Innlent

Eldur logar á Siglu­firði

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Allt tiltækt slökkvilið er á vettvangi.
Allt tiltækt slökkvilið er á vettvangi. Aðsend/Hilmar

Eldur kviknaði í húsnæði Primex á Siglufirði um klukkan átta í kvöld. Enginn er talinn í hættu en allt tiltækt slökkvilið er á vettvangi. 

Fjölmiðilinn Héðinsfjörður.is greinir frá og segir að eldur sé í þaki hússins við Óskarsgötu 7 sem er við höfnina á Siglufirði. Húsið hýsir starfsemi fyrirtækisins Primex. Allt tiltækt slökkvilið í Fjallabyggð er á staðnum.

„Slökkvistarf er í gangi, það tekur einhvern tíma að klára það,“ segir Jón Ingi Sveinbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

„Þetta er hátt húsnæði og það getur verið erfitt að ná í þetta.“

Jón Ingi segir að eldurinn kviknaði um klukkan átta en ekki er talið að neinn sé slasaður nér í hættu.

Hilmar Daníel Valgeirsson, íbúi á Siglufirði og sjónarvottur, segir að mikill eldur sé í húsinu sem hefur dreift sér um þakið. 

Veistu meira? Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×