„Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2025 14:02 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Vísir Nauðsynlegt er að gera upp hörmungarnar á Gaza til þess að tryggja megi varanlegan frið, segir alþjóðastjórnmálafræðingur sem vonar að viðræðurnar sem nú fara fram beri árangur. Tvö ár eru liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael. Minningarathafnir fara víða fram í dag í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá árás Hamas-samtakanna í Ísrael þar sem 1.200 voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa sem standa enn yfir en ríflega 67 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir í þeim aðgerðum. Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga nú í viðræðum í Egyptalandi þar sem unnið er eftir friðaráætlun Bandaríkjaforseta. Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórmálafræðingur, segir afarkosti í raun á borðinu og vonar að þar verði tekið fyrsta skrefið í átt að varanlegum frið. „Ef fyrsti áfanginn gengur eftir, sem er einfaldlega að leysa gíslana úr haldi og frelsa palestínska fanga, stöðva stríðið og draga herinn frá Gaza, að þá er auðvitað komin forsenda fyrir því að byggja upp þarna varanlegan frið og hafa þá einhver áhrif á því hvernig mun verða,“ segir Magnea. Myndum af þeim sem voru drepin í árás Hamas-liða á Nova-tónlistarhátíðinni hinn 7. október 2023 var í morgun komið fyrir á svæðinu þar sem hátíðin fór fram. vísir/AP Í friðaráætluninni er ekki minnst á möguleg brot gegn alþjóðalögum en Ísrael stendur nú frammi fyrir ákærum fyrir bæði Alþjóðlega sakamáladómstólnum og Alþjóðadómstólnum í Haag. Því þarf að fylgja eftir, segir Magnea. „Eins og eftir þjóðarmorðin í Bosníu og í Rúanda, þá voru settir upp sérstakir stríðsglæpadómstólar. Og í tilviki Palestínu, að þá held ég að það sé vel þörf á því að setja upp sérstakan stríðsglæpadómstól til þess að skoða þessi mál og fara ofan í kjölinn á þeim glæpum sem hafa verið framdir.“ Einnig telur hún að skoða eigi möguleika á sérstakri sáttanefnd. „Eins og var gert í Suður-Afríku til þess í raun og veru að tryggja það að hægt sé að byggja upp þarna tvö ríki eða eitt ríki, eftir því hvað verður ofan á, þar sem fólk getur búið hlið við hlið í friðsælli sambúð. En það þýðir ekki bara að moka yfir hlutina og ætlast til þess að allir verði vinir eftir að stríðinu lýkur, það þarf að gera upp hlutina,“ segir Magnea. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesi frestast um tvær vikur Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Minningarathafnir fara víða fram í dag í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá árás Hamas-samtakanna í Ísrael þar sem 1.200 voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa sem standa enn yfir en ríflega 67 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir í þeim aðgerðum. Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga nú í viðræðum í Egyptalandi þar sem unnið er eftir friðaráætlun Bandaríkjaforseta. Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórmálafræðingur, segir afarkosti í raun á borðinu og vonar að þar verði tekið fyrsta skrefið í átt að varanlegum frið. „Ef fyrsti áfanginn gengur eftir, sem er einfaldlega að leysa gíslana úr haldi og frelsa palestínska fanga, stöðva stríðið og draga herinn frá Gaza, að þá er auðvitað komin forsenda fyrir því að byggja upp þarna varanlegan frið og hafa þá einhver áhrif á því hvernig mun verða,“ segir Magnea. Myndum af þeim sem voru drepin í árás Hamas-liða á Nova-tónlistarhátíðinni hinn 7. október 2023 var í morgun komið fyrir á svæðinu þar sem hátíðin fór fram. vísir/AP Í friðaráætluninni er ekki minnst á möguleg brot gegn alþjóðalögum en Ísrael stendur nú frammi fyrir ákærum fyrir bæði Alþjóðlega sakamáladómstólnum og Alþjóðadómstólnum í Haag. Því þarf að fylgja eftir, segir Magnea. „Eins og eftir þjóðarmorðin í Bosníu og í Rúanda, þá voru settir upp sérstakir stríðsglæpadómstólar. Og í tilviki Palestínu, að þá held ég að það sé vel þörf á því að setja upp sérstakan stríðsglæpadómstól til þess að skoða þessi mál og fara ofan í kjölinn á þeim glæpum sem hafa verið framdir.“ Einnig telur hún að skoða eigi möguleika á sérstakri sáttanefnd. „Eins og var gert í Suður-Afríku til þess í raun og veru að tryggja það að hægt sé að byggja upp þarna tvö ríki eða eitt ríki, eftir því hvað verður ofan á, þar sem fólk getur búið hlið við hlið í friðsælli sambúð. En það þýðir ekki bara að moka yfir hlutina og ætlast til þess að allir verði vinir eftir að stríðinu lýkur, það þarf að gera upp hlutina,“ segir Magnea.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesi frestast um tvær vikur Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira