Viðskipti innlent

Fyrr­verandi frétta­stjóri til Gímaldsins

Árni Sæberg skrifar
Aðalheiður, til hægri, er gengin til liðs við Gímaldið, sem Auður Jónsdóttir, til vinstri, stofnaði ásamt Eyrúnu Magnúsdóttur.
Aðalheiður, til hægri, er gengin til liðs við Gímaldið, sem Auður Jónsdóttir, til vinstri, stofnaði ásamt Eyrúnu Magnúsdóttur. Vísir

Aðalheiður Ámundadóttir er gengin til liðs við Gímaldið, nýjan fjölmiðil sem hleypt verður úr vör innan skamms.

Í tilkynningu þess efnis á Facebooksíðu Gímaldsins segir að Aðalheiður hafi um árabil starfað sem blaðamaður á Fréttablaðinu, þar sem hún hafi einnig gengt stöðu fréttastjóra. Hún sé lögfræðingur að mennt og mörgum kunn fyrir ítarlegar fréttaskýringar sínar um dómsmál og Mannréttindadómstól Evrópu.

Aðalheiður sé handhafi blaðamannaverðlauna fyrir umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmál og hafi auk þess verið tilnefnd til verðlauna í flokki rannsóknarblaðamennsku. Aðalheiður sé ekki síður þekkt fyrir fréttir og fréttaskýringar á sviði stjórnmála og hafi verið tíður gestur í umræðuþáttum um þjóðmál bæði í útvarpi og sjónvarpi.

Auk blaðamennskunnar hafi Aðalheiður starfað við kennslu og rannsóknir í lögfræði, unnið á Alþingi og átt sæti í fjölmörgum nefndum á vegum hins opinbera, þar á meðal í stjórnarskrárnefndum og á sviði tjáningar- og upplýsingafrelsis.

Gímaldið er nýr íslenskur fjölmiðill sem fer í loftið 27. október 2025. Að baki Gímaldinu standa þær Auður Jónsdóttir og Eyrún Magnúsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×