Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar 12. október 2025 13:30 Bein framlög borgarbúa til reksturs Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin, núvirt. Núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefnir í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Það getur ekki þótt góð nýting fjármuna borgarbúa að rekstur garðsins sé með svo miklum halla að það hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert. 5,5 milljarða halli á tíu árum Í þeim tölum sem nefndar eru að ofan er ekki tekið tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu, eða þá leigu sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn greiðir borginni. Það er að segja þeirra fjármuna sem fluttir eru úr einum vasa í annan í bókhaldi borgarinnar. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins lítur enn verr út þegar leigan er tekin með í reikninginn. Heildarhalli rekstrarins hefur numið 5,5 milljörðum króna síðastliðin tíu ár, að teknu tilliti til núvirðingar hvers árs miðað við vísitölu neysluverðs. Síðustu 25 ár hefur uppsafnaður og núvirtur halli numið rúmum 9 milljörðum króna. Velviljinn er mikill Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn nýtur mikils velvilja borgarbúa og hefur menningar- og fræðslugildi sem skiptir máli. En Reykjavíkurborg hefur ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur hans. Engar markvissar aðgerðir virðast hafa verið ráðist í til að draga úr halla eða auka tekjur, þrátt fyrir áratugalangan taprekstur sem bendir til kerfisbundins vanda. Lægri tekjur en Skemmtigarðurinn í Grafarvogi Síðustu tvö ár hafa tekjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins dregist saman; tekjur ársins 2024 voru þannig að raungildi aðeins helmingur tekna ársins 2022. Skemmtigarðurinn í Grafarvogi er einkarekin þjónusta sem býður upp á alls kyns afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri á mun minna svæði en það sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur til umráða. Samt tekst Skemmtigarðinum í Grafarvogi að skila smá hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Þróunin á þessu kjörtímabili hefur því verið til verri vegar, en rekstrarvandi garðsins er langvarandi og umtalsverður. Perla borgarinnar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af perlum borgarinnar eða ætti að vera það. Það er sannarlega ekki um auðugan garð að gresja fyrir foreldra sem vilja finna ódýra og uppbyggilega afþreyingu fyrir börn í borginni. En við hljótum að gera þá kröfu að reksturinn sé sjálfbær eða sem næst því. Mikilvægt er því að endurskoða rekstur garðsins þannig að þessi perla í borginni nýtist áfram sem uppspretta ánægju og fræðslu, en aðhalds og ráðdeildar verði gætt í rekstri. Það frumkvæði mun ekki koma frá núverandi meirihluta eða neinum meirihluta sem Samfylkingin veitir forstöðu. Það er kominn tími til að sá flokkur fái frí frá stjórn borgarinnar og að sópað verði úr skúmaskotum Samfylkingarinnar í borgarkerfinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Bein framlög borgarbúa til reksturs Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin, núvirt. Núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefnir í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Það getur ekki þótt góð nýting fjármuna borgarbúa að rekstur garðsins sé með svo miklum halla að það hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert. 5,5 milljarða halli á tíu árum Í þeim tölum sem nefndar eru að ofan er ekki tekið tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu, eða þá leigu sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn greiðir borginni. Það er að segja þeirra fjármuna sem fluttir eru úr einum vasa í annan í bókhaldi borgarinnar. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins lítur enn verr út þegar leigan er tekin með í reikninginn. Heildarhalli rekstrarins hefur numið 5,5 milljörðum króna síðastliðin tíu ár, að teknu tilliti til núvirðingar hvers árs miðað við vísitölu neysluverðs. Síðustu 25 ár hefur uppsafnaður og núvirtur halli numið rúmum 9 milljörðum króna. Velviljinn er mikill Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn nýtur mikils velvilja borgarbúa og hefur menningar- og fræðslugildi sem skiptir máli. En Reykjavíkurborg hefur ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur hans. Engar markvissar aðgerðir virðast hafa verið ráðist í til að draga úr halla eða auka tekjur, þrátt fyrir áratugalangan taprekstur sem bendir til kerfisbundins vanda. Lægri tekjur en Skemmtigarðurinn í Grafarvogi Síðustu tvö ár hafa tekjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins dregist saman; tekjur ársins 2024 voru þannig að raungildi aðeins helmingur tekna ársins 2022. Skemmtigarðurinn í Grafarvogi er einkarekin þjónusta sem býður upp á alls kyns afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri á mun minna svæði en það sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur til umráða. Samt tekst Skemmtigarðinum í Grafarvogi að skila smá hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Þróunin á þessu kjörtímabili hefur því verið til verri vegar, en rekstrarvandi garðsins er langvarandi og umtalsverður. Perla borgarinnar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af perlum borgarinnar eða ætti að vera það. Það er sannarlega ekki um auðugan garð að gresja fyrir foreldra sem vilja finna ódýra og uppbyggilega afþreyingu fyrir börn í borginni. En við hljótum að gera þá kröfu að reksturinn sé sjálfbær eða sem næst því. Mikilvægt er því að endurskoða rekstur garðsins þannig að þessi perla í borginni nýtist áfram sem uppspretta ánægju og fræðslu, en aðhalds og ráðdeildar verði gætt í rekstri. Það frumkvæði mun ekki koma frá núverandi meirihluta eða neinum meirihluta sem Samfylkingin veitir forstöðu. Það er kominn tími til að sá flokkur fái frí frá stjórn borgarinnar og að sópað verði úr skúmaskotum Samfylkingarinnar í borgarkerfinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun