Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2025 19:45 Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag þar sem aðgerðirnar voru kynntar. Vísir/Bjarni Ríkisstjórnin ætlar að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, hlutdeildarlán verða aukin, regluverk einfaldað og fólki gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í tíu ár. Forsætisráðherra segir aðgerðirnar stuðla að lækkun húsnæðisverðs og byggingakostnaðar. Ríkisstjórnin kynnti í dag það sem kallað er fyrsti pakki vegna húsnæðismála þar sem viðamiklar aðgerðir eru boðaðar. Seðlabankinn bregðist fljótlega við Þar kemur fram að eyða á óvissu á lánamarkaði eftir dóm Hæstaréttar með samráði við Seðlabankann um að birta eins fljótt og hægt er vaxtaviðmið sem legið geti til grundvallar verðtryggðra lána. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að þetta verði gert strax í næstu viku. „Það má gera ráð fyrir að þessi viðmið Seðlabankans verði sett í næstu viku,“ sagði Daði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn var í Framheimilinu í Úlfarsárdal. Borgarstjóri vonast eftir samningum í vor Meðal annarra tillagna er að fjölga á íbúðum með því að byggja 4000 íbúða hverfi í Úlfarsárdal með samvinnu Reykjavíkurborgar og verkalýðshreyfingarinnar. Uppbyggingin í ÚlfarsárdalVísir Heiða B. Hilmisdóttir borgarstjóri vonar að uppbygging á svæðinu geti hafist sem fyrst. „Við munum auglýsa eftir aðilum til að koma í samkeppnisviðræður við okkur. Borgin leggur þá til land og ákveðinn ramma og skilmála. Uppbyggingaraðilinn kemur svo að og svo erum við að þróa hvenær skilin verða á innviðunum. Við erum þegar byrjuð að gera aðalskipulag. Við myndum svo gera deiliskipulag með viðkomandi aðila. Með því að ná utan um stærra hverfi í einu þá er hægt að gera þetta hraðar og betur. Ég vona að við getum skrifað undir við byggingaraðilann í maí á næsta ári og eftir það gæti uppbygging hafist,“ segir Heiða. Ríkisstjórn sem þori Í tillögum ríkisstjórnarinnar á einfalda regluverk og auka framlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Þá á að auka hlutdeildarlán og leyfa fólki varanlega að leggja séreignarsparnað inn á höfuðstól íbúðalána í tíu ár. Loks á að taka til í húsnæðiskerfinu með að takmarka skammtímaleigu og draga úr skattfrelsi söluhagnaðar hjá þeim sem eiga margar íbúðir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir áætlunina sýna að ríkisstjórnin þori og sé tilbúin að framkvæma „Eitt af því sem við erum að reyna að gera er a reyna að stuðla að lækkun verðs, eða að minnsta kosti að halda aftur af þessum miklu húsnæðishækkunum. Við erum líka að fara í stórfellda einföldun á byggingareglugerð sem mun draga úr kostnaði við að byggja hagkvæmt húsnæði sérstaklega en auðvitað almennt húsnæði líka. Þá erum við að festa í sessi hlutdeildarlánin við ætlum að auka heimildina þar úr fjórum milljörðum í fimm og hálfan milljarð sem þýðir að fleiri munu geta fengið þessi lán. Þessum lánum verður nú úthlutað í hverjum mánuði. Þá erum við í almennri tiltekt eins og að koma í veg fyrir að fólk safni að sér mörgum íbúðum með því að draga úr skattalegum hvötum til að eiga margar íbúðir sem þú býrð ekki í. Við erum líka að draga úr skattfrelsi þegar kemur að leigutekjum til þess að koma fleiri íbúðum í almennt eignarhald,“ segir Kristrún. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra lýsti tillögunum í heild á þennan máta: „Það er verið að einfalda og hagræða til þess að hlutirnir geti gengið betur fyrir alla.“ Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag það sem kallað er fyrsti pakki vegna húsnæðismála þar sem viðamiklar aðgerðir eru boðaðar. Seðlabankinn bregðist fljótlega við Þar kemur fram að eyða á óvissu á lánamarkaði eftir dóm Hæstaréttar með samráði við Seðlabankann um að birta eins fljótt og hægt er vaxtaviðmið sem legið geti til grundvallar verðtryggðra lána. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að þetta verði gert strax í næstu viku. „Það má gera ráð fyrir að þessi viðmið Seðlabankans verði sett í næstu viku,“ sagði Daði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn var í Framheimilinu í Úlfarsárdal. Borgarstjóri vonast eftir samningum í vor Meðal annarra tillagna er að fjölga á íbúðum með því að byggja 4000 íbúða hverfi í Úlfarsárdal með samvinnu Reykjavíkurborgar og verkalýðshreyfingarinnar. Uppbyggingin í ÚlfarsárdalVísir Heiða B. Hilmisdóttir borgarstjóri vonar að uppbygging á svæðinu geti hafist sem fyrst. „Við munum auglýsa eftir aðilum til að koma í samkeppnisviðræður við okkur. Borgin leggur þá til land og ákveðinn ramma og skilmála. Uppbyggingaraðilinn kemur svo að og svo erum við að þróa hvenær skilin verða á innviðunum. Við erum þegar byrjuð að gera aðalskipulag. Við myndum svo gera deiliskipulag með viðkomandi aðila. Með því að ná utan um stærra hverfi í einu þá er hægt að gera þetta hraðar og betur. Ég vona að við getum skrifað undir við byggingaraðilann í maí á næsta ári og eftir það gæti uppbygging hafist,“ segir Heiða. Ríkisstjórn sem þori Í tillögum ríkisstjórnarinnar á einfalda regluverk og auka framlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Þá á að auka hlutdeildarlán og leyfa fólki varanlega að leggja séreignarsparnað inn á höfuðstól íbúðalána í tíu ár. Loks á að taka til í húsnæðiskerfinu með að takmarka skammtímaleigu og draga úr skattfrelsi söluhagnaðar hjá þeim sem eiga margar íbúðir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir áætlunina sýna að ríkisstjórnin þori og sé tilbúin að framkvæma „Eitt af því sem við erum að reyna að gera er a reyna að stuðla að lækkun verðs, eða að minnsta kosti að halda aftur af þessum miklu húsnæðishækkunum. Við erum líka að fara í stórfellda einföldun á byggingareglugerð sem mun draga úr kostnaði við að byggja hagkvæmt húsnæði sérstaklega en auðvitað almennt húsnæði líka. Þá erum við að festa í sessi hlutdeildarlánin við ætlum að auka heimildina þar úr fjórum milljörðum í fimm og hálfan milljarð sem þýðir að fleiri munu geta fengið þessi lán. Þessum lánum verður nú úthlutað í hverjum mánuði. Þá erum við í almennri tiltekt eins og að koma í veg fyrir að fólk safni að sér mörgum íbúðum með því að draga úr skattalegum hvötum til að eiga margar íbúðir sem þú býrð ekki í. Við erum líka að draga úr skattfrelsi þegar kemur að leigutekjum til þess að koma fleiri íbúðum í almennt eignarhald,“ segir Kristrún. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra lýsti tillögunum í heild á þennan máta: „Það er verið að einfalda og hagræða til þess að hlutirnir geti gengið betur fyrir alla.“
Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira