Neita öllum ásökunum um samráð Smári Jökull Jónsson skrifar 24. október 2025 12:06 Fyrirtækin Terra og Kubbur eru grunuð um samráð. Terra/Kubbur Staðfest er að sex voru handteknir en síðan sleppt eftir skýrslutöku vegna meintra brota fyrirtækjanna Terra og Kubbs á samkeppnislögum. Forráðamenn Kubbs hafna öllum ásökunum. Samkeppniseftirlitið birti í gær tilkynningu á vef sínum þar sem greint var frá að embætti héraðssaksóknara hefði framkvæmt húsleitir og aðrar aðgerðir til að afla gagna og upplýsinga vegna meints samráðs fyrirtækjanna Terra og Kubbs. Bæði fyrirtækin sjá um sorphirðu og endurvinnslu úrgangs. Alls tóku þrjátíu starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, héraðssaksóknara og Samkeppniseftirlitsins þátt í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki veitt viðtal þegar fréttastofa falaðist eftir því en staðfesti að sex hafi verið handteknir en sleppt að lokinni skýrslutöku. Kubbur birti tilkynningu á vef sínum í morgun þar sem fyrirtækið hafnar öllum ásökunum. Þar er húsleit hjá fyrirtækinu staðfest sem og að stjórnendur Kubbs hafi verið yfirheyrðir. Þá gaf Terra út tilkynningu í gær þar sem kom fram að málið kæmi þeim á óvart en bæði fyrirtæki segjast vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Framkvæmdastjóri Kubbs vildi ekki veita fréttastofu viðtal í morgun og þá hefur ekki náðst í forráðamenn Terra. Einar Örn stærsti einstaki hluthafinn Fyrirtækið Terra, sem áður hét Gámaþjónustan, er með starfsstöðvar á átta stöðum um allt land og sér meðal annars um sorphirðu í Vestmannaeyjum og Akureyri og rekur endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið er í eigu fjölda lífeyrissjóða og þá er Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Play, stærsti einstaki hluthafinn í gegnum félagið GÞ Holding. Fyrirtækið Kubbur er með bækistöðvar sínar á Ísafirði og sinnir sorphirðu víða á Vestfjörðum, Múlaþingi og í Fjarðabyggð. Þá tók Kubbur við sorpþjónustu í Kópavogi á síðsta ári. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is eða hafðu samband á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði heitið. Sorphirða Samkeppnismál Lögreglumál Grunur um samráð í sorphirðu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Samkeppniseftirlitið birti í gær tilkynningu á vef sínum þar sem greint var frá að embætti héraðssaksóknara hefði framkvæmt húsleitir og aðrar aðgerðir til að afla gagna og upplýsinga vegna meints samráðs fyrirtækjanna Terra og Kubbs. Bæði fyrirtækin sjá um sorphirðu og endurvinnslu úrgangs. Alls tóku þrjátíu starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, héraðssaksóknara og Samkeppniseftirlitsins þátt í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki veitt viðtal þegar fréttastofa falaðist eftir því en staðfesti að sex hafi verið handteknir en sleppt að lokinni skýrslutöku. Kubbur birti tilkynningu á vef sínum í morgun þar sem fyrirtækið hafnar öllum ásökunum. Þar er húsleit hjá fyrirtækinu staðfest sem og að stjórnendur Kubbs hafi verið yfirheyrðir. Þá gaf Terra út tilkynningu í gær þar sem kom fram að málið kæmi þeim á óvart en bæði fyrirtæki segjast vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Framkvæmdastjóri Kubbs vildi ekki veita fréttastofu viðtal í morgun og þá hefur ekki náðst í forráðamenn Terra. Einar Örn stærsti einstaki hluthafinn Fyrirtækið Terra, sem áður hét Gámaþjónustan, er með starfsstöðvar á átta stöðum um allt land og sér meðal annars um sorphirðu í Vestmannaeyjum og Akureyri og rekur endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið er í eigu fjölda lífeyrissjóða og þá er Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Play, stærsti einstaki hluthafinn í gegnum félagið GÞ Holding. Fyrirtækið Kubbur er með bækistöðvar sínar á Ísafirði og sinnir sorphirðu víða á Vestfjörðum, Múlaþingi og í Fjarðabyggð. Þá tók Kubbur við sorpþjónustu í Kópavogi á síðsta ári. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is eða hafðu samband á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði heitið.
Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is eða hafðu samband á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði heitið.
Sorphirða Samkeppnismál Lögreglumál Grunur um samráð í sorphirðu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira