Körfubolti

Full­komin byrjun Stólanna í Evrópu

Sindri Sverrisson skrifar
Ragnar Ágústsson skoraði 28 stig í kvöld.
Ragnar Ágústsson skoraði 28 stig í kvöld. Vísir/Anton Brink

Tindastóll vann stórsigur á norska liðinu Gimle í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í ENB-deildinni í körfubolta.

Um er að ræða fimmtu sterkustu Evrópukeppnina í körfubolta karla og hafa Stólarnir nú unnið báða leiki sína af öryggi því þeir byrjuðu á 80-56 útisigri gegn Slovan Bratislava.

Tindastóll mun einnig leika heimaleiki við Manchester (Englandi), Brüssel (Belgíu) Dinamo Zagreb (Króatíu). Útileikirnir sem liðið á eftir eru við Opava (Tékklandi), Pristina (Kósovó) og Keila (Eistlandi). Næsti leikur Stólanna er í Tékklandi næsta þriðjudagskvöld.

Tindastóll var 25-23 eftir fyrsta leikhluta í kvöld en stakk svo af í öðrum leikhluta sem liðið vann 34-19, og var staðan í hálfleik því 59-42. Stólarnir slökuðu hins vegar ekki of mikið á og héldu áfram að bæta við forskotið í seinni hállfiek, og enduðu á að vinna 37 stiga sigur.

Ragnar Ágústsson átti sannkallaðan stórleik og skoraði 28 stig auk þess að taka átta fráköts. Taiwo Badmus skoraði 22 stig, Ivan Gavrilovic 20, Dedrick Basile 15, Adomas Drungilas og Sigtryggur Arnar Björnsson 14 stig hvor, Júlíus Orri Ágústsson 10 og Viðar Ágústsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×