Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2025 16:24 Vladimír Pútín og Donald Trump í Alaska í ágúst. AP/Jae C. Hong Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. Þrátt fyrir það hefur Trump ekki látið verða af ítrekuðum hótunum sínum um að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvað forsetarnir töluðu um en væntanlega töluðu þeir mikið um innrás Rússa í Úkraínu, sem Trump hefur reynt að binda enda á en með takmörkuðum árangri. Þá er mögulegt að samtalið standi enn yfir þegar þetta er skrifað. Á meðan forsetarnir voru að tala saman birti Trump færslu á Truth Social, sínum eigin samfélagsmiðli, þar sem hann sagði samtalið vera langt. Að öðru leyti myndi hann segja frá innihaldi þess, eins og Rússar myndu gera, þegar því væri lokið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur reglulega rætt við Trump í síma á undanförnum dögum og vikum og mun fara á fund Trumps í Washington á morgun. Selenskí er að vonast eftir því að geta keypt hergögn af Bandaríkjamönnum en efst á lista hans eru loftvarnarkerfi og flugskeyti í því. Þar að auki hefur Selenskí farið fram á að kaupa bandarískar stýriflaugar. Trump hefur gefið til kynna að hann gæti verið tilbúinn til að selja Úkraínumönnum stýriflaugar. Þau ummæli gætu þó verið til þess eins að reyna að setja þrýsting á Pútín til að fá hann að samningaborðinu, eins og Trump hefur gefið til kynna. „Vilja þeir fá Tomahawk-flaugar í þeirra átt? Það held ég ekki,“ sagði hann við blaðamenn í gær. „Ég held ég muni ræða þetta við Rússland.“ Úkraínumenn gætu notað umræddar stýriflaugar til áframhaldandi árása djúpt í Rússlandi en óljóst er hve margar slíkar þeir gætu fengið, taki Trump þá ákvörðun. Ráðamenn í Rússlandi hafa tekið ummælum um mögulega sölu stýriflauga til Úkraínu illa og hefur Pútín sjálfur, auk annarra, sagt að það myndi koma verulega niður á sambandi Bandaríkjanna og Rússlands. AP fréttaveitan sagði frá því í dag að starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu hefðu farið að sýna frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og ríkjum sem kaupa olíu af Rússlandi nýjan áhuga. Slíkt frumvarp liggur fyrir á þingi en það var samið af þingmönnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins og nýtur stuðnings mikils meirihluta þingmanna í báðum deildum þingsins. Sala á olíu og olíuafurðum er langstærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Kínverjar og Indverjar hafa á undanförnum árum keypt langmest af rússneskri olíu. Trump sagðist í gær hafa vilyrði fyrir því að Indverjar ætluðu að hætta þeim kaupum. Sjá einnig: Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Umrætt frumvarp hefur legið óhreift á þingi um nokkurt skeið en það hefur ekki verið samþykkt enn þar sem talið hefur verið að Trump myndi ekki skrifa undir það. Um tíma kom til greina að þingmenn myndu nýta þann mikla stuðning sem frumvarpið hefur á þingi til að komast hjá því að Trump þyrfti að skrifa undir það. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? AP segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi skoðað frumvarpið ítarlega að undanförnu, lagt til nokkrar breytingar og tillögur að orðræðu. Þingmenn segja þann aukna áhuga til marks um að Trump hafi mögulega loksins huga á því að herða aðgerðir gegn Rússlandi. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Þrátt fyrir það hefur Trump ekki látið verða af ítrekuðum hótunum sínum um að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvað forsetarnir töluðu um en væntanlega töluðu þeir mikið um innrás Rússa í Úkraínu, sem Trump hefur reynt að binda enda á en með takmörkuðum árangri. Þá er mögulegt að samtalið standi enn yfir þegar þetta er skrifað. Á meðan forsetarnir voru að tala saman birti Trump færslu á Truth Social, sínum eigin samfélagsmiðli, þar sem hann sagði samtalið vera langt. Að öðru leyti myndi hann segja frá innihaldi þess, eins og Rússar myndu gera, þegar því væri lokið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur reglulega rætt við Trump í síma á undanförnum dögum og vikum og mun fara á fund Trumps í Washington á morgun. Selenskí er að vonast eftir því að geta keypt hergögn af Bandaríkjamönnum en efst á lista hans eru loftvarnarkerfi og flugskeyti í því. Þar að auki hefur Selenskí farið fram á að kaupa bandarískar stýriflaugar. Trump hefur gefið til kynna að hann gæti verið tilbúinn til að selja Úkraínumönnum stýriflaugar. Þau ummæli gætu þó verið til þess eins að reyna að setja þrýsting á Pútín til að fá hann að samningaborðinu, eins og Trump hefur gefið til kynna. „Vilja þeir fá Tomahawk-flaugar í þeirra átt? Það held ég ekki,“ sagði hann við blaðamenn í gær. „Ég held ég muni ræða þetta við Rússland.“ Úkraínumenn gætu notað umræddar stýriflaugar til áframhaldandi árása djúpt í Rússlandi en óljóst er hve margar slíkar þeir gætu fengið, taki Trump þá ákvörðun. Ráðamenn í Rússlandi hafa tekið ummælum um mögulega sölu stýriflauga til Úkraínu illa og hefur Pútín sjálfur, auk annarra, sagt að það myndi koma verulega niður á sambandi Bandaríkjanna og Rússlands. AP fréttaveitan sagði frá því í dag að starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu hefðu farið að sýna frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og ríkjum sem kaupa olíu af Rússlandi nýjan áhuga. Slíkt frumvarp liggur fyrir á þingi en það var samið af þingmönnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins og nýtur stuðnings mikils meirihluta þingmanna í báðum deildum þingsins. Sala á olíu og olíuafurðum er langstærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Kínverjar og Indverjar hafa á undanförnum árum keypt langmest af rússneskri olíu. Trump sagðist í gær hafa vilyrði fyrir því að Indverjar ætluðu að hætta þeim kaupum. Sjá einnig: Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Umrætt frumvarp hefur legið óhreift á þingi um nokkurt skeið en það hefur ekki verið samþykkt enn þar sem talið hefur verið að Trump myndi ekki skrifa undir það. Um tíma kom til greina að þingmenn myndu nýta þann mikla stuðning sem frumvarpið hefur á þingi til að komast hjá því að Trump þyrfti að skrifa undir það. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? AP segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi skoðað frumvarpið ítarlega að undanförnu, lagt til nokkrar breytingar og tillögur að orðræðu. Þingmenn segja þann aukna áhuga til marks um að Trump hafi mögulega loksins huga á því að herða aðgerðir gegn Rússlandi.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira