Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. október 2025 17:08 Framhjólið er beyglað eftir að bíllinn keyrði yfir það. Aðsend Ökumaður keyrði á ellefu ára dreng á hjóli og ók svo í burtu án þess að stöðva. Faðir drengsins segir hann í andlegu áfalli og leitar vitna að atvikinu. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan tvö á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Drengurinn, sem er í sjötta bekk, var að hjóla yfir gangbraut við Laugarnesskóla þegar keyrt var á hann. „Ég var í vinnunni og sonur minn hringir í mig hágrátandi. Hann hafði komið sér heim á löskuðu hjóli,“ segir Björgvin Halldór Björnsson, faðir drengsins. Hann auglýsti eftir vitnum að atvikinu á Facebook-síðu Laugarneshverfisins. „Hann lýsir þessu þannig að hann hafi komið hjólandi að gangbrautinni og hægt á sér og bíllinn hægði á sér líka. Svo fór hann rólega yfir og bíllinn hafi farið líka af stað og keyrt á hjólið svo hann dettur af því.“ Ökumaðurinn keyrði bílinn yfir framdekk hjólsins og þurfti sonur Björgvins að kippa að sér fótunum svo að þeir yrðu ekki einnig undir dekkjum bílsins. „Svo er bíllinn bara farinn og hann liggur þarna eftir í áfalli,“ segir Björgvin. „Hann er hruflaður á hnénu eftir fallið en þetta var virkilegt áfall. Hann er miður sín að bíllinn myndi keyra í burtu og yfir hjólið hans.“ Drengurinn þurfti að kippa að sér fótunum til að þeir yrðu ekki undir bílnum.Aðsend Eitt vitni varð að atburðinum, kona sem gaf sig á tal við drenginn. Þeirra leiðir skyldu en í færslu á Facebook-síðu Laugarneshverfis auglýsir Björgvin eftir vitni. „[Drengurinn] telur að ökumaðurinn hafi ekki getað dulist að hann hafi keyrt á hann,“ skrifar Björgvin sem hefur haft samband við lögreglu vegna málsins. „Fólk verður að passa sig í umferðinni og það er ólíðandi að fólk sé að yfirgefa vettvang án þess að ganga úr skugga um að það sé allt í lagi með drenginn,“ segir hann. Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan tvö á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Drengurinn, sem er í sjötta bekk, var að hjóla yfir gangbraut við Laugarnesskóla þegar keyrt var á hann. „Ég var í vinnunni og sonur minn hringir í mig hágrátandi. Hann hafði komið sér heim á löskuðu hjóli,“ segir Björgvin Halldór Björnsson, faðir drengsins. Hann auglýsti eftir vitnum að atvikinu á Facebook-síðu Laugarneshverfisins. „Hann lýsir þessu þannig að hann hafi komið hjólandi að gangbrautinni og hægt á sér og bíllinn hægði á sér líka. Svo fór hann rólega yfir og bíllinn hafi farið líka af stað og keyrt á hjólið svo hann dettur af því.“ Ökumaðurinn keyrði bílinn yfir framdekk hjólsins og þurfti sonur Björgvins að kippa að sér fótunum svo að þeir yrðu ekki einnig undir dekkjum bílsins. „Svo er bíllinn bara farinn og hann liggur þarna eftir í áfalli,“ segir Björgvin. „Hann er hruflaður á hnénu eftir fallið en þetta var virkilegt áfall. Hann er miður sín að bíllinn myndi keyra í burtu og yfir hjólið hans.“ Drengurinn þurfti að kippa að sér fótunum til að þeir yrðu ekki undir bílnum.Aðsend Eitt vitni varð að atburðinum, kona sem gaf sig á tal við drenginn. Þeirra leiðir skyldu en í færslu á Facebook-síðu Laugarneshverfis auglýsir Björgvin eftir vitni. „[Drengurinn] telur að ökumaðurinn hafi ekki getað dulist að hann hafi keyrt á hann,“ skrifar Björgvin sem hefur haft samband við lögreglu vegna málsins. „Fólk verður að passa sig í umferðinni og það er ólíðandi að fólk sé að yfirgefa vettvang án þess að ganga úr skugga um að það sé allt í lagi með drenginn,“ segir hann.
Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira