Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2025 23:31 Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, vonast til að stjórnvöld hlusti á athugasemdir mannréttindasamtaka. Sýn Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Stjórnvöld boði varðhaldsstöð með fáum takmörkunum og vistun barna geti falið í sér brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það er lítið í lögunum sem segir hversu mikið á að reyna önnur vægari atriði áður en ákveðið er að setja fólkið í þessa varðhaldsstöð. Þannig það sem getur gerst í rauninni er að þú getur verið að koma inn í landið, þú getur sótt um hæli og í raun og veru verið sett beint inn á þessa varðhaldsstöð. Þar má geyma þig í allt að átján mánuði. Þegar kemur að því til dæmis að fólk er handtekið fyrir glæpi þá er hámarkstími í gæsluvarðhaldi tólf vikur, þarna er verið að tala um að það megi halda fólki í varðhaldi í allt að átján mánuði,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, í kvöldfréttum Sýnar. Gögn skorti með frumvarpsdrögunum um reynslu stjórnvalda af öðrum vægari úrræðum sem hafi verið beitt við frávísun fólks fram að þessu og hversu margir hefðu þá verið vistaðir í brottfarastöð ef úrræðið stæði til boða. „Þetta eru gögn sem þurfa að koma með til að hægt sé að taka ákvarðanir um það hvað eru vægari atriði sem virka,“ segir Gísli. Brjóti á réttindum barna „Það sem við höfum áhyggjur af er að þarna er líka verið að leyfa að setja í varðhald börn. Það er eitthvað sem öll mannréttindasamtökin eru að benda á, og meira að segja Mannréttindastofnun Íslands, sem er ný stofnun undir Alþingi, bendir á að þetta geti verið brot á Barnasáttmála og fleiri hlutum. Það er eitthvað sem við verðum að passa okkur í hið ítrasta að gera ekki, að hafa ,eins og framkvæmdastjóri Barnaheilla benti á, alvarleg áhrif á geðheilsu barna.“ Gísli bætir við að það sé óljóst hvernig eftirliti verði háttað með notkun þessa nýja úrræðis. „Það er skýrt þegar kemur að sakamálum og hvernig eigi að hafa eftirlit með fangelsum og annað. Þetta er ekki nógu skýrt í þessum frumvarpsdrögum.“ Hann segir málið hafa mætt lítilli mótstöðu á Alþingi en það sé von Rauða krossins og annarra mannréttindasamtaka að það verði hlustað á þeirra athugasemdir. „Og það sé passað að það sé ekki verið að brjóta í bága við lög eins og Barnasáttmálann sem búið er að færa í lög á Íslandi og það sé verið að passa að þetta verði einungis notað í ítrustu atvikum.“ Fylgdarlaus börn ekki vistuð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt úrræðið hugsað sem algjört lokaúrræði gagnvart fólki sem sýni engan samstarfsvilja við brottvísun úr landi. Ísland sé eina Schengen-ríkið án slíkrar brottfararstöðvar. „Varðandi þessa gagnrýni get ég auðvitað skilið þessi sjónarmið, hvaðan þau koma en eins og ég segi: Ísland er eftirbátur annarra ríkja hvað þetta varðar og þetta snýst um það að geta framfylgt hérna ákveðinni stefnu í þessum málaflokki.“ Ekkert fylgdarlaust barn verði vistað á brottfarastöðinni og segir ráðherra það hennar von að sem fæsta þurfi að vista þar, horft sé til þess að sundra ekki fjölskyldum. Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Mannréttindi Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Sjá meira
„Það er lítið í lögunum sem segir hversu mikið á að reyna önnur vægari atriði áður en ákveðið er að setja fólkið í þessa varðhaldsstöð. Þannig það sem getur gerst í rauninni er að þú getur verið að koma inn í landið, þú getur sótt um hæli og í raun og veru verið sett beint inn á þessa varðhaldsstöð. Þar má geyma þig í allt að átján mánuði. Þegar kemur að því til dæmis að fólk er handtekið fyrir glæpi þá er hámarkstími í gæsluvarðhaldi tólf vikur, þarna er verið að tala um að það megi halda fólki í varðhaldi í allt að átján mánuði,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, í kvöldfréttum Sýnar. Gögn skorti með frumvarpsdrögunum um reynslu stjórnvalda af öðrum vægari úrræðum sem hafi verið beitt við frávísun fólks fram að þessu og hversu margir hefðu þá verið vistaðir í brottfarastöð ef úrræðið stæði til boða. „Þetta eru gögn sem þurfa að koma með til að hægt sé að taka ákvarðanir um það hvað eru vægari atriði sem virka,“ segir Gísli. Brjóti á réttindum barna „Það sem við höfum áhyggjur af er að þarna er líka verið að leyfa að setja í varðhald börn. Það er eitthvað sem öll mannréttindasamtökin eru að benda á, og meira að segja Mannréttindastofnun Íslands, sem er ný stofnun undir Alþingi, bendir á að þetta geti verið brot á Barnasáttmála og fleiri hlutum. Það er eitthvað sem við verðum að passa okkur í hið ítrasta að gera ekki, að hafa ,eins og framkvæmdastjóri Barnaheilla benti á, alvarleg áhrif á geðheilsu barna.“ Gísli bætir við að það sé óljóst hvernig eftirliti verði háttað með notkun þessa nýja úrræðis. „Það er skýrt þegar kemur að sakamálum og hvernig eigi að hafa eftirlit með fangelsum og annað. Þetta er ekki nógu skýrt í þessum frumvarpsdrögum.“ Hann segir málið hafa mætt lítilli mótstöðu á Alþingi en það sé von Rauða krossins og annarra mannréttindasamtaka að það verði hlustað á þeirra athugasemdir. „Og það sé passað að það sé ekki verið að brjóta í bága við lög eins og Barnasáttmálann sem búið er að færa í lög á Íslandi og það sé verið að passa að þetta verði einungis notað í ítrustu atvikum.“ Fylgdarlaus börn ekki vistuð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt úrræðið hugsað sem algjört lokaúrræði gagnvart fólki sem sýni engan samstarfsvilja við brottvísun úr landi. Ísland sé eina Schengen-ríkið án slíkrar brottfararstöðvar. „Varðandi þessa gagnrýni get ég auðvitað skilið þessi sjónarmið, hvaðan þau koma en eins og ég segi: Ísland er eftirbátur annarra ríkja hvað þetta varðar og þetta snýst um það að geta framfylgt hérna ákveðinni stefnu í þessum málaflokki.“ Ekkert fylgdarlaust barn verði vistað á brottfarastöðinni og segir ráðherra það hennar von að sem fæsta þurfi að vista þar, horft sé til þess að sundra ekki fjölskyldum.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Mannréttindi Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Sjá meira