Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 29. október 2025 13:16 Í Morgunblaðinu birtist nýverið grein eftir Daða Kristjánsson sem er framkvæmdastjóri Visku sjóða, þar sem hann talar gegn Evrópusambandsaðild Íslands. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í þessa grein hans, en í henni birtist kunnuglegt stef úr þeim ranni, sem kalla má „brennandi hús“ stefið. Því hefur verið svarað oft og víða af liprari pennum og mun öflugri hagfræðingum en mér, og ekki tilefni þess að ég sting niður penna í þetta skiptið. Það sem vekur hinsvegar athygli mína er að framkvæmdastjóri Visku sjóða hikar ekki við að tjá þessa skoðun sína, sem er í alla staði frábært! Ég hvet hann til að láta í sér heyra hvar og hvenær sem er um hana. Tilefni skrifa minna í dag er að eftir að ég tók við því verkefni að leiða Evrópuhreyfinguna hef ég mjög oft heyrt einhverja útgáfu setningarinnar „ég er svo eindregið sammála ykkur í Evrópuhreyfingunni og ég tel að við eigum að ganga í Evrópusambandið og ég sé enga galla við það, bara kosti, en ég, stöðu minnar vegna, get ekki tjáð mig um það opinberlega.” Ótrúlega margt fólk, í ámóta störfum og Daði Kristjánsson, veigrar sér við að láta skoðun sína um að við eigum að stefna að Evrópusambandsaðild - eða að minnsta kosti að halda áfram aðildarviðræðum við sambandið - í ljósi. Hversvegna skyldi það vera? Í löndunum í kringum okkur er jákvæðni gagnvart Evrópusambandsaðild meginstraumsskoðun en ekki jaðarskoðun sem fólk þarf að óttast að láta í ljósi. Enda flest nágrannaríki okkar þegar í Evrópusambandinu og eru ennþá fullvalda og ekki inni í neinu „brennandi húsi“, heldur bara í blússandi gangi. Lýðræðisleg, rík og vel fúnkerandi ríki. Arfleifð Davíðstímans og óttinn við andstöðu En hér gætir þessa ótta. Ég hef mínar kenningar um það af hverju það er, eftir að hafa fylgst með málinu í nokkra áratugi og ég held að þetta hafi þróast á ákveðnum tíma í sögu þjóðarinnar, nánar tiltekið á valdatíma Davíðs Oddssonar. Nú kunna menn að hafa ýmsar skoðanir á pólitík Davíðs Oddssonar, en ýmislegt færðist í jákvæða átt, sérstaklega í efnahagslífi landsins á valdatíma hans. Ísland gekk í Evrópska efnahagssvæðið með öllum þeim efnahagsframförum sem því fylgdu og við gengum í Schengen svæðið, með þeirri opnun sem það hefur haft í för með sér svo eitthvað sé nefnt. En Davíð Oddsson sjálfur sem persónuleiki var ekki jákvætt afl í íslensku stjórnmálalífi. Á valdatíma hans þróaðist með þjóðinni ótti við að tjá skoðanir sem voru í andstöðu við sterkustu skoðanir leiðtogans og ein þeirra var blint hatur hans á Evrópusambandinu, sem meðal annars birtist í því að hann lýsti þessu fjölþjóðlega samstarfi Evrópuríkja, sem er sennilega lýðræðislegasta fjölþjóðasamstarf sem komið hefur verið á fót, sem ólýðræðislegasta batteríi sem mannkynið hefði fundið upp. En gott og vel, skoðanir hans, rétt eins og skoðanir Daða Kristjánssonar, eru auðvitað hans mál. Það sem var ekki gott var að það að hafa andstæðar skoðanir við Davíð Oddsson, og þá sérstaklega á Evrópusambandinu, gat haft afleiðingar. Eins og oft vill verða í andrúmslofti eins og þróaðist á Davíðstímanum, þá var enginn skortur á fótgönguliðum, sem vildu sanna sig fyrir leiðtoganum, t.a.m. með því að hefna sín á andstæðingum hans. Ég varð sjálfur vitni að slíkum tilburðum þegar við á Bifröst - einhverntímann í kringum 2002-3 - réðum „Evrópusambandssinnann“ Eirík Bergmann til okkar. Þá voru framámenn í flokki Davíðs sem hringdu froðufellandi í rektor skólans, Runólf Ágústsson og hótuðu öllu illu ef af þessari ráðningu yrði. Það var eingöngu út af meintum skoðunum Eiríks á Evrópusambandinu. Engu öðru. Runólfur Ágústsson er hinsvegar ekki maður sem lætur hóta sér og þessir aðilar voru blessunarlega ekki í þeirri stöðu að þeir gætu staðið við stóru orðin. Í þessu andrúmslofti varð til ákveðinn ótti við að tjá þessa skoðun. Ótti sem þurfti efnahagshrun og brotthvarf Davíðs til að breyta, a.m.k. tímabundið. Ég hef nefnilega þá kenningu að það eymi enn eftir af þessum ótta, kannski sérstaklega hjá þeirri kynslóð sem enn man Davíðstímann og sér, t.a.m. í Bandaríkjunum í dag að skoðanir sem þóknast ekki „leiðtoganum“, geta haft afleiðingar. Dæmi til fyrirmyndar: Daði tjáir sig óttalaust Þess vegna fagna ég því að Daði Kristjánsson tjái skoðun sína á Evrópusambandinu óttalaust. Enda á það að vera þannig. En ég vil þá nota tækifærið og hvetja þau sem eru í sambærilegum stöðum og Daði, í stéttarfélögum, í stjórnsýslu, á fjölmiðlum, í akademíu, fólkið sem vinnur í störfum sem sér það daglega hversu rakið það er að við tökum skrefið í áttina til Evrópu, til að stíga út úr ótta sínum við Davíð Oddsson og hefndaraðgerðir stuðningsmanna hans. Davíð Oddsson er vissulega enn til staðar í íslensku þjóðlífi, en meira sem minning, (sem reglulega sendir frá sér æ dularfyllri pistla í Morgunblaðinu), en sem hreyfiafl eða valdhafi. Það er ekkert öfgakennt við það að vilja að Ísland taki sinn verðuga sess í hópi fullvalda Evrópuríkja í Evrópusambandinu. Það er ekkert við þá skoðun sem samrýmist ekki starfi á stöðum þar sem s.k. „hlutleysis“ er krafist. Koma svo, Evrópusinnar! Útúr skápnum og áfram Ísland! Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu birtist nýverið grein eftir Daða Kristjánsson sem er framkvæmdastjóri Visku sjóða, þar sem hann talar gegn Evrópusambandsaðild Íslands. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í þessa grein hans, en í henni birtist kunnuglegt stef úr þeim ranni, sem kalla má „brennandi hús“ stefið. Því hefur verið svarað oft og víða af liprari pennum og mun öflugri hagfræðingum en mér, og ekki tilefni þess að ég sting niður penna í þetta skiptið. Það sem vekur hinsvegar athygli mína er að framkvæmdastjóri Visku sjóða hikar ekki við að tjá þessa skoðun sína, sem er í alla staði frábært! Ég hvet hann til að láta í sér heyra hvar og hvenær sem er um hana. Tilefni skrifa minna í dag er að eftir að ég tók við því verkefni að leiða Evrópuhreyfinguna hef ég mjög oft heyrt einhverja útgáfu setningarinnar „ég er svo eindregið sammála ykkur í Evrópuhreyfingunni og ég tel að við eigum að ganga í Evrópusambandið og ég sé enga galla við það, bara kosti, en ég, stöðu minnar vegna, get ekki tjáð mig um það opinberlega.” Ótrúlega margt fólk, í ámóta störfum og Daði Kristjánsson, veigrar sér við að láta skoðun sína um að við eigum að stefna að Evrópusambandsaðild - eða að minnsta kosti að halda áfram aðildarviðræðum við sambandið - í ljósi. Hversvegna skyldi það vera? Í löndunum í kringum okkur er jákvæðni gagnvart Evrópusambandsaðild meginstraumsskoðun en ekki jaðarskoðun sem fólk þarf að óttast að láta í ljósi. Enda flest nágrannaríki okkar þegar í Evrópusambandinu og eru ennþá fullvalda og ekki inni í neinu „brennandi húsi“, heldur bara í blússandi gangi. Lýðræðisleg, rík og vel fúnkerandi ríki. Arfleifð Davíðstímans og óttinn við andstöðu En hér gætir þessa ótta. Ég hef mínar kenningar um það af hverju það er, eftir að hafa fylgst með málinu í nokkra áratugi og ég held að þetta hafi þróast á ákveðnum tíma í sögu þjóðarinnar, nánar tiltekið á valdatíma Davíðs Oddssonar. Nú kunna menn að hafa ýmsar skoðanir á pólitík Davíðs Oddssonar, en ýmislegt færðist í jákvæða átt, sérstaklega í efnahagslífi landsins á valdatíma hans. Ísland gekk í Evrópska efnahagssvæðið með öllum þeim efnahagsframförum sem því fylgdu og við gengum í Schengen svæðið, með þeirri opnun sem það hefur haft í för með sér svo eitthvað sé nefnt. En Davíð Oddsson sjálfur sem persónuleiki var ekki jákvætt afl í íslensku stjórnmálalífi. Á valdatíma hans þróaðist með þjóðinni ótti við að tjá skoðanir sem voru í andstöðu við sterkustu skoðanir leiðtogans og ein þeirra var blint hatur hans á Evrópusambandinu, sem meðal annars birtist í því að hann lýsti þessu fjölþjóðlega samstarfi Evrópuríkja, sem er sennilega lýðræðislegasta fjölþjóðasamstarf sem komið hefur verið á fót, sem ólýðræðislegasta batteríi sem mannkynið hefði fundið upp. En gott og vel, skoðanir hans, rétt eins og skoðanir Daða Kristjánssonar, eru auðvitað hans mál. Það sem var ekki gott var að það að hafa andstæðar skoðanir við Davíð Oddsson, og þá sérstaklega á Evrópusambandinu, gat haft afleiðingar. Eins og oft vill verða í andrúmslofti eins og þróaðist á Davíðstímanum, þá var enginn skortur á fótgönguliðum, sem vildu sanna sig fyrir leiðtoganum, t.a.m. með því að hefna sín á andstæðingum hans. Ég varð sjálfur vitni að slíkum tilburðum þegar við á Bifröst - einhverntímann í kringum 2002-3 - réðum „Evrópusambandssinnann“ Eirík Bergmann til okkar. Þá voru framámenn í flokki Davíðs sem hringdu froðufellandi í rektor skólans, Runólf Ágústsson og hótuðu öllu illu ef af þessari ráðningu yrði. Það var eingöngu út af meintum skoðunum Eiríks á Evrópusambandinu. Engu öðru. Runólfur Ágústsson er hinsvegar ekki maður sem lætur hóta sér og þessir aðilar voru blessunarlega ekki í þeirri stöðu að þeir gætu staðið við stóru orðin. Í þessu andrúmslofti varð til ákveðinn ótti við að tjá þessa skoðun. Ótti sem þurfti efnahagshrun og brotthvarf Davíðs til að breyta, a.m.k. tímabundið. Ég hef nefnilega þá kenningu að það eymi enn eftir af þessum ótta, kannski sérstaklega hjá þeirri kynslóð sem enn man Davíðstímann og sér, t.a.m. í Bandaríkjunum í dag að skoðanir sem þóknast ekki „leiðtoganum“, geta haft afleiðingar. Dæmi til fyrirmyndar: Daði tjáir sig óttalaust Þess vegna fagna ég því að Daði Kristjánsson tjái skoðun sína á Evrópusambandinu óttalaust. Enda á það að vera þannig. En ég vil þá nota tækifærið og hvetja þau sem eru í sambærilegum stöðum og Daði, í stéttarfélögum, í stjórnsýslu, á fjölmiðlum, í akademíu, fólkið sem vinnur í störfum sem sér það daglega hversu rakið það er að við tökum skrefið í áttina til Evrópu, til að stíga út úr ótta sínum við Davíð Oddsson og hefndaraðgerðir stuðningsmanna hans. Davíð Oddsson er vissulega enn til staðar í íslensku þjóðlífi, en meira sem minning, (sem reglulega sendir frá sér æ dularfyllri pistla í Morgunblaðinu), en sem hreyfiafl eða valdhafi. Það er ekkert öfgakennt við það að vilja að Ísland taki sinn verðuga sess í hópi fullvalda Evrópuríkja í Evrópusambandinu. Það er ekkert við þá skoðun sem samrýmist ekki starfi á stöðum þar sem s.k. „hlutleysis“ er krafist. Koma svo, Evrópusinnar! Útúr skápnum og áfram Ísland! Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun