Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 16. október 2025 18:31 Íslenski þjóðfáninn er eitt helsta sameiningartákn okkar Íslendinga. Fáninn er fallegt tákn frelsis, fullveldis og sjálfstæðis okkar þjóðar. Fáninn ber sögu okkar, menningu og gildum fagurt vitni og sameinar þjóðina. Margir hafa verið á þeirri skoðun að við ættum að nota fánann mun meira en gert er. Ekki að hann blakti aðeins á hátíðisdögum og á opinberum fánadögum heldur sé notaður sem merki sem víðast og mest. Að mínu mati var það til dæmis síður en svo til bóta þegar þjóðfáninn var tekinn úr endurnýjuðu og breyttu merki Alþingis. Núverandi fánalög eru nokkuð hamlandi. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir veigra sér við að flagga vegna þeirra takmarkana sem lögin setja um notkun fánans. Umræður um fánalögin koma upp annað slagið hér á landi og hvort gera skuli breytingar á þeim. Í kjölfar þess að þingmenn fengu opinbera hvatningu í gær, frá Steinþóri Jónssyni einstaklingi í ferðaþjónustu tók ég málið upp á Alþingi. Þar tók ég undir það að gera þurfi breytingar á þessum lögum, einfalda þau eða ryðja úr vegi hindrunum við notkun fánans. Tillaga Steinþórs er um að því verði komið inn í lögin að heimilt verði að flagga allan sólarhringinn á björtum sumardögum, eða frá 15. maí – 15. september. Það er góð tillaga, einföld breyting í framkvæmd og gæti verið eitt af skrefunum í átt að aukinni notkun fánans okkar. Við eigum að gera íslenska fánanum hærra undir höfði. Sýna honum og íslenskri menningararfleifð þá virðingu og sóma sem honum ber með meiri og almennari notkun. Við getum tekið frændur okkar á Norðurlöndunum til fyrirmyndar, en þjóðfánar þeirra eru mun meira áberandi hjá þeim en hjá okkur. Við sjálfstæðismenn styðjum það að fánalögin verði tekin til endurskoðunar í því skyni að einfalda notkun á okkar fallega sameiningartákni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenski fáninn Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenski þjóðfáninn er eitt helsta sameiningartákn okkar Íslendinga. Fáninn er fallegt tákn frelsis, fullveldis og sjálfstæðis okkar þjóðar. Fáninn ber sögu okkar, menningu og gildum fagurt vitni og sameinar þjóðina. Margir hafa verið á þeirri skoðun að við ættum að nota fánann mun meira en gert er. Ekki að hann blakti aðeins á hátíðisdögum og á opinberum fánadögum heldur sé notaður sem merki sem víðast og mest. Að mínu mati var það til dæmis síður en svo til bóta þegar þjóðfáninn var tekinn úr endurnýjuðu og breyttu merki Alþingis. Núverandi fánalög eru nokkuð hamlandi. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir veigra sér við að flagga vegna þeirra takmarkana sem lögin setja um notkun fánans. Umræður um fánalögin koma upp annað slagið hér á landi og hvort gera skuli breytingar á þeim. Í kjölfar þess að þingmenn fengu opinbera hvatningu í gær, frá Steinþóri Jónssyni einstaklingi í ferðaþjónustu tók ég málið upp á Alþingi. Þar tók ég undir það að gera þurfi breytingar á þessum lögum, einfalda þau eða ryðja úr vegi hindrunum við notkun fánans. Tillaga Steinþórs er um að því verði komið inn í lögin að heimilt verði að flagga allan sólarhringinn á björtum sumardögum, eða frá 15. maí – 15. september. Það er góð tillaga, einföld breyting í framkvæmd og gæti verið eitt af skrefunum í átt að aukinni notkun fánans okkar. Við eigum að gera íslenska fánanum hærra undir höfði. Sýna honum og íslenskri menningararfleifð þá virðingu og sóma sem honum ber með meiri og almennari notkun. Við getum tekið frændur okkar á Norðurlöndunum til fyrirmyndar, en þjóðfánar þeirra eru mun meira áberandi hjá þeim en hjá okkur. Við sjálfstæðismenn styðjum það að fánalögin verði tekin til endurskoðunar í því skyni að einfalda notkun á okkar fallega sameiningartákni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun