúinn að beisla þennan kraft í þágu íslensks almennings á komandi tímum,“ segir Snorri. Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Mögulegir frambjóðendur hafa enn nokkra daga til að hugsa sinn gang en þó færðist nokkur hiti í leikinn líkt og svo oft í aðdraganda landsfundar. Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skoraði um helgina á Snorra Másson að gefa kost á sér. Þá bárust þær fréttir í gær að Bergþór Ólason hyggist segja sig frá þingflokksformennskunni. Tekur næstu daga í þetta Bergþór segir sjálfur að afsögn sín sem þingflokksformanni hangi ekki saman við mögulegt framboð til varaformanns en segir fólk hafa komið að máli við sig og mátað hann við embættið. „Ég er bara svona að velta þessu fyrir mér núna. Það hangir ekki saman við það að segja sig frá þingflokksformennskunni en ég tek næstu daga í að hugsa þetta,“ sagði hann þegar fréttastofa bar mögulegt framboð undir hann. Sjá einnig: Hættir sem þingflokksformaður Líkt og fram hefur komið ályktaði stjórn flokksins í Hafnarfirði um að skora á Snorra Másson að gefa kost á sér til embættisins. „Þingflokkurinn er fullur af fólki sem yrði fyrirmyndarvaraformaður. Embættið verður vel mannað hver sem sest í það,“ sagði Bergþór þegar það var borið undir hann. Hvatningin eindregin og úr ýmsum áttum Snorri Másson segir hvatninguna sem hann hefur fengið slíka að hann geti ekki annað en hugsað málið alvarlega. „Það er það sem ég er að gera núna, bæði í samtölum við fólkið mitt og svo flokksmenn vítt og breitt um landið,“ segir hann í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir landsþingið fram undan mikilvægan tímapunkt fyrir Miðflokksmenn. Senda þurfi skýr skilaboð og halda áfram að sækja fast fram. „Ég skynja ógnarsterka undiröldu með okkur í samfélaginu og flokkurinn ætlar að vera meira en tilbúinn að beisla þennan kraft í þágu íslensks almennings á komandi tímum,“ segir Snorri.
Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira