Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. október 2025 16:29 Tölvugerð mynd af því hvernig hjúkrunarheimilið átti að líta út eftir framkvæmdir. BASALt Arkitekrar Framkvæmdasýslan - ríkiseignir, rifti síðastliðinn föstudag verksamningi við verktakafyrirtækið Húsheild ehf. um byggingu hjúkrunarheimilis að Höfn í Hornafirði, og er riftunin sögð byggja á skýrum vanefndum verktaka. Húsheild ehf. segir að Framkvæmdasýslan hafi með háttalagi sínu siglt verkinu í strand og hyggst félagið leita réttar síns eftir riftunina. Í stuttri tilkynningu Framkvæmdasýslunnar segir að verksamningi við Húsheild hafi verið rift á föstudaginn. „FSRE fylgir lögum og reglum um verksamninga, riftunin byggir á skýrum vanefndum verktaka og markmiðið er að tryggja áframhaldandi framgang verkefnisins og byggja glæsilegt hjúkrunarheimili fyrir samfélagið í Hornafirði,“ segir í tilkynningunni. Vísa málinu til dómstóla ef þörf krefur Í tilkynningu frá Húsheild ehf., segir að umgjörð verksins af hálfu Framkvæmdasýslunnar hafi frá upphafi verið með miklum eindæmum. „Hönnunargögn voru ófullnægjandi og ókláruð þegar verk var boðið út og hefur það hamlað framgangi verksins frá upphafi. Nú, þremur árum síðar, eru hönnunargögn enn ófullnægjandi.“ „Það er frumskylda verkkaupa að leggja til fullnægjandi gögn. Verkið hefur tafist mjög vegna þessa alls og verkkaupi hefur brugðist við með því að draga háar tafabætur af greiðslum og hóta riftun.“ „Framkvæmdasýslan og starfsmenn hennar hafa með háttalagi sínu og framkomu siglt verkinu í strand og reyna nú að klóra yfir eigin mistök með því að rifta verksamningi. Húsheild mun leita réttar síns og verður málinu vísað til dómstóla ef þörf krefur,“ segir í tilkynningu Húsheildar. Framkvæmdir tafist og kostnaður fram úr áætlun Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili á Höfn í september 2022, og var þá áætlað að húsnæðið yrði tekið í notkun 2024. Í nóvember 2024 var fjallað um það á vettvangi Ríkisútvarpsins að framkvæmdir við hjúkrunarheimilið væru komnar 700 milljónum fram úr áætlun. Miklar tafir hefðu orðið á verkinu vegna þess hve hönnun hússins væri flókin og teikningar hefðu ekki verið tilbúnar þegar framkvæmdir hófust. Sveitarfélagið Hornafjörður Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Í stuttri tilkynningu Framkvæmdasýslunnar segir að verksamningi við Húsheild hafi verið rift á föstudaginn. „FSRE fylgir lögum og reglum um verksamninga, riftunin byggir á skýrum vanefndum verktaka og markmiðið er að tryggja áframhaldandi framgang verkefnisins og byggja glæsilegt hjúkrunarheimili fyrir samfélagið í Hornafirði,“ segir í tilkynningunni. Vísa málinu til dómstóla ef þörf krefur Í tilkynningu frá Húsheild ehf., segir að umgjörð verksins af hálfu Framkvæmdasýslunnar hafi frá upphafi verið með miklum eindæmum. „Hönnunargögn voru ófullnægjandi og ókláruð þegar verk var boðið út og hefur það hamlað framgangi verksins frá upphafi. Nú, þremur árum síðar, eru hönnunargögn enn ófullnægjandi.“ „Það er frumskylda verkkaupa að leggja til fullnægjandi gögn. Verkið hefur tafist mjög vegna þessa alls og verkkaupi hefur brugðist við með því að draga háar tafabætur af greiðslum og hóta riftun.“ „Framkvæmdasýslan og starfsmenn hennar hafa með háttalagi sínu og framkomu siglt verkinu í strand og reyna nú að klóra yfir eigin mistök með því að rifta verksamningi. Húsheild mun leita réttar síns og verður málinu vísað til dómstóla ef þörf krefur,“ segir í tilkynningu Húsheildar. Framkvæmdir tafist og kostnaður fram úr áætlun Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili á Höfn í september 2022, og var þá áætlað að húsnæðið yrði tekið í notkun 2024. Í nóvember 2024 var fjallað um það á vettvangi Ríkisútvarpsins að framkvæmdir við hjúkrunarheimilið væru komnar 700 milljónum fram úr áætlun. Miklar tafir hefðu orðið á verkinu vegna þess hve hönnun hússins væri flókin og teikningar hefðu ekki verið tilbúnar þegar framkvæmdir hófust.
Sveitarfélagið Hornafjörður Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira