Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. október 2025 20:53 Einn þekktasti rússneski stjórnarandstæðingur Rússlands telur að enginn friður verði í Evrópu fyrr en Vladimír Pútín hafi verið bolað frá og lýðræði innleitt í Rússland. Nauðsynlegt sé að undirbúa slíka byltingu.Hann hvetur almenning til að skrifa pólitískum föngum í landinu bréf, það hafi bjargað lífi hans. Rússinn Vladimir Kara-Murza er þekktur fyrir baráttu sína fyrir lýðræði og mannréttindum í Rússlandi en hefur sætt ofsóknum og fangelsun þess vegna. Hann ávarpaði friðarráðstefnu Höfða friðarseturs í síðustu viku og óttast að stríðinu í Úkraínu sé langt í frá lokið. Enginn friður nema að Pútín verði stöðvaður „Svo lengi sem Vladimir Pútín er við völd mun stríðið í Úkraínu halda áfram. Þessi maður hefur verið við völd í 25 ár og allan þann tíma hefur hann haldið áfram að drepa. Þá fólk innan eigin lands, pólitíska andstæðinga sína eins og Boris Nemtsov og Alexei Navalníj og fólk utan landamæra Rússlands. Hann mun ekki hætta fyrr en hann verður stöðvaður,“ segir Kara-Murza. Hann telur enn fremur að Rússland muni ekki hætta að vera ógn fyrir Evrópu fyrr en raunverulegt lýðræði komist á í landinu. „Það er aðeins með breytingum í Rússlandi sem breytingar geta orðið í alþjóðlega umhverfinu. Þegar þessi einræðisstjórn hverfur frá völdum og landið verður lýðræðisríki mun landið hætta að ógna nágrannalöndum sínum og heiminum í heild. Eina tryggingin fyrir öryggi í Evrópu er að lýðræði verði tekið upp í Rússlandi, “ segir hann. Undirbúa breytingar í Rússlandi Kara-Murza segir gríðarlega mikilvægt að vera vel undirbúinn fyrir næstu skref. „Ég er ekki bara stjórnmálamaður, ég er líka sagnfræðingur. Eitt sem saga Rússlands hefur kennt okkur er að stjórnmálabreytingar og byltingar hafa gerst mjög hratt í landinu. Þessar breytingar gætu verið eftir fjóra mánuði eða fimm ár og það er mikilvægt að vera undirbúinn þegar þær verða,“ segir hann. Hann er ásamt félögum sínum í rússnesku mannréttindasamtökunum Memorial. Hann segir að þar sé byrjað að undirbúa áætlunina, Hundrað dagar eftir Pútín. „Titill áætlunarinnar 100 dagar eftir Pútín“ á að minna okkur á hversu lítið svigrúmið verður til breytinga. Við munum ekki hafa mörg ár. Við þurfum að vera fljót að bregðast við á öllum sviðum þjóðlífsins svo hægt verði að koma lýðræði á í Rússlandi eftir brottför Pútíns,“ segir hann. Ísland gegni mikilvægu hlutverki Kara Murza segir Ísland gegna miklu hlutverki í baráttunni fyrir friði. „Ísland er lítið land en hefur haft óvenju mikil áhrif. Við munum öll Reagan–Gorbatsjov fundinn í Reykjavík. Við munum að Ísland var fyrst í heiminum til að viðurkenna sjálfstæði Litháen. Það var hugrekki. Við munum líka að Ísland var fyrsta og enn eina NATO-ríkið sem lokaði sendiráði sínu í Moskvu árið 2023 í mótmælaskyni við innrás Pútíns í Úkraínu. Rödd Íslands vegur líka þungt í Evrópuráðinu og ÖSE. Þið verðið að halda áfram að tala fyrir lýðræði þar, það hefur áhrif,“ segir hann. Bréfin skiptu sköpum Kara-Murza var fangelsaður fyrir þremur árum fyrir að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og dæmdur í 25 ára fangelsi í lokuðum réttarhöldum. Hann var leystur úr haldi í umfangsmiklum fangaskiptum vesturlanda og Rússa á síðasta ári. Hann segir 1.700 manns nú sæta fangelsi í Rússlandi vegna skoðana sinna og hvetur fólk til að skrifa þeim. „Þegar ég sat í einangrun í síberísku fangelsi, þá björguðu bréf lífi mínu. Alls eru yfir 1.700 þekktir pólitískir fangar í Rússlandi. Það eru fleiri en í öllum Sovétríkjunum samanlagt á miðjum 9. áratugnum. Margir sitja inni í einangrun þar sem eini tilgangurinn er að brjóta niður von þeirra og vit. Kanadíski mannréttindafrömuðurinn Erwin Kotler skrifaði: „Versti draumur pólitísks fanga er að vera gleymdur.“ Ég veit það af eigin raun. Bréf eru líflína. Þess vegna bið ég Íslendinga: Skrifið þeim bréf. Það getur bjargað manneskju og er ómetanlegt,“ segir hann að lokum. Rússland Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Rússinn Vladimir Kara-Murza er þekktur fyrir baráttu sína fyrir lýðræði og mannréttindum í Rússlandi en hefur sætt ofsóknum og fangelsun þess vegna. Hann ávarpaði friðarráðstefnu Höfða friðarseturs í síðustu viku og óttast að stríðinu í Úkraínu sé langt í frá lokið. Enginn friður nema að Pútín verði stöðvaður „Svo lengi sem Vladimir Pútín er við völd mun stríðið í Úkraínu halda áfram. Þessi maður hefur verið við völd í 25 ár og allan þann tíma hefur hann haldið áfram að drepa. Þá fólk innan eigin lands, pólitíska andstæðinga sína eins og Boris Nemtsov og Alexei Navalníj og fólk utan landamæra Rússlands. Hann mun ekki hætta fyrr en hann verður stöðvaður,“ segir Kara-Murza. Hann telur enn fremur að Rússland muni ekki hætta að vera ógn fyrir Evrópu fyrr en raunverulegt lýðræði komist á í landinu. „Það er aðeins með breytingum í Rússlandi sem breytingar geta orðið í alþjóðlega umhverfinu. Þegar þessi einræðisstjórn hverfur frá völdum og landið verður lýðræðisríki mun landið hætta að ógna nágrannalöndum sínum og heiminum í heild. Eina tryggingin fyrir öryggi í Evrópu er að lýðræði verði tekið upp í Rússlandi, “ segir hann. Undirbúa breytingar í Rússlandi Kara-Murza segir gríðarlega mikilvægt að vera vel undirbúinn fyrir næstu skref. „Ég er ekki bara stjórnmálamaður, ég er líka sagnfræðingur. Eitt sem saga Rússlands hefur kennt okkur er að stjórnmálabreytingar og byltingar hafa gerst mjög hratt í landinu. Þessar breytingar gætu verið eftir fjóra mánuði eða fimm ár og það er mikilvægt að vera undirbúinn þegar þær verða,“ segir hann. Hann er ásamt félögum sínum í rússnesku mannréttindasamtökunum Memorial. Hann segir að þar sé byrjað að undirbúa áætlunina, Hundrað dagar eftir Pútín. „Titill áætlunarinnar 100 dagar eftir Pútín“ á að minna okkur á hversu lítið svigrúmið verður til breytinga. Við munum ekki hafa mörg ár. Við þurfum að vera fljót að bregðast við á öllum sviðum þjóðlífsins svo hægt verði að koma lýðræði á í Rússlandi eftir brottför Pútíns,“ segir hann. Ísland gegni mikilvægu hlutverki Kara Murza segir Ísland gegna miklu hlutverki í baráttunni fyrir friði. „Ísland er lítið land en hefur haft óvenju mikil áhrif. Við munum öll Reagan–Gorbatsjov fundinn í Reykjavík. Við munum að Ísland var fyrst í heiminum til að viðurkenna sjálfstæði Litháen. Það var hugrekki. Við munum líka að Ísland var fyrsta og enn eina NATO-ríkið sem lokaði sendiráði sínu í Moskvu árið 2023 í mótmælaskyni við innrás Pútíns í Úkraínu. Rödd Íslands vegur líka þungt í Evrópuráðinu og ÖSE. Þið verðið að halda áfram að tala fyrir lýðræði þar, það hefur áhrif,“ segir hann. Bréfin skiptu sköpum Kara-Murza var fangelsaður fyrir þremur árum fyrir að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og dæmdur í 25 ára fangelsi í lokuðum réttarhöldum. Hann var leystur úr haldi í umfangsmiklum fangaskiptum vesturlanda og Rússa á síðasta ári. Hann segir 1.700 manns nú sæta fangelsi í Rússlandi vegna skoðana sinna og hvetur fólk til að skrifa þeim. „Þegar ég sat í einangrun í síberísku fangelsi, þá björguðu bréf lífi mínu. Alls eru yfir 1.700 þekktir pólitískir fangar í Rússlandi. Það eru fleiri en í öllum Sovétríkjunum samanlagt á miðjum 9. áratugnum. Margir sitja inni í einangrun þar sem eini tilgangurinn er að brjóta niður von þeirra og vit. Kanadíski mannréttindafrömuðurinn Erwin Kotler skrifaði: „Versti draumur pólitísks fanga er að vera gleymdur.“ Ég veit það af eigin raun. Bréf eru líflína. Þess vegna bið ég Íslendinga: Skrifið þeim bréf. Það getur bjargað manneskju og er ómetanlegt,“ segir hann að lokum.
Rússland Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira