Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. október 2025 16:29 Tölvugerð mynd af því hvernig hjúkrunarheimilið átti að líta út eftir framkvæmdir. BASALt Arkitekrar Framkvæmdasýslan - ríkiseignir, rifti síðastliðinn föstudag verksamningi við verktakafyrirtækið Húsheild ehf. um byggingu hjúkrunarheimilis að Höfn í Hornafirði, og er riftunin sögð byggja á skýrum vanefndum verktaka. Húsheild ehf. segir að Framkvæmdasýslan hafi með háttalagi sínu siglt verkinu í strand og hyggst félagið leita réttar síns eftir riftunina. Í stuttri tilkynningu Framkvæmdasýslunnar segir að verksamningi við Húsheild hafi verið rift á föstudaginn. „FSRE fylgir lögum og reglum um verksamninga, riftunin byggir á skýrum vanefndum verktaka og markmiðið er að tryggja áframhaldandi framgang verkefnisins og byggja glæsilegt hjúkrunarheimili fyrir samfélagið í Hornafirði,“ segir í tilkynningunni. Vísa málinu til dómstóla ef þörf krefur Í tilkynningu frá Húsheild ehf., segir að umgjörð verksins af hálfu Framkvæmdasýslunnar hafi frá upphafi verið með miklum eindæmum. „Hönnunargögn voru ófullnægjandi og ókláruð þegar verk var boðið út og hefur það hamlað framgangi verksins frá upphafi. Nú, þremur árum síðar, eru hönnunargögn enn ófullnægjandi.“ „Það er frumskylda verkkaupa að leggja til fullnægjandi gögn. Verkið hefur tafist mjög vegna þessa alls og verkkaupi hefur brugðist við með því að draga háar tafabætur af greiðslum og hóta riftun.“ „Framkvæmdasýslan og starfsmenn hennar hafa með háttalagi sínu og framkomu siglt verkinu í strand og reyna nú að klóra yfir eigin mistök með því að rifta verksamningi. Húsheild mun leita réttar síns og verður málinu vísað til dómstóla ef þörf krefur,“ segir í tilkynningu Húsheildar. Framkvæmdir tafist og kostnaður fram úr áætlun Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili á Höfn í september 2022, og var þá áætlað að húsnæðið yrði tekið í notkun 2024. Í nóvember 2024 var fjallað um það á vettvangi Ríkisútvarpsins að framkvæmdir við hjúkrunarheimilið væru komnar 700 milljónum fram úr áætlun. Miklar tafir hefðu orðið á verkinu vegna þess hve hönnun hússins væri flókin og teikningar hefðu ekki verið tilbúnar þegar framkvæmdir hófust. Sveitarfélagið Hornafjörður Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Í stuttri tilkynningu Framkvæmdasýslunnar segir að verksamningi við Húsheild hafi verið rift á föstudaginn. „FSRE fylgir lögum og reglum um verksamninga, riftunin byggir á skýrum vanefndum verktaka og markmiðið er að tryggja áframhaldandi framgang verkefnisins og byggja glæsilegt hjúkrunarheimili fyrir samfélagið í Hornafirði,“ segir í tilkynningunni. Vísa málinu til dómstóla ef þörf krefur Í tilkynningu frá Húsheild ehf., segir að umgjörð verksins af hálfu Framkvæmdasýslunnar hafi frá upphafi verið með miklum eindæmum. „Hönnunargögn voru ófullnægjandi og ókláruð þegar verk var boðið út og hefur það hamlað framgangi verksins frá upphafi. Nú, þremur árum síðar, eru hönnunargögn enn ófullnægjandi.“ „Það er frumskylda verkkaupa að leggja til fullnægjandi gögn. Verkið hefur tafist mjög vegna þessa alls og verkkaupi hefur brugðist við með því að draga háar tafabætur af greiðslum og hóta riftun.“ „Framkvæmdasýslan og starfsmenn hennar hafa með háttalagi sínu og framkomu siglt verkinu í strand og reyna nú að klóra yfir eigin mistök með því að rifta verksamningi. Húsheild mun leita réttar síns og verður málinu vísað til dómstóla ef þörf krefur,“ segir í tilkynningu Húsheildar. Framkvæmdir tafist og kostnaður fram úr áætlun Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili á Höfn í september 2022, og var þá áætlað að húsnæðið yrði tekið í notkun 2024. Í nóvember 2024 var fjallað um það á vettvangi Ríkisútvarpsins að framkvæmdir við hjúkrunarheimilið væru komnar 700 milljónum fram úr áætlun. Miklar tafir hefðu orðið á verkinu vegna þess hve hönnun hússins væri flókin og teikningar hefðu ekki verið tilbúnar þegar framkvæmdir hófust.
Sveitarfélagið Hornafjörður Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira