Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2025 12:05 Portúgalskur slökkviliðsmaður glímir við gróðurelda í ágúst á þessu ári. Tíðari skógareldar eru á meðal fylgifiska hnattrænnar hlýnunar. Þeir magna einnig upp hlýnunina vegna þess mikla magn kolefnis sem losnar frá brennandi gróðrinum. Vísir/EPA Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings hefur aldrei aukist meira á milli ára en í fyrra frá því að beinar mælingar á honum hófust. Athafnir manna og ákafari gróðureldar samhliða minnkandi getu lands og hafs til að taka við koltvísýringi er sögð meginorsökin fyrir aukningunni. Vaxandi gróðurhúsaáhrif af völdum koltvísýrings í lofthjúpnum er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Uppspretta hans er fyrst og fremst bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti eins og olíu, gasi og kolum. Frá sjöunda áratug síðustu aldar hefur hraði aukningar koltvísýrings í lofthjúpnum þrefaldast. Hann var um 0,8 hlutar af milljón á ári að meðaltali en á öðrum áratug þessarar aldar var hann orðinn 2,4 hlutar af milljón. Aukningin á milli 2023 og 2024 nam hins vegar 3,5 hlutum af milljón, samkvæmt nýrri samantekt Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hún var sú mesta frá því að beinar mælingar á styrk koltvísýrings í lofthjúpnum hófust árið 1957. Styrkur lofttegundarinnar í lofthjúpnum nam 423,9 hlutum af milljón í fyrra. Hann hefur aukist um tæp þrettán prósent á tuttugu árum. Skæðir gróðureldar á hlýjasti ári mælingasögunnar Mannkynið losar nú á fjórða tug milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið á hverju ári. Um helmingur hans verður eftir í lofthjúpnum þar sem hann veldur auknum gróðurhúsaáhrifum og þar með hlýnun við yfirborð jarðar. Land og haf tekur upp hinn helminginn. Það eru hins vegar ekki varanlegar kolefnisgeymslur. WMO segir að eftir því sem meðalhiti jarðar hækkar taki hafið upp minna kolefni þar sem hann leysist síður upp í hlýrri sjó en svalari. Land á einnig erfiðara með að taka við kolefni þegar gróður og jarðvegur þornar upp. Lofttegundir eins og koltvísýringur, metan og vatnsgufa eru nefndar gróðurhúsalofttegundir vegna hlýnunaráhrifa sem þær hafa. Þær hleypa sólargeislum greiðlega í gegnum sig en drekka í sig varmageislun frá jörðinni. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin væri meðalhitinn við yfirborð jarðar meira en þrjátíu gráðum lægri. Mannkynið hefur magnað upp gróðurhúsaáhrifin og valdið hlýnun með því að dæla gríðarlegu magni af kolefni út í lofthjúpinn frá upphafi iðnbyltingarinnar. Koltvísýringur er langlífur í lofthjúpnum og safnast upp þar. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum nú er talinn sá mesti í um fjórar milljónir ára. Vegna þessarar uppsöfnuðu losunar lækkaði meðalhiti jarðar ekki aftur til fyrra horfs jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda strax. Þannig telur WMO að ástæða metaukningarinnar í fyrra hafi verið mikil losun frá gróðureldum og minnkandi kolefnisbinding hafs og lands. Árið í fyrra var það hlýjasta frá upphafi mælingar, meðal annars vegna sterks El niño-veðurfyrirbrigðis í Kyrrahafi. „Það eru áhyggjur af því að kolefnisgeymar á landi og í hafi séu að missa virkni sína sem mun auka magn koltvísýrings sem verður eftir í andrúmsloftinu sem herðir þá á hnattræni hlýnun,“ segir Oksana Tarasova, yfirvísindamaður WMO í tilkynningu frá stofnuninni. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. 18. september 2025 09:26 Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. 9. desember 2024 09:43 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Vaxandi gróðurhúsaáhrif af völdum koltvísýrings í lofthjúpnum er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Uppspretta hans er fyrst og fremst bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti eins og olíu, gasi og kolum. Frá sjöunda áratug síðustu aldar hefur hraði aukningar koltvísýrings í lofthjúpnum þrefaldast. Hann var um 0,8 hlutar af milljón á ári að meðaltali en á öðrum áratug þessarar aldar var hann orðinn 2,4 hlutar af milljón. Aukningin á milli 2023 og 2024 nam hins vegar 3,5 hlutum af milljón, samkvæmt nýrri samantekt Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hún var sú mesta frá því að beinar mælingar á styrk koltvísýrings í lofthjúpnum hófust árið 1957. Styrkur lofttegundarinnar í lofthjúpnum nam 423,9 hlutum af milljón í fyrra. Hann hefur aukist um tæp þrettán prósent á tuttugu árum. Skæðir gróðureldar á hlýjasti ári mælingasögunnar Mannkynið losar nú á fjórða tug milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið á hverju ári. Um helmingur hans verður eftir í lofthjúpnum þar sem hann veldur auknum gróðurhúsaáhrifum og þar með hlýnun við yfirborð jarðar. Land og haf tekur upp hinn helminginn. Það eru hins vegar ekki varanlegar kolefnisgeymslur. WMO segir að eftir því sem meðalhiti jarðar hækkar taki hafið upp minna kolefni þar sem hann leysist síður upp í hlýrri sjó en svalari. Land á einnig erfiðara með að taka við kolefni þegar gróður og jarðvegur þornar upp. Lofttegundir eins og koltvísýringur, metan og vatnsgufa eru nefndar gróðurhúsalofttegundir vegna hlýnunaráhrifa sem þær hafa. Þær hleypa sólargeislum greiðlega í gegnum sig en drekka í sig varmageislun frá jörðinni. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin væri meðalhitinn við yfirborð jarðar meira en þrjátíu gráðum lægri. Mannkynið hefur magnað upp gróðurhúsaáhrifin og valdið hlýnun með því að dæla gríðarlegu magni af kolefni út í lofthjúpinn frá upphafi iðnbyltingarinnar. Koltvísýringur er langlífur í lofthjúpnum og safnast upp þar. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum nú er talinn sá mesti í um fjórar milljónir ára. Vegna þessarar uppsöfnuðu losunar lækkaði meðalhiti jarðar ekki aftur til fyrra horfs jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda strax. Þannig telur WMO að ástæða metaukningarinnar í fyrra hafi verið mikil losun frá gróðureldum og minnkandi kolefnisbinding hafs og lands. Árið í fyrra var það hlýjasta frá upphafi mælingar, meðal annars vegna sterks El niño-veðurfyrirbrigðis í Kyrrahafi. „Það eru áhyggjur af því að kolefnisgeymar á landi og í hafi séu að missa virkni sína sem mun auka magn koltvísýrings sem verður eftir í andrúmsloftinu sem herðir þá á hnattræni hlýnun,“ segir Oksana Tarasova, yfirvísindamaður WMO í tilkynningu frá stofnuninni.
Lofttegundir eins og koltvísýringur, metan og vatnsgufa eru nefndar gróðurhúsalofttegundir vegna hlýnunaráhrifa sem þær hafa. Þær hleypa sólargeislum greiðlega í gegnum sig en drekka í sig varmageislun frá jörðinni. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin væri meðalhitinn við yfirborð jarðar meira en þrjátíu gráðum lægri. Mannkynið hefur magnað upp gróðurhúsaáhrifin og valdið hlýnun með því að dæla gríðarlegu magni af kolefni út í lofthjúpinn frá upphafi iðnbyltingarinnar. Koltvísýringur er langlífur í lofthjúpnum og safnast upp þar. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum nú er talinn sá mesti í um fjórar milljónir ára. Vegna þessarar uppsöfnuðu losunar lækkaði meðalhiti jarðar ekki aftur til fyrra horfs jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda strax.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. 18. september 2025 09:26 Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. 9. desember 2024 09:43 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. 18. september 2025 09:26
Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. 9. desember 2024 09:43