„Túnin eru bara hvít“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2025 16:02 Eggert Valur segir bændur vera orðna langþreytta á álftinni. Vísir/Magnús Hlynur Oddviti Rangárþings ytra vill að brugðist verði við gríðarlegri fjölgun álfta í sveitarfélaginu. Hann segir álftirnar gera bændum lífið leitt, þær valdi tjóni á ræktarlandi sem nemi milljónum króna. Alfriðaður álftastofninn hefur stækkað hratt undanfarin ár í Rangárþingi ytra á Suðurlandi að sögn Eggerts Vals Guðmundssonar oddvita sveitarfélagsins. Hann hefur áður tjáð sig um stöðuna í héraðsmiðlum en hann segir álftirnar farnar að færa sig upp á skaftið, þær valdi miklu tjóni á ræktunarsvæði bænda. „Ég lít á það sem svo að þetta sé að verða vandamál. Ég sé þetta svo vel, ég bý nú bara sjálfur nánast inni á kornakri og horfi á þetta út um eldhúsgluggann hjá mér á hverjum degi. Túnin eru bara hvít, þetta er bara skaðvaldur, það þarf að fækka henni.“ Gríðarlegt tjón Eggert segir álftina eyðileggja tún en einnig fara í trjágræðlinga sem fólk sé að reyna að koma upp. Mesta tjónið sé á kornökrum þar sem álftin skilur eftir sig flakandi sár að sögn Eggerts. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt fjárhagslegt tjón fyrir bændur. Það má kannski áætla að einn hektari af korni kosti bónda upp undir milljón að koma í jörðina og ef það eru 70 til 80 prósent af akrinum ónýtt eftir fuglinn þá sjá það allir hvernig það lítur út það dæmi.“ Nóg komið Fuglinn sé í dag alfriðaður en Eggert vill að takmarkaðar heimildir verði veittar til að bregðast við. „Ég held það væri bara nauðsynlegt að gefa fólki leyfi á að skjóta á hana. Þá er ég ekkert að hugsa kannski endilega um, því hún fælist ef skotið er á hana, að það verði minna tjón af henni ef henni yrði fækkað eitthvað. Það verður að fækka henni, hún er búin að fjölga sér svo gríðarlega á undanförnum árum, það sjá allir sem horfa upp í himininn, þetta er algjör skelfing.“ Eggert segist skilja að margir beri hlýjar tilfinningar til álftarinnar. „Ég skil það alveg og álftin hefur sterka stöðu í huga Íslendinga, ég er ekki að tala hana niður sem slíka heldur bara að reyna að benda á hvernig staðan á þessu er. Það er bara komið nóg af henni í bili.“ Rangárþing ytra Dýr Landbúnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Alfriðaður álftastofninn hefur stækkað hratt undanfarin ár í Rangárþingi ytra á Suðurlandi að sögn Eggerts Vals Guðmundssonar oddvita sveitarfélagsins. Hann hefur áður tjáð sig um stöðuna í héraðsmiðlum en hann segir álftirnar farnar að færa sig upp á skaftið, þær valdi miklu tjóni á ræktunarsvæði bænda. „Ég lít á það sem svo að þetta sé að verða vandamál. Ég sé þetta svo vel, ég bý nú bara sjálfur nánast inni á kornakri og horfi á þetta út um eldhúsgluggann hjá mér á hverjum degi. Túnin eru bara hvít, þetta er bara skaðvaldur, það þarf að fækka henni.“ Gríðarlegt tjón Eggert segir álftina eyðileggja tún en einnig fara í trjágræðlinga sem fólk sé að reyna að koma upp. Mesta tjónið sé á kornökrum þar sem álftin skilur eftir sig flakandi sár að sögn Eggerts. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt fjárhagslegt tjón fyrir bændur. Það má kannski áætla að einn hektari af korni kosti bónda upp undir milljón að koma í jörðina og ef það eru 70 til 80 prósent af akrinum ónýtt eftir fuglinn þá sjá það allir hvernig það lítur út það dæmi.“ Nóg komið Fuglinn sé í dag alfriðaður en Eggert vill að takmarkaðar heimildir verði veittar til að bregðast við. „Ég held það væri bara nauðsynlegt að gefa fólki leyfi á að skjóta á hana. Þá er ég ekkert að hugsa kannski endilega um, því hún fælist ef skotið er á hana, að það verði minna tjón af henni ef henni yrði fækkað eitthvað. Það verður að fækka henni, hún er búin að fjölga sér svo gríðarlega á undanförnum árum, það sjá allir sem horfa upp í himininn, þetta er algjör skelfing.“ Eggert segist skilja að margir beri hlýjar tilfinningar til álftarinnar. „Ég skil það alveg og álftin hefur sterka stöðu í huga Íslendinga, ég er ekki að tala hana niður sem slíka heldur bara að reyna að benda á hvernig staðan á þessu er. Það er bara komið nóg af henni í bili.“
Rangárþing ytra Dýr Landbúnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira