Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2025 19:13 Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir að breytingarnar sem snúa að mjólkurframleiðslu í drögum að nýjum búvörulögum hafi komið bændum í opna skjöldu. Vísir/lýður Mjólkurframleiðslu landsins er kollvarpað í drögum að breyttum búvörulögum að mati framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands. Fyrirhugaðar breytingar séu bændum mikið reiðarslag og réttast sé að drögin í heild sinni verði dregin til baka. Drögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það hafa komið bændum í opna skjöldu að einnig stæði til að vinda ofan af undanþáguákvæði í mjólkuriðnaði. Í drögunum segir að Samkeppniseftirlitið hafi gagnrýnt að mjólkuriðnaður væri undanskilinn samkeppnislögum og að fyrirkomulagið hefði leitt til þess að íslenskur mjólkuriðnaður hefði mörg einkenni samráðshrings og valdið samþjöppun. Margrét segir að hún hafi heyrt fyrst af þessum þætti málsins í grein á Vísi. „Þetta var sem reiðarslag. Það er þungt hljóð í bændum vegna þessa. Þarna er verið að kollvarpa yfir 20 ára gömlu kerfi sem skilar ábata bæði fyrir bændur og neytendur í formi tveggja til þriggja milljarða króna á ári.“ Atvinnuvegaráðherra segir ekki verið að kollvarpa neinu. „Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Margrét vill vita hvort ríkisstjórninni hafi vitað af áformunum fyrir birtingu þingmálaskrár. „Ég spyr vissi ríkisstjórn Kristrúnar frostadóttur af því að það ætti að kollvarpa kerfinu og fyrirkomulaginu eins og það er í dag í mjólkuriðnaðinum og í mjólkurframleiðslu hér á landi og hvernig það eigi að skila kúabændum ábata og hvað þá neytendum. Ég ætla bara að skilja þetta eftir þar.“ Margrét bendir á að á Íslandi séu 450 kúabú. Yfir 90% þeirra séu aðilar að Bændasamtökunum. „Að segja að það sé verið að vinna í þágu bænda án þess að tala við bændur það gengur ekki upp. Þar hefur ekkert innra samráð átt sér stað og nú er þetta strax komið í ytra samráð eins og fyrir almenningi.“ En þið ætlið að skila inn umsögn? „Við munum sannarlega senda inn umsögn og erum líka í samtali við ráðuneytið. Best væri ef þessi drög í heild sinni væru dregin til baka.“ Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. 7. október 2025 12:07 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Drögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það hafa komið bændum í opna skjöldu að einnig stæði til að vinda ofan af undanþáguákvæði í mjólkuriðnaði. Í drögunum segir að Samkeppniseftirlitið hafi gagnrýnt að mjólkuriðnaður væri undanskilinn samkeppnislögum og að fyrirkomulagið hefði leitt til þess að íslenskur mjólkuriðnaður hefði mörg einkenni samráðshrings og valdið samþjöppun. Margrét segir að hún hafi heyrt fyrst af þessum þætti málsins í grein á Vísi. „Þetta var sem reiðarslag. Það er þungt hljóð í bændum vegna þessa. Þarna er verið að kollvarpa yfir 20 ára gömlu kerfi sem skilar ábata bæði fyrir bændur og neytendur í formi tveggja til þriggja milljarða króna á ári.“ Atvinnuvegaráðherra segir ekki verið að kollvarpa neinu. „Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Margrét vill vita hvort ríkisstjórninni hafi vitað af áformunum fyrir birtingu þingmálaskrár. „Ég spyr vissi ríkisstjórn Kristrúnar frostadóttur af því að það ætti að kollvarpa kerfinu og fyrirkomulaginu eins og það er í dag í mjólkuriðnaðinum og í mjólkurframleiðslu hér á landi og hvernig það eigi að skila kúabændum ábata og hvað þá neytendum. Ég ætla bara að skilja þetta eftir þar.“ Margrét bendir á að á Íslandi séu 450 kúabú. Yfir 90% þeirra séu aðilar að Bændasamtökunum. „Að segja að það sé verið að vinna í þágu bænda án þess að tala við bændur það gengur ekki upp. Þar hefur ekkert innra samráð átt sér stað og nú er þetta strax komið í ytra samráð eins og fyrir almenningi.“ En þið ætlið að skila inn umsögn? „Við munum sannarlega senda inn umsögn og erum líka í samtali við ráðuneytið. Best væri ef þessi drög í heild sinni væru dregin til baka.“
Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. 7. október 2025 12:07 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. 7. október 2025 12:07