Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. október 2025 12:13 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf. Á fimmtudag kynnti Reykjavíkurborg miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Formaður BSRB og forseti ASÍ gagnrýna hugmyndirnar og segja þær vonbrigði og uppgjöf. Þær velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það þurfi vissulega að breyta leikskólakerfinu en þetta sé ekki leiðin. Ræðir við félagsmenn Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tekur ekki undir með kollegum sínum. Hún segir mikilvægt að kanna hug félagsmanna fyrst, en stór hluti leikskólastarfsmanna í Reykjavík er í Eflingu. „Eins og ég skil stöðuna núna, þá hefur ekki verið farið í það með markvissum hætti að fá upplýsingar um afstöðu þessa hóps. Þannig við ætlum að ríða á vaðið og láta framkvæma þessa könnun strax eftir helgi. Við getum vonandi verið komin með skýrar niðurstöður mjög fljótt í kjölfarið,“ segir Sólveig Anna. Skrítin afstaða kollega Þannig þið hjá stjórn Eflingar takið ekki afstöðu fyrr en þið eruð búin að skoða hvernig hugurinn er hjá ykkar félagsmönnum? „Að sjálfsögðu gerum við það ekki. Það væri óskandi að ASÍ og BSRB myndu fara fram með sambærilegum hætti.“ Erfitt fyrir börn og starfsfólk Sólveig starfaði sjálf á leikskóla í um tíu ár og telur aðstæður og aðbúnað leikskólastarfsmanna hafa versnað síðustu ár. „Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki gott börnin okkar að vera í umhverfi þar sem fólk, sem á að annast þau, er undir gríðarlega miklu álagi þarf að hlaupa mjög hratt til að láta hlutina ganga upp. Þar sem starfsmannaekla er mikil svo það er alltaf nýtt fólk að koma og fara úr umhverfi barnanna,“ segir Sólveig. Leikskólar Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Á fimmtudag kynnti Reykjavíkurborg miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Formaður BSRB og forseti ASÍ gagnrýna hugmyndirnar og segja þær vonbrigði og uppgjöf. Þær velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það þurfi vissulega að breyta leikskólakerfinu en þetta sé ekki leiðin. Ræðir við félagsmenn Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tekur ekki undir með kollegum sínum. Hún segir mikilvægt að kanna hug félagsmanna fyrst, en stór hluti leikskólastarfsmanna í Reykjavík er í Eflingu. „Eins og ég skil stöðuna núna, þá hefur ekki verið farið í það með markvissum hætti að fá upplýsingar um afstöðu þessa hóps. Þannig við ætlum að ríða á vaðið og láta framkvæma þessa könnun strax eftir helgi. Við getum vonandi verið komin með skýrar niðurstöður mjög fljótt í kjölfarið,“ segir Sólveig Anna. Skrítin afstaða kollega Þannig þið hjá stjórn Eflingar takið ekki afstöðu fyrr en þið eruð búin að skoða hvernig hugurinn er hjá ykkar félagsmönnum? „Að sjálfsögðu gerum við það ekki. Það væri óskandi að ASÍ og BSRB myndu fara fram með sambærilegum hætti.“ Erfitt fyrir börn og starfsfólk Sólveig starfaði sjálf á leikskóla í um tíu ár og telur aðstæður og aðbúnað leikskólastarfsmanna hafa versnað síðustu ár. „Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki gott börnin okkar að vera í umhverfi þar sem fólk, sem á að annast þau, er undir gríðarlega miklu álagi þarf að hlaupa mjög hratt til að láta hlutina ganga upp. Þar sem starfsmannaekla er mikil svo það er alltaf nýtt fólk að koma og fara úr umhverfi barnanna,“ segir Sólveig.
Leikskólar Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira