Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2025 14:17 Þorsteinn Roy Jóhannsson og Arnar Pétursson deila. Arnar Pétursson varð í dag Íslandsmeistari í víðavangshlaupum. Talsverð dramatík var í karlaflokknum en Þorsteinn Roy Jóhannsson var dæmdur úr leik fyrir að hrinda sigurvegaranum. Arnar kom fyrstur í mark í hlaupinu í dag en Þorsteinn annar. Til orðaskipta kom á milli þeirra á lokasprettinum eins og sjá má á Instagram-síðu hlaðvarpsins Langa. Í samtali við Vísi segir Þorsteinn að hann hafi verið réttilega dæmdur úr leik. „Það var smá hasar í þessu. Ég var búinn að leiða í smá tíma og Arnar var á eftir mér. Hann var það nálægt mér að hann sparkaði undir sólann á mér í þrígang í hlaupinu,“ sagði Þorsteinn. „Þetta gerist ítrekað í hlaupum þar sem hann er á eftir mér. Ég er búinn að vera smá pirraður á þessu undanfarið. Ég skammaði hann hressilega í fyrsta sinn og bað hann um að hætta þessu. Svo gerðist þetta aftur og ég missti hausinn í lokin.“ Þorsteinn segist ekki vera stoltur af viðbrögðum sínum. „Ég var búinn að fá nóg, hraunaði yfir hann, stuggaði við honum og var réttilega dæmdur úr leik,“ sagði Þorsteinn. „Arnar kærði mig fyrir að ýta honum og það má ekki. Ég var því dæmdur úr leik. Arnar vann þetta. Hann var sterkari í dag og varð Íslandsmeistari.“ Eftir að Þorsteinn var dæmdur úr leik færðist Jökull Bjarkason upp í 2. sætið og Stefán Pálsson í það þriðja. Þorsteinn sagði að mælirinn hefði orðið fullur hjá sér í dag. „Þetta hefur gerst undanfarið í hlaupum þar sem hann er á eftir mér og ég er að leiða. Þetta gerist reglulega, hvort sem það er óvart eða ekki, á ekki að sparka undir sólann á næsta manni,“ sagði Þorsteinn. „Ég er frekar umburðarlyndur maður þannig að ég hef ekkert verið að skamma hann mikið en ég er kominn með nóg af því, hann hætti ekki og svo missti ég hausinn.“ Arnar kom í mark á tímanum 31:32 mínútum en Jökull á 31:57 mínútum og Stefán á 32:37 mínútum. Úrslit hlaupsins má sjá með því að smella hér. Hlaup Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Arnar kom fyrstur í mark í hlaupinu í dag en Þorsteinn annar. Til orðaskipta kom á milli þeirra á lokasprettinum eins og sjá má á Instagram-síðu hlaðvarpsins Langa. Í samtali við Vísi segir Þorsteinn að hann hafi verið réttilega dæmdur úr leik. „Það var smá hasar í þessu. Ég var búinn að leiða í smá tíma og Arnar var á eftir mér. Hann var það nálægt mér að hann sparkaði undir sólann á mér í þrígang í hlaupinu,“ sagði Þorsteinn. „Þetta gerist ítrekað í hlaupum þar sem hann er á eftir mér. Ég er búinn að vera smá pirraður á þessu undanfarið. Ég skammaði hann hressilega í fyrsta sinn og bað hann um að hætta þessu. Svo gerðist þetta aftur og ég missti hausinn í lokin.“ Þorsteinn segist ekki vera stoltur af viðbrögðum sínum. „Ég var búinn að fá nóg, hraunaði yfir hann, stuggaði við honum og var réttilega dæmdur úr leik,“ sagði Þorsteinn. „Arnar kærði mig fyrir að ýta honum og það má ekki. Ég var því dæmdur úr leik. Arnar vann þetta. Hann var sterkari í dag og varð Íslandsmeistari.“ Eftir að Þorsteinn var dæmdur úr leik færðist Jökull Bjarkason upp í 2. sætið og Stefán Pálsson í það þriðja. Þorsteinn sagði að mælirinn hefði orðið fullur hjá sér í dag. „Þetta hefur gerst undanfarið í hlaupum þar sem hann er á eftir mér og ég er að leiða. Þetta gerist reglulega, hvort sem það er óvart eða ekki, á ekki að sparka undir sólann á næsta manni,“ sagði Þorsteinn. „Ég er frekar umburðarlyndur maður þannig að ég hef ekkert verið að skamma hann mikið en ég er kominn með nóg af því, hann hætti ekki og svo missti ég hausinn.“ Arnar kom í mark á tímanum 31:32 mínútum en Jökull á 31:57 mínútum og Stefán á 32:37 mínútum. Úrslit hlaupsins má sjá með því að smella hér.
Hlaup Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira