Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar 19. október 2025 18:00 Ungmenni Íslands eru sjúk, einhverjir myndu jafnvel segja þau fárveik. Þessi sjúkdómur sem hrjáir þorra ungu kynslóðarinnar og annað fólk er sýki sem mun valda fleiri dauðsföllum en sjálfur svarti dauði. Þetta er jú hinn illkvittna og banvæna „þágufallsýki“ sem kemur sér svo fallega fyrir í fyrirsögn þessarar greinar. En er hún eins slæm og fólk segir hana vera eða er hún eðlileg þróun á notkun tungumálsins? Ég hef óhemju mikinn áhuga á okkar ástkæra, ylhýra; öll fögru ljóðin okkar, skáldsögur, söngtextar og eldræður sem eru uppbyggð af okkar sterka tungumáli. Það er þó óneitanlegt að málfar ungmenna, minnar kynslóðar, fer hrörnandi. En hverjum á um að kenna? Eru það samfélagsmiðlarnir alræmdu eða málnotkun foreldra okkar eða vantar kannski annan Laxness sem mun skrifa nógu góða bók svo að okkur ungmennum langi til að lesa hana. Það eru augljóslega mörg atriði sem hægt er að benda á varðandi ástæður þess að ungt fólk talar lakari íslensku en eldri kynslóðir þjóðarinnar, en fyrst verður almúginn að vera sammála um að þetta sé viðurkennt og raunverulegt vandamál og miðað við tíðarandann og undanfarnar umræður er hægt að gefa sér að raunin sé sú. Hvað nú? Hvernig er hægt að taka á þessu vandamáli og bjarga íslensku tungunni sem virðist vera að missa sinn vöðvastyrk með hverri könnun sem birt er um íslenskukunnáttu ungmenna? Ekki hef ég svarið og virðast stjórnmálamenn í ráðherrastólum jafn ráðalausir og ég, þar sem ekkert bendir til þess að einhver úrræði séu til staðar innan ráðuneyta til að takast á við þetta vandamál. Menntamálaráðherra er ekki bara sofandi á verðinum heldur liggur hann í kör. Stjórnvöld dýrka að minnast á mikilvægi ungu kynslóðarinnar og framtíðina sem býður hennar, en kæra sig kannski ekki svo mikið um hin ýmsu vandamál sem hrjá okkur, hvað þá umrætt vandamál. Fyrrum ríkisstjórn setti upp ákveðnar aðgerðaráætlanir sem varða málefni íslensku tungunnar og virðist sú ríkisstjórn hafa áttað sig á alvöru málsins með því að vinna að lausnum. En núverandi ríkisstjórn gengur þvert á móti þessari lausn þar sem stefnt er á að draga úr fjárframlögum til íslenskukennslu til útlendinga, sem er eitt af áherslumálum í aðgerðaráætluninni. Þessi skilaboð sem ríkisstjórnin sendir varðandi úrbætur á notkun íslenskunnar er mér mikið áhyggjuefni. Mun ég sjálf þurfa að stóla á minn eigin áhuga á íslensku til að börnin mín verði læs og almennilega mælsk og skrifandi á sínu móðurmáli? Ekki treysti ég núverandi menntakerfi né ráðandi stjórnvöldum til að sinna sínum skyldum varðandi það. Þannig að kannski er raunin sú að þegar öllu er á botninn hvolft að þetta er í okkar eigin höndum og í okkar stjórn þegar ekki er hægt að treysta á stuðning og leiðbeiningu menntakerfisins. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ungmenni Íslands eru sjúk, einhverjir myndu jafnvel segja þau fárveik. Þessi sjúkdómur sem hrjáir þorra ungu kynslóðarinnar og annað fólk er sýki sem mun valda fleiri dauðsföllum en sjálfur svarti dauði. Þetta er jú hinn illkvittna og banvæna „þágufallsýki“ sem kemur sér svo fallega fyrir í fyrirsögn þessarar greinar. En er hún eins slæm og fólk segir hana vera eða er hún eðlileg þróun á notkun tungumálsins? Ég hef óhemju mikinn áhuga á okkar ástkæra, ylhýra; öll fögru ljóðin okkar, skáldsögur, söngtextar og eldræður sem eru uppbyggð af okkar sterka tungumáli. Það er þó óneitanlegt að málfar ungmenna, minnar kynslóðar, fer hrörnandi. En hverjum á um að kenna? Eru það samfélagsmiðlarnir alræmdu eða málnotkun foreldra okkar eða vantar kannski annan Laxness sem mun skrifa nógu góða bók svo að okkur ungmennum langi til að lesa hana. Það eru augljóslega mörg atriði sem hægt er að benda á varðandi ástæður þess að ungt fólk talar lakari íslensku en eldri kynslóðir þjóðarinnar, en fyrst verður almúginn að vera sammála um að þetta sé viðurkennt og raunverulegt vandamál og miðað við tíðarandann og undanfarnar umræður er hægt að gefa sér að raunin sé sú. Hvað nú? Hvernig er hægt að taka á þessu vandamáli og bjarga íslensku tungunni sem virðist vera að missa sinn vöðvastyrk með hverri könnun sem birt er um íslenskukunnáttu ungmenna? Ekki hef ég svarið og virðast stjórnmálamenn í ráðherrastólum jafn ráðalausir og ég, þar sem ekkert bendir til þess að einhver úrræði séu til staðar innan ráðuneyta til að takast á við þetta vandamál. Menntamálaráðherra er ekki bara sofandi á verðinum heldur liggur hann í kör. Stjórnvöld dýrka að minnast á mikilvægi ungu kynslóðarinnar og framtíðina sem býður hennar, en kæra sig kannski ekki svo mikið um hin ýmsu vandamál sem hrjá okkur, hvað þá umrætt vandamál. Fyrrum ríkisstjórn setti upp ákveðnar aðgerðaráætlanir sem varða málefni íslensku tungunnar og virðist sú ríkisstjórn hafa áttað sig á alvöru málsins með því að vinna að lausnum. En núverandi ríkisstjórn gengur þvert á móti þessari lausn þar sem stefnt er á að draga úr fjárframlögum til íslenskukennslu til útlendinga, sem er eitt af áherslumálum í aðgerðaráætluninni. Þessi skilaboð sem ríkisstjórnin sendir varðandi úrbætur á notkun íslenskunnar er mér mikið áhyggjuefni. Mun ég sjálf þurfa að stóla á minn eigin áhuga á íslensku til að börnin mín verði læs og almennilega mælsk og skrifandi á sínu móðurmáli? Ekki treysti ég núverandi menntakerfi né ráðandi stjórnvöldum til að sinna sínum skyldum varðandi það. Þannig að kannski er raunin sú að þegar öllu er á botninn hvolft að þetta er í okkar eigin höndum og í okkar stjórn þegar ekki er hægt að treysta á stuðning og leiðbeiningu menntakerfisins. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun