Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2025 20:25 Atvikið átti sér stað á Litla-Hrauni en aðbúnaður þar hefur lengi verið gagnrýndur. Vísir/Vilhelm Fangi á Litla-Hrauni réðst á samfanga sinn með hnífi í dag eftir að átök brutust út milli þeirra. Annar þeirra fékk skurð á hendi en fangaverðir slösuðust ekki. Lögregla rannsakar nú málið og verður atvikið tekið til skoðunar hjá stjórn fangelsisins, að sögn Kristínar Evu Sveinsdóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns. Ekki hafi verið um að ræða alvarlega áverka. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir erfitt að koma alveg í veg fyrir að fangar beri vopn innan fangelsisins og yfirfull fangelsi auki bæði hættuna á átökum og geri fangavörðum erfiðara að bregðast við. „Þetta fór sem betur fer vel í þetta sinn eins og maður segir. Þetta tengist því sem við höfum verið að tala um að það er erfitt að aðskilja fanga innan fangelsiskerfisins í dag sem er yfirfullt. Það eru alls konar menn og konur sem virka illa saman og það koma þá oft upp einhver átök á milli hópa. Þetta er því miður það sem við búum svolítið við í dag og getum átt von á,“ segir Kristín Eva í samtali við fréttastofu. Hún þekki ekki til tölfræði um tíðni hnífaárása í fangelsinu en þær hafi ekki verið algengar í hennar stjórnartíð. Fangarnir sem um ræðir hafi verið aðskildir og settir tímabundið í sérstakt einangrunarúrræði. „Fangaverðir brugðust skjótt og vel við og sem betur varð enginn alvarleg atburðarás út frá þessu.“ RÚV hefur eftir ónafngreindum heimildum að árásarmaðurinn hafi verið einn þeirra sem réðust á fangaverði í sumar. Kristín Eva segist ekki geta staðfest það eða veitt upplýsingar um fangana. Ekki liggi fyrir hvers vegna átökin brutust út. Það sé lögreglunnar að kanna það og ræða við umrædda fanga og vitni. Kallaði eftir aðgerðum Kristín Eva, Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Fangelsisins á Hólmsheiði, Rannveig Brynja Sverrisdóttir, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða, félag fanga og áhugamanna skoruðu nýverið á stjórnvöld að bregðast við „langvinnri kerfislægri krísu“ í fangelsismálum hér á landi. Þau sögðu ástand málaflokksins vera óásættanlegt. „Ástand fullnustukerfisins einkennist af langvarandi vanfjármögnun, ófullnægjandi innviðum og aukinni öryggisáhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Þrátt fyrir viðvaranir frá bæði eftirlitsaðilum og stofnuninni sjálfri í áratugi hefur nauðsynleg uppbygging setið á hakanum,“ sagði jafnframt í yfirlýsingu hópsins. Fréttin hefur verið uppfærð.. Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
Lögregla rannsakar nú málið og verður atvikið tekið til skoðunar hjá stjórn fangelsisins, að sögn Kristínar Evu Sveinsdóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns. Ekki hafi verið um að ræða alvarlega áverka. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir erfitt að koma alveg í veg fyrir að fangar beri vopn innan fangelsisins og yfirfull fangelsi auki bæði hættuna á átökum og geri fangavörðum erfiðara að bregðast við. „Þetta fór sem betur fer vel í þetta sinn eins og maður segir. Þetta tengist því sem við höfum verið að tala um að það er erfitt að aðskilja fanga innan fangelsiskerfisins í dag sem er yfirfullt. Það eru alls konar menn og konur sem virka illa saman og það koma þá oft upp einhver átök á milli hópa. Þetta er því miður það sem við búum svolítið við í dag og getum átt von á,“ segir Kristín Eva í samtali við fréttastofu. Hún þekki ekki til tölfræði um tíðni hnífaárása í fangelsinu en þær hafi ekki verið algengar í hennar stjórnartíð. Fangarnir sem um ræðir hafi verið aðskildir og settir tímabundið í sérstakt einangrunarúrræði. „Fangaverðir brugðust skjótt og vel við og sem betur varð enginn alvarleg atburðarás út frá þessu.“ RÚV hefur eftir ónafngreindum heimildum að árásarmaðurinn hafi verið einn þeirra sem réðust á fangaverði í sumar. Kristín Eva segist ekki geta staðfest það eða veitt upplýsingar um fangana. Ekki liggi fyrir hvers vegna átökin brutust út. Það sé lögreglunnar að kanna það og ræða við umrædda fanga og vitni. Kallaði eftir aðgerðum Kristín Eva, Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Fangelsisins á Hólmsheiði, Rannveig Brynja Sverrisdóttir, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða, félag fanga og áhugamanna skoruðu nýverið á stjórnvöld að bregðast við „langvinnri kerfislægri krísu“ í fangelsismálum hér á landi. Þau sögðu ástand málaflokksins vera óásættanlegt. „Ástand fullnustukerfisins einkennist af langvarandi vanfjármögnun, ófullnægjandi innviðum og aukinni öryggisáhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Þrátt fyrir viðvaranir frá bæði eftirlitsaðilum og stofnuninni sjálfri í áratugi hefur nauðsynleg uppbygging setið á hakanum,“ sagði jafnframt í yfirlýsingu hópsins. Fréttin hefur verið uppfærð..
Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira