Innlent

Maður dvaldi í Al­þingis­húsinu yfir nótt

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Maðurinn á að hafa skrifað á nokkur blöð þar sem hann kallaði sig sjálfan forseta.
Maðurinn á að hafa skrifað á nokkur blöð þar sem hann kallaði sig sjálfan forseta.

Karlmaður braust inn í Alþingishúsið á laugardagskvöld og dvaldi þar yfir nóttina en var síðan handtekinn á sunnudagsmorgun. 

RÚV greinir frá að maðurinn hafi komist inn í Alþingishúsið á laugardagskvöld í gegnum ólæstar dyr. Haft er eftir heimildum að öryggisvörður hafði afskipti af manninum en hann hafi náð að sannfæra vörðinn um að hann ætti þar erindi. 

Í öryggismyndavélum Alþingishússins má sjá manninn ganga um sali þess en hann framdi engin skemmdarverk. Hins vegar skrifaði maðurinn á nokkur blöð að hann sjálfur væri forseti og skildi þau eftir. Á sunnudagsmorgun lét öryggisvörðurinn vita við vaktaskipti að það væri maður í húsinu. Þingvörðurinn sem tók við vaktinni endaði á að hringja í lögregluna.

Í skriflegu svari Sverris Jónssonar, skrifstofustjóri Alþingis, við fréttastofu RÚV segir að öryggisbresturinn sé litinn alvarlegum augum. Atvikið er til skoðunar innahús en að öðru leiti vill Sverrir ekki tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×