Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. október 2025 08:00 Væru það kjarakaup ef viðkomandi væri að versla sér í matinn? Eitthvað segir mér að svo sé ekki. Af einhverjum ástæðum er það samt raunveruleikinn sem Reykjavíkurborg vill bjóða nemendum í grunnskólum upp á. Því þegar nemendur fara upp í unglingadeild er þeim boðið upp á að fá hálft ár í sundi í 8. og 9. bekk. En eiga að komast yfir námsefni sem spannar þriggja ára skólagöngu. Samkvæmt aðalnámskrá er gert ráð fyrir að nemendur í unglingadeild fái 120 mínútur af skipulagðri kennslu í skólaíþróttum. Tveimur í skólaíþróttum og einum í skólasundi. Er sanngjarnt að gera sömu kröfur til nemenda sem fá eitt skólaár af kennslu sem átti að taka þrjú? Er þá nokkuð að undra fyrst sífellt sé verið að slá af kröfum um hæfni. Röksemdafærslan sem lagt var upp með var sú að nemendur upplifðu sig vera búinn að læra nóg og væru orðin flugsynd eftir miðstig. Einnig var bent á að nemendur gætu þá fengið annan hreyfitíma á móti. Fyrir þorra nemenda heldur hvorug fullyrðing vatni. Margir hverjir ráða ekki við gömlu sundstigin og það eru algjör undantekning ef þau fá leikfimitíma á móti, það er nánast óheyrt. Þau eru að tapa tímum í báða enda. Svo verið er að þverbrjóta lög um grunnskóla hvernig sem á málið er litið. Mögulega til þess að spara. En hvert fóru peningarnir sem spöruðust á því að slá af sundkennslunni? Allavega ekki til að auka vægi hreyfináms á öðrum vígstöðvum grunnskólanna svo mikið er víst. Önnur röksemdafærsla var hversu berskjaldaður viðkomandi er í klefanum, því þar geta orðið árekstrar. Að fara nakin í sturtu og þrífa sig fyrir framan aðra. En hvað sem því líður er þetta sennilega síðasta vígið þar sem þau fá raunhæfa mynda af mannslíkamanum. Ekki finna ungmennin okkar það á samfélagsmiðlum þar sem unnar myndir og eitthvað þaðan af verra er í boði. Er það í alvöru álitamál hvort hollt sé fyrir nemendur að sleppa því sem er erfitt og kvíðavaldandi, því þannig getur lífið verið. Er ekki skólans að undirbúa nemendur fyrir lífið? En svo er auðvitað lokahnykkurinn, Íslendingar hafa frá landnámi háð harða baráttu við hafið. Það er tiltölulega stutt síðan þorri landsmanna þekkti einhvern sem hefur drukknað. Ef haldið er áfram á sömu braut gæti það veruleikinn á ný. Það er ekki framtíð sem nokkrum ætti að hugnast. Höfundur er kennari og hreyfináms lobbíisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Væru það kjarakaup ef viðkomandi væri að versla sér í matinn? Eitthvað segir mér að svo sé ekki. Af einhverjum ástæðum er það samt raunveruleikinn sem Reykjavíkurborg vill bjóða nemendum í grunnskólum upp á. Því þegar nemendur fara upp í unglingadeild er þeim boðið upp á að fá hálft ár í sundi í 8. og 9. bekk. En eiga að komast yfir námsefni sem spannar þriggja ára skólagöngu. Samkvæmt aðalnámskrá er gert ráð fyrir að nemendur í unglingadeild fái 120 mínútur af skipulagðri kennslu í skólaíþróttum. Tveimur í skólaíþróttum og einum í skólasundi. Er sanngjarnt að gera sömu kröfur til nemenda sem fá eitt skólaár af kennslu sem átti að taka þrjú? Er þá nokkuð að undra fyrst sífellt sé verið að slá af kröfum um hæfni. Röksemdafærslan sem lagt var upp með var sú að nemendur upplifðu sig vera búinn að læra nóg og væru orðin flugsynd eftir miðstig. Einnig var bent á að nemendur gætu þá fengið annan hreyfitíma á móti. Fyrir þorra nemenda heldur hvorug fullyrðing vatni. Margir hverjir ráða ekki við gömlu sundstigin og það eru algjör undantekning ef þau fá leikfimitíma á móti, það er nánast óheyrt. Þau eru að tapa tímum í báða enda. Svo verið er að þverbrjóta lög um grunnskóla hvernig sem á málið er litið. Mögulega til þess að spara. En hvert fóru peningarnir sem spöruðust á því að slá af sundkennslunni? Allavega ekki til að auka vægi hreyfináms á öðrum vígstöðvum grunnskólanna svo mikið er víst. Önnur röksemdafærsla var hversu berskjaldaður viðkomandi er í klefanum, því þar geta orðið árekstrar. Að fara nakin í sturtu og þrífa sig fyrir framan aðra. En hvað sem því líður er þetta sennilega síðasta vígið þar sem þau fá raunhæfa mynda af mannslíkamanum. Ekki finna ungmennin okkar það á samfélagsmiðlum þar sem unnar myndir og eitthvað þaðan af verra er í boði. Er það í alvöru álitamál hvort hollt sé fyrir nemendur að sleppa því sem er erfitt og kvíðavaldandi, því þannig getur lífið verið. Er ekki skólans að undirbúa nemendur fyrir lífið? En svo er auðvitað lokahnykkurinn, Íslendingar hafa frá landnámi háð harða baráttu við hafið. Það er tiltölulega stutt síðan þorri landsmanna þekkti einhvern sem hefur drukknað. Ef haldið er áfram á sömu braut gæti það veruleikinn á ný. Það er ekki framtíð sem nokkrum ætti að hugnast. Höfundur er kennari og hreyfináms lobbíisti.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun