Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar 6. október 2025 13:32 Greinarnar sem halda samfélaginu gangandi Af þeim tæplega 224 þúsund sem voru starfandi árið 2024 störfuðu um 49 þúsund manns á vettvangi fyrirtækja á sviði verslunar og þjónustu. Það þýðir að tæplega fjórði hver starfsmaður á Íslandi vann fyrir fyrirtæki sem snerti alla – heimili, stofnanir og fyrirtæki. Þessi staðreynd undirstrikar það sem margir gleyma:Án fólksins í verslun og þjónustu er íslenskt samfélag ekki vel smurð vél. Fyrsti vinnustaðurinn – skóli lífsins Fyrir marga hefst starfsferillinn í verslun og þjónustu.Hlutfall ungs fólks í þessum greinum er hærra en víðast annars staðar – og þar læra þau mikilvægustu lexíurnar á ferlinum: Að bera ábyrgð, vinna með fólki og afla tekna. Margir leiðtogar nútímans hófu feril sinn á gólfinu í smásölu, leikskólum eða þjónustu. Þeir vita að mannleg samskipti eru grundvöllur árangurs. Alþjóðlegt afl styrkir íslenskt atvinnulíf Um 24% starfsmanna í verslun og þjónustu eru af erlendu bergi brotnir – sama hlutfall og á vinnumarkaðnum í heild.Þeir gegna lykilhlutverki í því að halda uppi verslun, þjónustu og umfram allt lífsgæðum um land allt. Án erlendra starfsmanna mundi hjarta margra fyrirtækja einfaldlega slá hægar.Þetta er afl sem styrkir, mætir þörfum og tekur þátt í samfélaginu og það gagnast öllum. Frá bílstjórum til hönnuða – Störf framtíðarinnar Það er algengur misskilningur að störf í verslun og þjónustu séu aðeins „byrjunarstörf“.Raunin er sú að á sviði verslunar og þjónustu fyrirfinnst eitt fjölbreyttasta starfsumhverfi landsins – allt frá fólki sem starfar við ræstingar, sölufólki, og öryggisvörðum til bifvélavirkja, markaðsfólks, hönnuða, verkfræðinga og lækna. Þetta eru störf sem byggja á þekkingu, ábyrgð og mannlegum tengslum – og þau verða sífellt mikilvægari eftir því sem sjálfvirknin eykst. Gervigreindin verður nýtt til að létta fólki störfin og auka framleiðni.Framtíðin verður mannleg. Frá byrjanda til leiðtoga – leið til árangurs Í störfum mínum hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, hef ég hitt ótal einstaklinga sem hófu feril sinn ung og ómenntuð en hafa í dag haslað sér völl sem stjórnendur, eigendur og leiðtogar. Ástæðan?Í þessum greinum snýst mest allt um fólk.Hvort sem starfsmenn hafa háskólagráðu eða ekki, þá er góð tilfinning fyrir fólki og hegðan þess gulli betri. Mannauður verslunar og þjónustu er einn af sprotum Íslands – verðmæti sem erlendir fjárfestar sjá og kunna að meta. Nýtt landslag – ný tækifæri Það sem ungt fólk taldi áður tímabundinn starfsvettvang er í dag hluti af framtíð Íslands.Frystihúsin voru oft fyrsta stopp ungs fólks en nú er það verslun og þjónusta sem opna dyr fólks að atvinnulífinu. Tækifærin eru víða – í nýsköpun, sjálfbærni, menntun, stafrænum lausnum og þjónustu sem byggir á trausti og tengslum.Þetta eru greinar sem tengja fólk, hugmyndaauðgi og framtíðarsýn. Framtíðin mótast í samtali Þriðjudaginn 7. október næstkomandi hittast stjórnendur fyrirtækja í verslun og þjónustu á Haustréttum SVÞ 2025, leiðtogafundi verslunar og þjónustu. Þar verður rætt um þróun, áskoranir og tækifæri — og hvernig við getum mótað framtíð sem byggir á fólki og trausti. Því framtíð verslunar og þjónustu er ekki skrifuð — hún er mótuð í samtali þeirra sem láta hlutina gerast. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Verslun Vinnumarkaður Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Greinarnar sem halda samfélaginu gangandi Af þeim tæplega 224 þúsund sem voru starfandi árið 2024 störfuðu um 49 þúsund manns á vettvangi fyrirtækja á sviði verslunar og þjónustu. Það þýðir að tæplega fjórði hver starfsmaður á Íslandi vann fyrir fyrirtæki sem snerti alla – heimili, stofnanir og fyrirtæki. Þessi staðreynd undirstrikar það sem margir gleyma:Án fólksins í verslun og þjónustu er íslenskt samfélag ekki vel smurð vél. Fyrsti vinnustaðurinn – skóli lífsins Fyrir marga hefst starfsferillinn í verslun og þjónustu.Hlutfall ungs fólks í þessum greinum er hærra en víðast annars staðar – og þar læra þau mikilvægustu lexíurnar á ferlinum: Að bera ábyrgð, vinna með fólki og afla tekna. Margir leiðtogar nútímans hófu feril sinn á gólfinu í smásölu, leikskólum eða þjónustu. Þeir vita að mannleg samskipti eru grundvöllur árangurs. Alþjóðlegt afl styrkir íslenskt atvinnulíf Um 24% starfsmanna í verslun og þjónustu eru af erlendu bergi brotnir – sama hlutfall og á vinnumarkaðnum í heild.Þeir gegna lykilhlutverki í því að halda uppi verslun, þjónustu og umfram allt lífsgæðum um land allt. Án erlendra starfsmanna mundi hjarta margra fyrirtækja einfaldlega slá hægar.Þetta er afl sem styrkir, mætir þörfum og tekur þátt í samfélaginu og það gagnast öllum. Frá bílstjórum til hönnuða – Störf framtíðarinnar Það er algengur misskilningur að störf í verslun og þjónustu séu aðeins „byrjunarstörf“.Raunin er sú að á sviði verslunar og þjónustu fyrirfinnst eitt fjölbreyttasta starfsumhverfi landsins – allt frá fólki sem starfar við ræstingar, sölufólki, og öryggisvörðum til bifvélavirkja, markaðsfólks, hönnuða, verkfræðinga og lækna. Þetta eru störf sem byggja á þekkingu, ábyrgð og mannlegum tengslum – og þau verða sífellt mikilvægari eftir því sem sjálfvirknin eykst. Gervigreindin verður nýtt til að létta fólki störfin og auka framleiðni.Framtíðin verður mannleg. Frá byrjanda til leiðtoga – leið til árangurs Í störfum mínum hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, hef ég hitt ótal einstaklinga sem hófu feril sinn ung og ómenntuð en hafa í dag haslað sér völl sem stjórnendur, eigendur og leiðtogar. Ástæðan?Í þessum greinum snýst mest allt um fólk.Hvort sem starfsmenn hafa háskólagráðu eða ekki, þá er góð tilfinning fyrir fólki og hegðan þess gulli betri. Mannauður verslunar og þjónustu er einn af sprotum Íslands – verðmæti sem erlendir fjárfestar sjá og kunna að meta. Nýtt landslag – ný tækifæri Það sem ungt fólk taldi áður tímabundinn starfsvettvang er í dag hluti af framtíð Íslands.Frystihúsin voru oft fyrsta stopp ungs fólks en nú er það verslun og þjónusta sem opna dyr fólks að atvinnulífinu. Tækifærin eru víða – í nýsköpun, sjálfbærni, menntun, stafrænum lausnum og þjónustu sem byggir á trausti og tengslum.Þetta eru greinar sem tengja fólk, hugmyndaauðgi og framtíðarsýn. Framtíðin mótast í samtali Þriðjudaginn 7. október næstkomandi hittast stjórnendur fyrirtækja í verslun og þjónustu á Haustréttum SVÞ 2025, leiðtogafundi verslunar og þjónustu. Þar verður rætt um þróun, áskoranir og tækifæri — og hvernig við getum mótað framtíð sem byggir á fólki og trausti. Því framtíð verslunar og þjónustu er ekki skrifuð — hún er mótuð í samtali þeirra sem láta hlutina gerast. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun