Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. október 2025 20:00 Af næstum áttatíu starfsmönnum Fly Play Europe eru aðeins fimm eftir. Efnisveitan Öllu starfsfólki Play Europe hefur verið sagt upp nema nokkrum á Möltu sem þurfa að vera á staðnum vegna flugrekstrarleyfis í landinu. Enn er vonast til þess að leiguflug geti hafist þar á ný. Skiptastjóri þrotabús Play segir í skoðun hvort búið muni gera kröfu í dótturfélagið. Skuldabréfaeigendur í Play hafa frá gjaldþroti íslenska félagsins í lok september, reynt að halda rekstri dótturfélagsins Fly Play Europe gangandi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Félagið er með flugrekstrarleyfi á Möltu. Við gjaldþrot félagsins hér heima losnuðu allir leigusamningar við írska flugvélaleigufyrirtækið Air Cap og kínverska fyrirtækið CALC. Frá þeim tíma hefur verið reynt að semja á ný fyrir dótturfélagið um leigu flugvéla. Slíkt geti tekið mánuði. Uppsagnir fyrir um hálfum mánuði Þegar Play á Íslandi fór í þrot störfuðu um áttatíu manns hjá Fly Play Europe, þar af tæplega 20 á skrifstofunni á Möltu og 30 á skrifstofu í Litháen. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var öllu starfsfólkinu sagt upp fyrir rúmum tveimur vikum fyrir utan fimm manns á Möltu sem þurfa að starfa þar svo að flugrekstrarleyfi félagsins verði ekki gert ógilt. Alls tók það félagið fimm mánuði að fá flugrekstrarleyfi á Möltu á sínum tíma. Leiguflug kynnt á vefsíðu Fly Play Europe Fly Play Europe hefur hins vegar enn ekki uppfært heimasíðuna sína miðað við núverandi stöðu en þar kemur m.a. fram að félagið bjóði upp á leiguflug. Í boði séu tvær tegundir flugvéla. Þá er flugflotinn kynntur sem þægilegur og sveigjanlegur. Vefsíðu Play á Íslandi hefur hins vegar verið lokað enda félagið gjaldþrota. Vefsíða Fly Play Europe í dag.Vísir Enn óákveðið með kröfu í dótturfélagið Í samtali við annan skiptastjóra Play á Íslandi í dag kom fram að enn eigi eftir að ákveða hvort þrotabúið geri kröfu í dótturfélagið á Möltu. Nú þegar hafi hundruðum krafna verið lýst í búið. Launakröfur starfsfólks liggja þó enn ekki fyrir. Skiptastjóri telur líklegt að þrotabúið óski eftir riftun hafi félagið greitt óeðlilegar greiðslur einhverjar vikur fyrir gjaldþrotið. Play Gjaldþrot Play Ferðaþjónusta Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Skuldabréfaeigendur í Play hafa frá gjaldþroti íslenska félagsins í lok september, reynt að halda rekstri dótturfélagsins Fly Play Europe gangandi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Félagið er með flugrekstrarleyfi á Möltu. Við gjaldþrot félagsins hér heima losnuðu allir leigusamningar við írska flugvélaleigufyrirtækið Air Cap og kínverska fyrirtækið CALC. Frá þeim tíma hefur verið reynt að semja á ný fyrir dótturfélagið um leigu flugvéla. Slíkt geti tekið mánuði. Uppsagnir fyrir um hálfum mánuði Þegar Play á Íslandi fór í þrot störfuðu um áttatíu manns hjá Fly Play Europe, þar af tæplega 20 á skrifstofunni á Möltu og 30 á skrifstofu í Litháen. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var öllu starfsfólkinu sagt upp fyrir rúmum tveimur vikum fyrir utan fimm manns á Möltu sem þurfa að starfa þar svo að flugrekstrarleyfi félagsins verði ekki gert ógilt. Alls tók það félagið fimm mánuði að fá flugrekstrarleyfi á Möltu á sínum tíma. Leiguflug kynnt á vefsíðu Fly Play Europe Fly Play Europe hefur hins vegar enn ekki uppfært heimasíðuna sína miðað við núverandi stöðu en þar kemur m.a. fram að félagið bjóði upp á leiguflug. Í boði séu tvær tegundir flugvéla. Þá er flugflotinn kynntur sem þægilegur og sveigjanlegur. Vefsíðu Play á Íslandi hefur hins vegar verið lokað enda félagið gjaldþrota. Vefsíða Fly Play Europe í dag.Vísir Enn óákveðið með kröfu í dótturfélagið Í samtali við annan skiptastjóra Play á Íslandi í dag kom fram að enn eigi eftir að ákveða hvort þrotabúið geri kröfu í dótturfélagið á Möltu. Nú þegar hafi hundruðum krafna verið lýst í búið. Launakröfur starfsfólks liggja þó enn ekki fyrir. Skiptastjóri telur líklegt að þrotabúið óski eftir riftun hafi félagið greitt óeðlilegar greiðslur einhverjar vikur fyrir gjaldþrotið.
Play Gjaldþrot Play Ferðaþjónusta Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira