Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. október 2025 21:25 Anna Kristín Newton ræddi barnagirnd í Reykjavík síðdegis. Bylgjan „Það eru ekki til neinar tölur hér en bestu tölur sem hafa verið settar fram annars staðar gera ráð fyrir að um eitt prósent, einkum karlmanna því það er kannski það sem rannsóknir beina sér að, að sirka eitt prósent þeirra hafi þessar langanir,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur og sérfræðingur í barnagirnd. Hún tekur fram að jafnvel þótt að eitt prósent hafi slíkar langanir þýði það ekki að allir brjóti af sér. Anna Kristín starfar fyrir úrræðið Taktu skrefið sem er fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þar er hægt að fá ráðgjöf og meðferð við meðal annars kynferðislegum löngunum til barna eða unglinga. Hún segir að slíkar langanir geti bæði verið meðfæddar eða áunnar. Séu þær meðfæddar má oft sjá frá ungum aldri að kynferðislegur áhugi miðar að unglingum og börnum. „Það er ekki vitað af hverju og það er engin skýring á því. Það geta verið aðrir þættir sem spila inn í, reynsla einstaklings í gegnum lífshlaupið getur líka haft mótandi áhrif,“ segir Anna Kristín sem ræddi málin í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. „Til að mynda þeir sem verða sjálfir fyrir ofbeldi í æsku, hvort sem það sé kynferðislegt ofbeldi eða ekki, geta á einhverjum tímapunkti sýnt af sér skaðlega hegðun og í einhverjum tilfellum kann það að beinast að börnum.“ Hún segir að margir nýti sér úrræðið Taktu skrefið án þess að starfsmennirnir hafi nokkra vitneskju um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Í staðinn leiti fólk sér aðstoðar til að halda sér og öðrum öruggum. „Það er ekki vilji þeirra til að brjóta á einhverjum heldur koma í veg fyrir að það gerist.“ Tekst oft eitt á við tilfinningarnar Aðspurð segir Anna Kristín að ekki sé hægt að skima fyrir slíkum löngunum til að koma í veg fyrir að þau starfi börnum, til að mynda á leikskólum. „Þetta er eitthvað sem að býr innra með fólki en við sjáum það ekki utan á fólki. Það verður seint hægt að gera það,“ segir hún. Erlendar rannsóknir sýna að fólk með slíkar langanir sem leitar sér hjálpar er ólíklegra til að bæði brjóta af sér en líka til dæmis að skoða slíkt efni á netinu. Hún hvetur fólk sem upplifir slíkt að leita sér aðstoðar hjá Taktu skrefið, sálfræðingi eða annars konar ráðgjafa. „Að takast á við þessar tilfinningar er eitthvað sem að fólk situr almennt eitt með, eins og gefur að skilja er mjög erfitt að ræða að maður hafi einhverjar kynferðislegar langanir sem beinast að ungmennum eða börnum.“ Anna Kristín tekur jafnframt fram að sálfræðingar eru með tilkynningarskyldu. „Það er gert skýrt fyrir okkar skjólstæðingum að við getum ekki haldið trúnaði ef það er verið að brjóta á barni. Það er alveg mjög skýr tilkynningarskylda með það,“ segir hún. Reykjavík síðdegis Bylgjan Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Hún tekur fram að jafnvel þótt að eitt prósent hafi slíkar langanir þýði það ekki að allir brjóti af sér. Anna Kristín starfar fyrir úrræðið Taktu skrefið sem er fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þar er hægt að fá ráðgjöf og meðferð við meðal annars kynferðislegum löngunum til barna eða unglinga. Hún segir að slíkar langanir geti bæði verið meðfæddar eða áunnar. Séu þær meðfæddar má oft sjá frá ungum aldri að kynferðislegur áhugi miðar að unglingum og börnum. „Það er ekki vitað af hverju og það er engin skýring á því. Það geta verið aðrir þættir sem spila inn í, reynsla einstaklings í gegnum lífshlaupið getur líka haft mótandi áhrif,“ segir Anna Kristín sem ræddi málin í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. „Til að mynda þeir sem verða sjálfir fyrir ofbeldi í æsku, hvort sem það sé kynferðislegt ofbeldi eða ekki, geta á einhverjum tímapunkti sýnt af sér skaðlega hegðun og í einhverjum tilfellum kann það að beinast að börnum.“ Hún segir að margir nýti sér úrræðið Taktu skrefið án þess að starfsmennirnir hafi nokkra vitneskju um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Í staðinn leiti fólk sér aðstoðar til að halda sér og öðrum öruggum. „Það er ekki vilji þeirra til að brjóta á einhverjum heldur koma í veg fyrir að það gerist.“ Tekst oft eitt á við tilfinningarnar Aðspurð segir Anna Kristín að ekki sé hægt að skima fyrir slíkum löngunum til að koma í veg fyrir að þau starfi börnum, til að mynda á leikskólum. „Þetta er eitthvað sem að býr innra með fólki en við sjáum það ekki utan á fólki. Það verður seint hægt að gera það,“ segir hún. Erlendar rannsóknir sýna að fólk með slíkar langanir sem leitar sér hjálpar er ólíklegra til að bæði brjóta af sér en líka til dæmis að skoða slíkt efni á netinu. Hún hvetur fólk sem upplifir slíkt að leita sér aðstoðar hjá Taktu skrefið, sálfræðingi eða annars konar ráðgjafa. „Að takast á við þessar tilfinningar er eitthvað sem að fólk situr almennt eitt með, eins og gefur að skilja er mjög erfitt að ræða að maður hafi einhverjar kynferðislegar langanir sem beinast að ungmennum eða börnum.“ Anna Kristín tekur jafnframt fram að sálfræðingar eru með tilkynningarskyldu. „Það er gert skýrt fyrir okkar skjólstæðingum að við getum ekki haldið trúnaði ef það er verið að brjóta á barni. Það er alveg mjög skýr tilkynningarskylda með það,“ segir hún.
Reykjavík síðdegis Bylgjan Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent