Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2025 10:38 Ráðherrarnir takast í hendur við upphaf fundar þeirra í utanríkisráðuneytinu í morgun. Vísir/Anton Brink „Það er mér mikill heiður að vera hér í dag. Ísland á sérstakan stað í hjarta palestínsku þjóðarinnar.“ Þetta var það fyrsta sem Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, sagði þegar hún ávarpaði íslenska fjölmiðla rétt fyrir fund hennar með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu. Í gærkvöldi má segja að hafi orðið ákveðin vatnaskil í friðarviðræðum á Gasaströndinni en Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að samkomulag hefði náðst og að öllum gíslum Hamas verði sleppt innan skamms og að Ísraelar muni draga hermenn sína til baka. Ríkisstjórn Ísrael og stríðsráð munu funda síðar í dag og taka formlega ákvörðun um hvort vopnahlé verði samþykkt. Þrátt fyrir að miklar líkur séu á að stórum áfanga verði náð í dag er ekkert fast í hendi enn. En það er á þessum degi, sem gæti orðið sögulegur, sem Dr. Varsen er stödd á Íslandi. „Þetta er sögulegur dagur, sem gefur okkur von fyrir fólkið í Palestínu og lausn gíslanna. Það er það sem við þurfum að ræða en líka hvernig við getum stutt við bakið á Palestínu til framtíðar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra þegar hún ávarpaði fjölmiðla við upphaf fundar hennar með Dr. Varsen. Hún er meðal þeirra sem flytja erindi á árlegri friðarráðstefnu Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem fram fer í Veröld húsi Vigdísar á morgun. „Það er mikill heiður að vera hérna í dag. Ísland er í hjarta Palestínumanna, eitt fyrsta ríkið til að viðurkenna Palestínu og gerði rétt á þeim tíma. Í dag sjáum við önnur lönd feta í fótspor Íslands,“ sagði Dr. Varsen. Í dag yrði bjartari framtíð Palestínu með aðstoð Íslands til umræðu. „Þetta er stór dagur fyrir Palestínumenn. Við höldum að árásir á Gasa muni stoppa og Palestínufólk geti leitað að betri framtíð. Við munum byggja á fullveldi okkar og sjálfstæði eins og Ísland.“ Þar ríki bjartsýni, sem fyrr. „Við verðum að vera bjartsýn fyrir Palestínumenn til að halda voninni á lofti. Svartsýni ætti ekki að vera til í okkar orðabók. Við höfum fengið nóg af þjáningu og sársauka og við eigum rétt á því að hafa sjálfsákvörðunarvald. Sá tími er núna..“ Allar þjóðir geti gegnt hlutverki óháð stærð. „Við getum rætt sérhæfingu hvers lands. Í dag þurfa Palestínumenn á allri mögulegri hjálp að halda. Gasa á skilið að allir hjálpist að svo að enduruppbygging geti hafist. Ísland getur spilað hlutverk þar, ekki bara á Gasa heldur á öllu Palestínuríki.“ Í dag myndu ráðherrar ræða möguleika á sterkari samvinnu ríkjanna og hvernig Ísland geti gegnt lykilhlutverki í enduruppbyggingarferlinu á Gasa og um leið stutt ríki sem berjist fyrir fullveldi sínu. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Utanríkismál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Í gærkvöldi má segja að hafi orðið ákveðin vatnaskil í friðarviðræðum á Gasaströndinni en Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að samkomulag hefði náðst og að öllum gíslum Hamas verði sleppt innan skamms og að Ísraelar muni draga hermenn sína til baka. Ríkisstjórn Ísrael og stríðsráð munu funda síðar í dag og taka formlega ákvörðun um hvort vopnahlé verði samþykkt. Þrátt fyrir að miklar líkur séu á að stórum áfanga verði náð í dag er ekkert fast í hendi enn. En það er á þessum degi, sem gæti orðið sögulegur, sem Dr. Varsen er stödd á Íslandi. „Þetta er sögulegur dagur, sem gefur okkur von fyrir fólkið í Palestínu og lausn gíslanna. Það er það sem við þurfum að ræða en líka hvernig við getum stutt við bakið á Palestínu til framtíðar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra þegar hún ávarpaði fjölmiðla við upphaf fundar hennar með Dr. Varsen. Hún er meðal þeirra sem flytja erindi á árlegri friðarráðstefnu Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem fram fer í Veröld húsi Vigdísar á morgun. „Það er mikill heiður að vera hérna í dag. Ísland er í hjarta Palestínumanna, eitt fyrsta ríkið til að viðurkenna Palestínu og gerði rétt á þeim tíma. Í dag sjáum við önnur lönd feta í fótspor Íslands,“ sagði Dr. Varsen. Í dag yrði bjartari framtíð Palestínu með aðstoð Íslands til umræðu. „Þetta er stór dagur fyrir Palestínumenn. Við höldum að árásir á Gasa muni stoppa og Palestínufólk geti leitað að betri framtíð. Við munum byggja á fullveldi okkar og sjálfstæði eins og Ísland.“ Þar ríki bjartsýni, sem fyrr. „Við verðum að vera bjartsýn fyrir Palestínumenn til að halda voninni á lofti. Svartsýni ætti ekki að vera til í okkar orðabók. Við höfum fengið nóg af þjáningu og sársauka og við eigum rétt á því að hafa sjálfsákvörðunarvald. Sá tími er núna..“ Allar þjóðir geti gegnt hlutverki óháð stærð. „Við getum rætt sérhæfingu hvers lands. Í dag þurfa Palestínumenn á allri mögulegri hjálp að halda. Gasa á skilið að allir hjálpist að svo að enduruppbygging geti hafist. Ísland getur spilað hlutverk þar, ekki bara á Gasa heldur á öllu Palestínuríki.“ Í dag myndu ráðherrar ræða möguleika á sterkari samvinnu ríkjanna og hvernig Ísland geti gegnt lykilhlutverki í enduruppbyggingarferlinu á Gasa og um leið stutt ríki sem berjist fyrir fullveldi sínu.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Utanríkismál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira