Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. október 2025 08:02 Tveir fyrrverandi þingmenn á þingi Evrópusambandsins heimsóttu Ísland nýverið. Boðskapur annars þeirra, Guys Verhofstadt, var að Ísland ætti að ganga í sambandið sem aftur ætti að verða að heimsveldi. Hinn, Daniel Hannan, taldi það ekki fýslegt fyrir land og þjóð. Verhofstadt var heiðursgestur landsþings Viðreisnar sem forseti evrópsku regnhlífarsamtakanna European Movement International sem hafa frá stofnun þeirra árið 1947 haft það meginmarkmið að til verði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, samtök íslenzkra Evrópusambandssinna, er aðili að umræddum regnhlífarsamtökum. Formaður Evrópuhreyfingarinnar, Magnús Árni Skjöld Magnússon, ritaði grein á Vísi í gær þar sem hann fann Hannan flest ef ekki allt til foráttu. Sagði hann meðal annars hafa verið að skipta sér af innanlandsmálum okkar þó hann hafi aðeins aðspurður lýst skoðunum sínum og tekið ítrekað fram að það væri að sjálfsögðu okkar Íslendinga að ákveða hvort við teldum rétt að ganga í Evrópusambandið. Magnús sá þó ljóslega enga ástæðu til þess að gagnrýna heimsókn Verhofstadts sem þó lá ekki á skoðunum sínum á því hvað við ættum að gera, ganga í sambandið. Enda ólíkt Hannan með réttar skoðanir. Magnús lagði mikið á sig við að draga upp þá mynd að Hannan vildi endurvekja brezka heimsveldið án þess að færa fyrir því nokkur rök. Hins vegar er óneitanlega kaldhæðnislegt að Verhofstadt hafi á sama tíma kallað eftir evrópsku heimsveldi á landsþingi Viðreisnar sem Magnús taldi ljóslega enga ástæðu til þess að gera athugasemd við. Eða við málflutning annarra forystumanna innan Evrópusambandsins sem gert hafa það sama á liðnum árum. Löngun í heimsveldi er því greinilega ekki vandamálið að hans mati sem þó er ljóslega einungis fyrir að fara í tilfelli Verhofstadts af þeim Hannan. „Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“ Formaðurinn fann eins að því að Hannan skyldi segja að pakkinn sem í boði væri af hálfu Evrópusambandsins væri einfaldlega sambandið sjálft og að okkur Íslendingum stæði þannig ekki til boða neinn sérdíll í þeim efnum í einhverju sem máli skipti sem ekki væri í boði fyrir aðra. Þar á meðal engar undanþágur. Hins vegar hafa ófáir harðir Evrópusambandssinnar sagt efnislega nákvæmlega það sama í gegnum tíðina og þar á meðal fulltrúar Evrópusambandsins. Væntanlega fóru þeir þá með rangt mál? Varla geta það talizt meðmæli með því að ganga í sambandið ef ekkert er að marka orð forystumanna þess. Við getum tekið sem dæmi Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóra Evrópusambandsins, í Morgunblaðinu 10. september 2009 þar sem hann var spurður að því hvort sambandið myndi loksins sýna á spilin og upplýsa hvað væri í boði eftir að þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefði sótt um inngöngu í það. Svar Rehns var einfalt: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ Hið sama kom fram í máli arftaka hans Štefans Füle og að varanlegar undanþágur væru ekki í boði. „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið,“ sagði Uffe-Ellemann heitinn Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, að sama skapi í viðtali við mbl.is í marz 2017 en hann var mikill stuðningsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Þá má nefna að Verhofstadt var spurður að því að lokinni ræðu hans á landsþingi Viðreisnar hvaða ráðleggingar hann hefði fyrir hérlenda Evrópusambandsinna í umræðum um sambandið: Talið fyrir Evrópusambandinu eins og það leggur sig. Fimm prósent af alþingismanni Magnús hafði einnig orð á meintum áhrifum Íslands innan Evrópusambandsins og nefndi þar bæði þing þess og ráðherraráð. Veruleikinn er hins vegar sá að á þinginu fengi Ísland sex þingmenn af vel yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun sambandsins, þar sem langflestar ákvarðanir eru háðar auknum meirihluta þar sem íbúafjöldi ríkjanna ræður mestu um vægi þeirra. Þar er algerlega miðað við íbúafjöldann en ekki ákveðið lágmarksvægi eins og á þinginu. Þar yrði vægi Íslands einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Enginn skortur er á dæmum um það að ríki hafi orðið undir innan Evrópusambandsins þegar teknar hafa verið ákvarðanir sem varðað hafa mikilvæg hagsmunamál þeirra. Til dæmis þegar Danir neyddust til þess að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu þrátt fyrir að hafa barizt gegn þeim í ráðherraráðinu. Eða þegar Írar, hin mikla makrílveiðiþjóð, urðu að kyngja samningi um makrílveiðar við Færeyinga í andstöðu við írska hagsmuni sem þeir höfðu barizt gegn í ráðinu. Margfalt fjölmennari þjóðir en við Íslendingar. Varla þarf að fara mörgum orðum um þau áhrif sem stjórnmálaflokkur með hálfan þingmann á Alþingi, svo ekki sé talað um 5% hlutdeild í alþingismanni, hefði þar á bæ. Þetta er hins vegar það sem hérlendir Evrópusambandssinnar kalla „sætið við borðið“ sem Ísland myndi hafa innan Evrópusambandsins. Þar á meðal þegar rætt væri um orkumál, sjávarútvegsmál og flesta aðra málaflokka okkar. Með þessum hætti yrði fullveldi landsins fyrir komið innan sambandsins. Þetta segir Magnús að myndi efla fullveldið! Samstarf ríkja er vitanlega hið bezta mál en samruni þeirra er hins vegar talsvert annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Tveir fyrrverandi þingmenn á þingi Evrópusambandsins heimsóttu Ísland nýverið. Boðskapur annars þeirra, Guys Verhofstadt, var að Ísland ætti að ganga í sambandið sem aftur ætti að verða að heimsveldi. Hinn, Daniel Hannan, taldi það ekki fýslegt fyrir land og þjóð. Verhofstadt var heiðursgestur landsþings Viðreisnar sem forseti evrópsku regnhlífarsamtakanna European Movement International sem hafa frá stofnun þeirra árið 1947 haft það meginmarkmið að til verði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, samtök íslenzkra Evrópusambandssinna, er aðili að umræddum regnhlífarsamtökum. Formaður Evrópuhreyfingarinnar, Magnús Árni Skjöld Magnússon, ritaði grein á Vísi í gær þar sem hann fann Hannan flest ef ekki allt til foráttu. Sagði hann meðal annars hafa verið að skipta sér af innanlandsmálum okkar þó hann hafi aðeins aðspurður lýst skoðunum sínum og tekið ítrekað fram að það væri að sjálfsögðu okkar Íslendinga að ákveða hvort við teldum rétt að ganga í Evrópusambandið. Magnús sá þó ljóslega enga ástæðu til þess að gagnrýna heimsókn Verhofstadts sem þó lá ekki á skoðunum sínum á því hvað við ættum að gera, ganga í sambandið. Enda ólíkt Hannan með réttar skoðanir. Magnús lagði mikið á sig við að draga upp þá mynd að Hannan vildi endurvekja brezka heimsveldið án þess að færa fyrir því nokkur rök. Hins vegar er óneitanlega kaldhæðnislegt að Verhofstadt hafi á sama tíma kallað eftir evrópsku heimsveldi á landsþingi Viðreisnar sem Magnús taldi ljóslega enga ástæðu til þess að gera athugasemd við. Eða við málflutning annarra forystumanna innan Evrópusambandsins sem gert hafa það sama á liðnum árum. Löngun í heimsveldi er því greinilega ekki vandamálið að hans mati sem þó er ljóslega einungis fyrir að fara í tilfelli Verhofstadts af þeim Hannan. „Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“ Formaðurinn fann eins að því að Hannan skyldi segja að pakkinn sem í boði væri af hálfu Evrópusambandsins væri einfaldlega sambandið sjálft og að okkur Íslendingum stæði þannig ekki til boða neinn sérdíll í þeim efnum í einhverju sem máli skipti sem ekki væri í boði fyrir aðra. Þar á meðal engar undanþágur. Hins vegar hafa ófáir harðir Evrópusambandssinnar sagt efnislega nákvæmlega það sama í gegnum tíðina og þar á meðal fulltrúar Evrópusambandsins. Væntanlega fóru þeir þá með rangt mál? Varla geta það talizt meðmæli með því að ganga í sambandið ef ekkert er að marka orð forystumanna þess. Við getum tekið sem dæmi Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóra Evrópusambandsins, í Morgunblaðinu 10. september 2009 þar sem hann var spurður að því hvort sambandið myndi loksins sýna á spilin og upplýsa hvað væri í boði eftir að þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefði sótt um inngöngu í það. Svar Rehns var einfalt: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ Hið sama kom fram í máli arftaka hans Štefans Füle og að varanlegar undanþágur væru ekki í boði. „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið,“ sagði Uffe-Ellemann heitinn Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, að sama skapi í viðtali við mbl.is í marz 2017 en hann var mikill stuðningsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Þá má nefna að Verhofstadt var spurður að því að lokinni ræðu hans á landsþingi Viðreisnar hvaða ráðleggingar hann hefði fyrir hérlenda Evrópusambandsinna í umræðum um sambandið: Talið fyrir Evrópusambandinu eins og það leggur sig. Fimm prósent af alþingismanni Magnús hafði einnig orð á meintum áhrifum Íslands innan Evrópusambandsins og nefndi þar bæði þing þess og ráðherraráð. Veruleikinn er hins vegar sá að á þinginu fengi Ísland sex þingmenn af vel yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun sambandsins, þar sem langflestar ákvarðanir eru háðar auknum meirihluta þar sem íbúafjöldi ríkjanna ræður mestu um vægi þeirra. Þar er algerlega miðað við íbúafjöldann en ekki ákveðið lágmarksvægi eins og á þinginu. Þar yrði vægi Íslands einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Enginn skortur er á dæmum um það að ríki hafi orðið undir innan Evrópusambandsins þegar teknar hafa verið ákvarðanir sem varðað hafa mikilvæg hagsmunamál þeirra. Til dæmis þegar Danir neyddust til þess að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu þrátt fyrir að hafa barizt gegn þeim í ráðherraráðinu. Eða þegar Írar, hin mikla makrílveiðiþjóð, urðu að kyngja samningi um makrílveiðar við Færeyinga í andstöðu við írska hagsmuni sem þeir höfðu barizt gegn í ráðinu. Margfalt fjölmennari þjóðir en við Íslendingar. Varla þarf að fara mörgum orðum um þau áhrif sem stjórnmálaflokkur með hálfan þingmann á Alþingi, svo ekki sé talað um 5% hlutdeild í alþingismanni, hefði þar á bæ. Þetta er hins vegar það sem hérlendir Evrópusambandssinnar kalla „sætið við borðið“ sem Ísland myndi hafa innan Evrópusambandsins. Þar á meðal þegar rætt væri um orkumál, sjávarútvegsmál og flesta aðra málaflokka okkar. Með þessum hætti yrði fullveldi landsins fyrir komið innan sambandsins. Þetta segir Magnús að myndi efla fullveldið! Samstarf ríkja er vitanlega hið bezta mál en samruni þeirra er hins vegar talsvert annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun