Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2025 15:39 Vladímír Kara-Murza á friðarráðstefnu í Reykjavík í síðustu viku. Rússneska öryggislögreglan sakar hann nú um að leggja á ráðin um blóðugt valdarán í slagtogi við aðra stjórnarandstæðinga erlendis. Vísir/Bjarni Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. Rannsókn öryggislögreglunnar FSB, sem tók við keflinu af KGB, beinist að öllum fulltrúum í svonefndri rússneskri nefnd gegn stríði. Hún er skipuð rússneskum stjórnmálamönnum, kaupsýslumönnum, blaðamönnum, lögfræðingum, listamönnum og fræðimönnum sem eru á móti stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og eru í útlegð frá heimalandi sínu. FSB sakar nefndarmenninna um að leggja á ráðin um að hrifsa völdin með ofbeldi í Rússlandi. Þekktastir nefndarmanna eru Garrí Kasparov, stórmeistari í skák, Mikhail Khodorkovskí, fyrrum ríkasti maður Rússlands, og Mikhail Kasjanov, fyrrverandi forsætisráðherra landsins.Í honum er einnig Vladímír Kara-Murza, blaða- og andófsmaður sem var fangelsaður fyrir að gagnrýna innrásina í Úkraínu. Kara-Murza var staddur á Íslandi í síðustu viku en hann tók þátt í ráðstefnu Höfða friðarseturs. Hann sagði við fréttamann Sýnar við það tækifæri að mikilvægt væri að undirbúa breytingar í Rússlandi þegar og ef Vladímír Pútín forseti hverfur frá völdum. Andófsmaðurinn var á meðal þeirra sem Rússar afhentu Bandaríkjastjórn í umfangsmestu fangaskiptum frá lokum kalda stríðsins í fyrra. Í staðinn fengu Rússar meðal annars launmorðingja sem drap mann um hábjartan dag í almenningsgarði í Þýskalandi. Telur rannsóknina ógn við andófsfólk erlendis Öryggislögreglan virðist líta á Khodorkovskí sem höfuðpaur nefndarinnar gegn stríði því hún vísar til hópsins sem „Khodorkovkí og vitorðsmanna hans“. Hún greindi frá rannsókninni á hópnum innan við tveimur vikum eftir að Khodorkovskí sagðist stefna að því að taka þátt í samræðuvettvangi fyrir rússneska lýðræðissinna í útlegð sem Evrópuráðsþingið boðaði að það ætlaði að stofna. Khodorkovskí vísar ásökunum á bug í viðtali við Reuters-fréttastofuna, ekki síst þeim um að nefndin gegn stríði hafi fjármagnað hersveitir í Úkraínu. Samtökin starfi eingöngu fyrir opnum tjöldum og í þágu friðar og mannúðar. Hann telur Pútin felmtri sleginn yfir því að stefna eigi andstæðingum hans saman en þeir gætu stjórnað Rússlandi í framtíðinni þegar hann missir völdin. Rannsókn FSB gæti verið ógn við öryggi rússnesks andófsfólks erlendis. „Slík ákvörðun eykur án nokkurs vafa áhættu þeirra sem ákveða sjálfir að þeir séu tilbúnir að stilla sér upp sem valkosti við stjórn Pútíns,“ segir Khodorkovskí. Mikhail Khodorkovskí var ríkasti maður Rússlands en mátti dúsa í fanganýlendu í Síberíu í tíu ár þegar hann lenti í ónáð hjá ráðamönnum í Kreml.Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml hafa ítrekað sýnt fram á að þau hika ekki við að beita sér gegn þeim sem þau telja sig eiga eitthvað sökótt við. Bresk kona lést meðal annars eftir að rússneskir tilræðismenn eitruðu fyrir Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara Rússa, og skildu eftir taugaeitur í ilmvatnsflösku í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Khodorkovskí varð ríkasti maður Rússlands og einn svokallaðra ólígarka eftir að hann eignaðist ríkisolíufélag eftir fall Sovétríkjanna. Stjórn Pútíns fangelsaði hann fyrir meint fjársvik og afplánaði hann tíu ár í síberískri fanganýlendu fyrir sakir sem hann og vestræn ríki telja hafa átt sér pólitískar rætur. Hann var náðaður og flúði Rússland árið 2013. Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Ósáttir við að vera vísað frá Rússlandi gegn vilja sínum Rússneskir andófsmenn sem voru látnir lausir úr fangelsum í heimalandinu í fangaskiptum á fimmtudag segjast ósáttir við að hafa verið vísað ólöglega úr landi. Einn þeirra segir erfitt að sætta sig við að vera frjáls vegna þess að morðingi var látinn laus. 3. ágúst 2024 13:38 Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36 Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Rannsókn öryggislögreglunnar FSB, sem tók við keflinu af KGB, beinist að öllum fulltrúum í svonefndri rússneskri nefnd gegn stríði. Hún er skipuð rússneskum stjórnmálamönnum, kaupsýslumönnum, blaðamönnum, lögfræðingum, listamönnum og fræðimönnum sem eru á móti stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og eru í útlegð frá heimalandi sínu. FSB sakar nefndarmenninna um að leggja á ráðin um að hrifsa völdin með ofbeldi í Rússlandi. Þekktastir nefndarmanna eru Garrí Kasparov, stórmeistari í skák, Mikhail Khodorkovskí, fyrrum ríkasti maður Rússlands, og Mikhail Kasjanov, fyrrverandi forsætisráðherra landsins.Í honum er einnig Vladímír Kara-Murza, blaða- og andófsmaður sem var fangelsaður fyrir að gagnrýna innrásina í Úkraínu. Kara-Murza var staddur á Íslandi í síðustu viku en hann tók þátt í ráðstefnu Höfða friðarseturs. Hann sagði við fréttamann Sýnar við það tækifæri að mikilvægt væri að undirbúa breytingar í Rússlandi þegar og ef Vladímír Pútín forseti hverfur frá völdum. Andófsmaðurinn var á meðal þeirra sem Rússar afhentu Bandaríkjastjórn í umfangsmestu fangaskiptum frá lokum kalda stríðsins í fyrra. Í staðinn fengu Rússar meðal annars launmorðingja sem drap mann um hábjartan dag í almenningsgarði í Þýskalandi. Telur rannsóknina ógn við andófsfólk erlendis Öryggislögreglan virðist líta á Khodorkovskí sem höfuðpaur nefndarinnar gegn stríði því hún vísar til hópsins sem „Khodorkovkí og vitorðsmanna hans“. Hún greindi frá rannsókninni á hópnum innan við tveimur vikum eftir að Khodorkovskí sagðist stefna að því að taka þátt í samræðuvettvangi fyrir rússneska lýðræðissinna í útlegð sem Evrópuráðsþingið boðaði að það ætlaði að stofna. Khodorkovskí vísar ásökunum á bug í viðtali við Reuters-fréttastofuna, ekki síst þeim um að nefndin gegn stríði hafi fjármagnað hersveitir í Úkraínu. Samtökin starfi eingöngu fyrir opnum tjöldum og í þágu friðar og mannúðar. Hann telur Pútin felmtri sleginn yfir því að stefna eigi andstæðingum hans saman en þeir gætu stjórnað Rússlandi í framtíðinni þegar hann missir völdin. Rannsókn FSB gæti verið ógn við öryggi rússnesks andófsfólks erlendis. „Slík ákvörðun eykur án nokkurs vafa áhættu þeirra sem ákveða sjálfir að þeir séu tilbúnir að stilla sér upp sem valkosti við stjórn Pútíns,“ segir Khodorkovskí. Mikhail Khodorkovskí var ríkasti maður Rússlands en mátti dúsa í fanganýlendu í Síberíu í tíu ár þegar hann lenti í ónáð hjá ráðamönnum í Kreml.Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml hafa ítrekað sýnt fram á að þau hika ekki við að beita sér gegn þeim sem þau telja sig eiga eitthvað sökótt við. Bresk kona lést meðal annars eftir að rússneskir tilræðismenn eitruðu fyrir Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara Rússa, og skildu eftir taugaeitur í ilmvatnsflösku í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Khodorkovskí varð ríkasti maður Rússlands og einn svokallaðra ólígarka eftir að hann eignaðist ríkisolíufélag eftir fall Sovétríkjanna. Stjórn Pútíns fangelsaði hann fyrir meint fjársvik og afplánaði hann tíu ár í síberískri fanganýlendu fyrir sakir sem hann og vestræn ríki telja hafa átt sér pólitískar rætur. Hann var náðaður og flúði Rússland árið 2013.
Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Ósáttir við að vera vísað frá Rússlandi gegn vilja sínum Rússneskir andófsmenn sem voru látnir lausir úr fangelsum í heimalandinu í fangaskiptum á fimmtudag segjast ósáttir við að hafa verið vísað ólöglega úr landi. Einn þeirra segir erfitt að sætta sig við að vera frjáls vegna þess að morðingi var látinn laus. 3. ágúst 2024 13:38 Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36 Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Ósáttir við að vera vísað frá Rússlandi gegn vilja sínum Rússneskir andófsmenn sem voru látnir lausir úr fangelsum í heimalandinu í fangaskiptum á fimmtudag segjast ósáttir við að hafa verið vísað ólöglega úr landi. Einn þeirra segir erfitt að sætta sig við að vera frjáls vegna þess að morðingi var látinn laus. 3. ágúst 2024 13:38
Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36
Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46