„Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2025 11:33 Guðrún Hafsteinsdóttir spurði Daða hvað ríkisstjórnin gæti gert betur og hraðar svo vinna megi bug á verðbólgu og háum vöxtum. Vísir/Anton Brink Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir fleira verða að koma til en aðhald í ríkisrekstri svo Seðlabankinn taki að lækka vexti á nýjan leik. Forgangsmál ríkisstjórnarinnar væri að draga úr víðtækri útbreiðslu vertryggingar hér á landi. Tilefnið var óundirbúin fyrirspurn frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins, í upphafi þingfundar í dag. Þar vék hún að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum annað skiptið í röð, eftir að vextir höfðu verið lækkaðir fimm skipti í röð. Stýrivextir hafa því verið 7,5 prósent síðan í maí. Nái ekki bæði kaupmætti og vaxtalækkun „Skilaboðin eru skýr: Ekki verður slakað á fyrr en verðbólga færist nær verðbólgumarkmiði,“ sagði Guðrún. Slíkar aðstæður myndu þó ekki skapast af sjálfu sér, heldur með samstilltu átaki vinnumarkaðarins, hins opinbera og Seðlabankans. Guðrún sagði þá að launahækkanir hefðu verið umtalsverðar að undanförnu, sem og launaskrið. Það væri óraunhæft að ætla að launahækkanir skiluðu sér bæði í auknum kaupmætti og lægri vöxtum. „Nema eitthvað annað komi til. Einn armur hagstjórnar af þremur hefur þannig ekki róið í takt við peningastefnuna. Á sama tíma er útlit fyrir að tekjur ríkisins verði rúmlega 80 milljörðum umfram áætlun á þessu ári, en samt er gert ráð fyrir halla á rekstri ríkissjóðs. Þá boðar ríkisstjórnin hlutlaust aðhaldsstig á næsta ári.“ Hvað getur ríkisstjórnin gert? „Innantóm orð sigrast ekki á verðbólgunni,“ sagði Guðrún, og bætti við að Seðlabankinn stæði því sem næst einn í baráttunni fyrir yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um lækkun vaxta, þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um annað. „Hvað varð um að gera meira, hraðar? Rétt er að spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra að því hvort hann telji fjárlagafrumvarp ársins 2026 raunverulega til þess fallið að ná markmiðum um lægri vexti og aukinn stöðugleika. Og ef svo er, hvers vegna endurspeglast það þá ekki í ákvörðunum peningastefnunefndar? Hvað telur ráðherrann að ríkið geti gert betur, og hraðar, til að liðka fyrir vaxtalækkun?“ Munu fylgjast vel með Í svari sínu sagði Daði að rétt væri hjá Guðrúnu að það sem drifi áfram þróunina um þessar mundir væri launaskrið, einkum og sér í lagi á almennum markaði. „Hvað ríkið getur gert til að stemma stigu við því er dálítið erfið spurning,“ sagði Daði. Ríkið hafi ekki mörg tæki til að beita, en Guðrún hafi réttilega bent á mikilvægi aðhalds í ríkisrekstri. „Auðvitað hefði verið óskandi að fjárlög þessa árs hefðu verið hallalaus. Ég vil þó halda til haga að strax og þessi ríkisstjórn tók við var fjármálaáætlun endurskoðuð, en hún var samþykkt á síðasta þingi. Hún gerði ráð fyrir miklu minni halla en gert hafði verið ráð fyrir áður. Hann hefur minnkað enn frekar eftir það og fjárlögin eru með minni halla en fjármálaáætlun gerði ráð fyrir,“ sagði Daði. Þá boðaði hann að ríkisstjórnin muni kynna aðgerðir í húsnæðismálum, en húsnæðisliðurinn væri sá þáttur sem helst hefði keyrt áfram verðbólguþróun. Daði sagði tón Seðlabankans þó hafa batnað mikið hvað það varðaði, og benti til meira jafnvægis. „Þetta er þó áfram ástand sem ég er mjög vakandi yfir, og við þurfum að fylgjast vel með.“ Torfær leið Þegar Guðrún spurði öðru sinni sagði hún augljóst að Daði væri vel að sér í umræðuefninu. „Því beini ég sjónum að samhæfingu peningastefnu og ríkisfjármála,“ sagði Guðrún og vék að hlutverki Seðlabankans, sem væri í reynd aðeins eitt: Stöðugt verðlag. „Hann skeytir engu um áhrif hárra vaxta á fjárhag heimila, rekstur fyrirtækja eða hins opinbera, nema að takmörkuðu leyti. Ég treysti því að ráðherra snúi því ekki út úr orðum mínum hvað þetta varðar. Þess vegna verða hinir tveir armar hagstjórnar, hið opinbera og aðilar vinnumarkaðarins, að standa sína plikt svo að fórnarkostnaðurinn í baráttunni við verðbólguna sem minnstur.“ Guðrún sagði brautina að verðbólgumarkmiði Seðlabankans vera torfæra. „Því spyr ég aftur hæstvirtan fjármálaráðherra. Er það ekki skortur á samhæfingu ríkisfjármála og peningastefnu sem veldur því að Seðlabankinn sér sér ekki fært að lækka vexti að svo stöddu? Og ef ekki, hvað er það þá sem er að? Er ekki augljóst að tugum milljarða í tekjur umfram áætlanir hefði mátt verja til að bæta afkomu hins opinbera á þessu ári og því næsta, og styðja þannig við Seðlabankann í sinni baráttu?“ Útbreiðsla verðtryggingar stærsta hindrunin Daði svaraði öðru sinni og samsinnti því að ríkisfjármálin verði að styðja við peningastefnu Seðlabankans. „En það er fleira sem þarf til. Það hefur verið umtalsverð umræða í þessum þingsal í gegnum tíðina um fyrirbæri sem Ísland kom sér upp, við önnur skilyrði þar sem stöðugleiki í verðlagi var miklum mun minni en hann hefur verið á undanförnum árum. Það er hin svokallaða verðtrygging.“ Fram hafi komið í því sem Seðlabankinn hafi tjáð sig um aðgerðir sínar til að viðhalda stöðugleika að verðtryggingin tefði miðlunarferli peningastefnunnar. „Ríkisstjórnin er ákaflega meðvituð um þetta. Það er forgangsmál að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi, þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að grípa til eins stórra skrefa og hann hefur orðið að gera hér samanborið við nágrannalöndin. Þar er stærsta hindrunin útbreidd notkun verðtryggingar.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Tilefnið var óundirbúin fyrirspurn frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins, í upphafi þingfundar í dag. Þar vék hún að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum annað skiptið í röð, eftir að vextir höfðu verið lækkaðir fimm skipti í röð. Stýrivextir hafa því verið 7,5 prósent síðan í maí. Nái ekki bæði kaupmætti og vaxtalækkun „Skilaboðin eru skýr: Ekki verður slakað á fyrr en verðbólga færist nær verðbólgumarkmiði,“ sagði Guðrún. Slíkar aðstæður myndu þó ekki skapast af sjálfu sér, heldur með samstilltu átaki vinnumarkaðarins, hins opinbera og Seðlabankans. Guðrún sagði þá að launahækkanir hefðu verið umtalsverðar að undanförnu, sem og launaskrið. Það væri óraunhæft að ætla að launahækkanir skiluðu sér bæði í auknum kaupmætti og lægri vöxtum. „Nema eitthvað annað komi til. Einn armur hagstjórnar af þremur hefur þannig ekki róið í takt við peningastefnuna. Á sama tíma er útlit fyrir að tekjur ríkisins verði rúmlega 80 milljörðum umfram áætlun á þessu ári, en samt er gert ráð fyrir halla á rekstri ríkissjóðs. Þá boðar ríkisstjórnin hlutlaust aðhaldsstig á næsta ári.“ Hvað getur ríkisstjórnin gert? „Innantóm orð sigrast ekki á verðbólgunni,“ sagði Guðrún, og bætti við að Seðlabankinn stæði því sem næst einn í baráttunni fyrir yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um lækkun vaxta, þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um annað. „Hvað varð um að gera meira, hraðar? Rétt er að spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra að því hvort hann telji fjárlagafrumvarp ársins 2026 raunverulega til þess fallið að ná markmiðum um lægri vexti og aukinn stöðugleika. Og ef svo er, hvers vegna endurspeglast það þá ekki í ákvörðunum peningastefnunefndar? Hvað telur ráðherrann að ríkið geti gert betur, og hraðar, til að liðka fyrir vaxtalækkun?“ Munu fylgjast vel með Í svari sínu sagði Daði að rétt væri hjá Guðrúnu að það sem drifi áfram þróunina um þessar mundir væri launaskrið, einkum og sér í lagi á almennum markaði. „Hvað ríkið getur gert til að stemma stigu við því er dálítið erfið spurning,“ sagði Daði. Ríkið hafi ekki mörg tæki til að beita, en Guðrún hafi réttilega bent á mikilvægi aðhalds í ríkisrekstri. „Auðvitað hefði verið óskandi að fjárlög þessa árs hefðu verið hallalaus. Ég vil þó halda til haga að strax og þessi ríkisstjórn tók við var fjármálaáætlun endurskoðuð, en hún var samþykkt á síðasta þingi. Hún gerði ráð fyrir miklu minni halla en gert hafði verið ráð fyrir áður. Hann hefur minnkað enn frekar eftir það og fjárlögin eru með minni halla en fjármálaáætlun gerði ráð fyrir,“ sagði Daði. Þá boðaði hann að ríkisstjórnin muni kynna aðgerðir í húsnæðismálum, en húsnæðisliðurinn væri sá þáttur sem helst hefði keyrt áfram verðbólguþróun. Daði sagði tón Seðlabankans þó hafa batnað mikið hvað það varðaði, og benti til meira jafnvægis. „Þetta er þó áfram ástand sem ég er mjög vakandi yfir, og við þurfum að fylgjast vel með.“ Torfær leið Þegar Guðrún spurði öðru sinni sagði hún augljóst að Daði væri vel að sér í umræðuefninu. „Því beini ég sjónum að samhæfingu peningastefnu og ríkisfjármála,“ sagði Guðrún og vék að hlutverki Seðlabankans, sem væri í reynd aðeins eitt: Stöðugt verðlag. „Hann skeytir engu um áhrif hárra vaxta á fjárhag heimila, rekstur fyrirtækja eða hins opinbera, nema að takmörkuðu leyti. Ég treysti því að ráðherra snúi því ekki út úr orðum mínum hvað þetta varðar. Þess vegna verða hinir tveir armar hagstjórnar, hið opinbera og aðilar vinnumarkaðarins, að standa sína plikt svo að fórnarkostnaðurinn í baráttunni við verðbólguna sem minnstur.“ Guðrún sagði brautina að verðbólgumarkmiði Seðlabankans vera torfæra. „Því spyr ég aftur hæstvirtan fjármálaráðherra. Er það ekki skortur á samhæfingu ríkisfjármála og peningastefnu sem veldur því að Seðlabankinn sér sér ekki fært að lækka vexti að svo stöddu? Og ef ekki, hvað er það þá sem er að? Er ekki augljóst að tugum milljarða í tekjur umfram áætlanir hefði mátt verja til að bæta afkomu hins opinbera á þessu ári og því næsta, og styðja þannig við Seðlabankann í sinni baráttu?“ Útbreiðsla verðtryggingar stærsta hindrunin Daði svaraði öðru sinni og samsinnti því að ríkisfjármálin verði að styðja við peningastefnu Seðlabankans. „En það er fleira sem þarf til. Það hefur verið umtalsverð umræða í þessum þingsal í gegnum tíðina um fyrirbæri sem Ísland kom sér upp, við önnur skilyrði þar sem stöðugleiki í verðlagi var miklum mun minni en hann hefur verið á undanförnum árum. Það er hin svokallaða verðtrygging.“ Fram hafi komið í því sem Seðlabankinn hafi tjáð sig um aðgerðir sínar til að viðhalda stöðugleika að verðtryggingin tefði miðlunarferli peningastefnunnar. „Ríkisstjórnin er ákaflega meðvituð um þetta. Það er forgangsmál að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi, þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að grípa til eins stórra skrefa og hann hefur orðið að gera hér samanborið við nágrannalöndin. Þar er stærsta hindrunin útbreidd notkun verðtryggingar.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira