Innlent

Sam­þykkt að kort­leggja eignar­hald sjávar­út­vegs­fyrir­tækja

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Anton Brink

Alþingi samþykkti nú síðdegis skýrslubeiðni Dags B. Eggertssonar þingmanns Samfylkingarinnar um að kortleggja eignarhald tuttugu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og eigenda þeirra í atvinnulífi í óskyldum rekstri á Íslandi. Dagur greinir sjálfur frá þessu á samfélagsmiðlum.

Dagur segir að verkefnið hafi farið af stað að tillögu hans síðastliðið vor. Það hafi hinsvegar byggt á eldra máli sem Hanna Katrín Friðriksson lagði fram þá sem óbreyttur þingmaður. 

„Margt bendir til þess að arður af auðlindinni hafi ekki nema að takmörkuðu leyti ratað til þjóðarinnar og hafi auðsöfnun fyrir vikið gefið forskot og færi til stórra fjárfestinga sjávarútvegsfyrirtækja og eigenda þeirra í miklum fjölda fyrirtækja í óskyldu rekstri. Mikilvægt er að gegnum lýsa þessa þróun, sem staðið hefur árum saman og vonandi verður þess ekki langt að bíða að skýrslan líti dagsins ljós.“

Skýrslubeiðni Dags. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×