Innlent

Sex slasaðir eftir á­rekstur á Jökul­dals­heiði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sex voru fluttir á Egilsstaði í sjúkrabíl.
Sex voru fluttir á Egilsstaði í sjúkrabíl. Vísir/Vilhelm

Bíl var ekið aftan á annan bilaðan sem stóð í vegkanti á Jökuldalsheiði í gær. Lögreglu var tilkynnt um óhappið skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi og segir hún í tilkynningu að þungbúið hafi verið á vettvangi og skuggsýnt.

Sex voru í bílunum tveimur, fjórir í öðrum og tveir í hinum. Lögregla segir að allir farþegar hafi verið fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar á Egilsstaði og að ekki sé vitað með alvarleika meiðsla þeirra á þessu stigi.


Veistu meira um málið? Áttu mynd? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur nafnlaust fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×