Óttast áhrifin á vinnandi mæður Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. október 2025 16:01 Hildur Björnsdóttir og Líf Magneudóttir. Samsett Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tókust á um nýjar tillögur meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkurborgar um leikskóla. Í tillögunum er meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börnin sín fyrr á föstudögum og þá foreldra sem nýta ekki svokallaða skráningardaga. Líf segir að tillögurnar séu eins konar svar við manneklu. „Það sem við gerum, ólíkt öðrum sveitarfélögum sem hafa farið alls konar leiðir, allt í kringum okkur úti á landi, er að við setjum þetta í samráð. Við spyrjum hvort þetta sé eitthvað sem ykkur gæti hugnast,“ segir Líf. Hildur segist hafa töluverðar áhyggjur af tillögunum. Leikskólavandinn sé margþættur en lausnin sé ekki að hækka gjaldskrána. „Ég nefni þessi tvö atriði til að manna betur leikskólana. Það er endurskipulagning leikskóladagsins og svo er það auðvitað heilnæmt húsnæði. Við höfum séð það á síðustu árum að það hefur verið mikill viðhaldsvandi í skólahúsnæði borgarinnar. Hann hefur leitt það af sér að börn eru auðvitað dæmi þess, við höfum séð það mikið í Vesturbænum, að leikskólarnir eru að mygla og börnin eru á hrakhólum og flakka á milli húsa. Þetta hefur auðvitað áhrif á starfsfólk sömuleiðis,“ segir Hildur. Úr lægstu í þau hæstu Í stað þess að útfæra hvernig ætti að innleiða tillögurnar fór að mati Hildar meiri vinna í að hnika til gjaldskránna. „Með þessari gjaldskrá sem nú er kynnt þá fara leikskólagjöld úr því að vera þau lægstu á höfuðborgarsvæðinu, sem mér finnst ekkert endilega vera neitt markmið, yfir í að vera hæstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá sem þurfa að nýta fulla vistun og fá enga afslætti,“ segir Hildur. Líf bendir á að einungis sé um eitt dæmi að ræða og að leikskólagjöldin séu einungis þúsund krónum hærri en þau í Kópavogi. „Ég óttast að þessar breytingar muni koma verst niður á vinnandi mæðrum, fólki í vaktavinnu með lítinn sveigjanleika í sínu starfi og fólki með lítið bakland,“ segir Hildur. Líf segir ekki markmiðið með breytingunum að búa til ójöfnuð. „Ef að þessi gjaldskrá er að koma hart niður á þessum hópum sem Hildur nefnir þá tökum við það til skoðunar eftir samráðið. Okkur er mjög mikið um að passa upp á þessa hópa og búa til öryggisnet,“ segir Líf. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tókust á um nýjar tillögur meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkurborgar um leikskóla. Í tillögunum er meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börnin sín fyrr á föstudögum og þá foreldra sem nýta ekki svokallaða skráningardaga. Líf segir að tillögurnar séu eins konar svar við manneklu. „Það sem við gerum, ólíkt öðrum sveitarfélögum sem hafa farið alls konar leiðir, allt í kringum okkur úti á landi, er að við setjum þetta í samráð. Við spyrjum hvort þetta sé eitthvað sem ykkur gæti hugnast,“ segir Líf. Hildur segist hafa töluverðar áhyggjur af tillögunum. Leikskólavandinn sé margþættur en lausnin sé ekki að hækka gjaldskrána. „Ég nefni þessi tvö atriði til að manna betur leikskólana. Það er endurskipulagning leikskóladagsins og svo er það auðvitað heilnæmt húsnæði. Við höfum séð það á síðustu árum að það hefur verið mikill viðhaldsvandi í skólahúsnæði borgarinnar. Hann hefur leitt það af sér að börn eru auðvitað dæmi þess, við höfum séð það mikið í Vesturbænum, að leikskólarnir eru að mygla og börnin eru á hrakhólum og flakka á milli húsa. Þetta hefur auðvitað áhrif á starfsfólk sömuleiðis,“ segir Hildur. Úr lægstu í þau hæstu Í stað þess að útfæra hvernig ætti að innleiða tillögurnar fór að mati Hildar meiri vinna í að hnika til gjaldskránna. „Með þessari gjaldskrá sem nú er kynnt þá fara leikskólagjöld úr því að vera þau lægstu á höfuðborgarsvæðinu, sem mér finnst ekkert endilega vera neitt markmið, yfir í að vera hæstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá sem þurfa að nýta fulla vistun og fá enga afslætti,“ segir Hildur. Líf bendir á að einungis sé um eitt dæmi að ræða og að leikskólagjöldin séu einungis þúsund krónum hærri en þau í Kópavogi. „Ég óttast að þessar breytingar muni koma verst niður á vinnandi mæðrum, fólki í vaktavinnu með lítinn sveigjanleika í sínu starfi og fólki með lítið bakland,“ segir Hildur. Líf segir ekki markmiðið með breytingunum að búa til ójöfnuð. „Ef að þessi gjaldskrá er að koma hart niður á þessum hópum sem Hildur nefnir þá tökum við það til skoðunar eftir samráðið. Okkur er mjög mikið um að passa upp á þessa hópa og búa til öryggisnet,“ segir Líf. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira